Ötull stuðningsmaður Trump settur yfir leyniþjónustuna Kjartan Kjartansson skrifar 19. febrúar 2020 23:34 Richard Grenell er talinn sérstaklega handgenginn Trump forseta. Vísir/EPA Búist er við að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefni Richard Grenell, sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi og ötulan stuðningsmann forsetans, sem starfandi yfirmann leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna. Trump hefur ítrekað vefengt og gagnrýnt leyniþjónustuna og störf hennar. New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að Grenell verði tilnefndur á næstunni. Hann tæki við af Joseph Maguire sem hefur verið starfandi yfirmaður leyniþjónustunnar (DNI) frá því að Dan Coats sagði af sér síðasta sumar. Yfirmaður leyniþjónustunnar er yfir sautján leyniþjónustustofnunum Bandaríkjanna. Blaðið segir að frá því að Trump var sýknaður í öldungadeild Bandaríkjaþings af kæru um embættisbrot fyrr í þessum mánuði hafi Hvíta húsið hafið hreinsanir á embættismönnum sem eru ekki taldir nægilega húsbóndahollir Trump persónulega. Í stað þeirra vill það skipa fólk sem er líklegra til þess að verða við óskum forsetans. Grenell hefur verið ötull málsvari Trump forseta á samfélagsmiðlum og víðar. Þannig hefur hann tekið upp harða gagnrýni Trump og innsta hrings hans á kínverska tæknifyrirtækið Huawei og á evrópska bandamenn sem Trump telur að leggja ekki nóg af mörkum til hermála. Ekki er talið gefið að Grenell, sem þykir umdeildur, hljóti náð fyrir augun öldungadeildar þingsins sem þyrfti að staðfesta varanlega skipan hans í embætti yfirmanns leyniþjónustunnar. Það er sögð ástæða þess að Trump ætli að tilnefna hann sem starfandi yfirmann stofnunarinnar. Sem sendiherra í Þýskalandi hefur Grenell vakið umtal fyrir óhefðbunda framkomu sem sumir hafa talið óviðeigandi fyrir sendiherra. Þannig lýsti Grenell því í viðtali að hann vildi efla hægripopúlistaflokka í Evrópu. Hans fyrsta verk sem sendiherra var að hóta Þýskalandi viðskiptaþvingunum í tengslum við kjarnorkusamninginn við Íran sem Trump rifti í maí árið 2018. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Þýskaland Tengdar fréttir Ráðuneytið stendur við bakið á umdeildum sendiherra Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir nýjan og umdeildan sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi hafa rétt á málfrelsi. 6. júní 2018 12:00 Hvetur gyðinga til þess að bera kollhúfur sínar með stolti Richard Grenell, sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi, hvetur gyðinga þar í landi til þess að klæðast kollhúfum sínum þvert á ráðleggingar þýsku ríkisstjórnarinnar. 30. maí 2019 10:58 Sendiherra Bandaríkjanna ætlar að efla íhaldsmenn í Evrópu Ummæli sendiherrans þykja sérlega óvenjuleg. 4. júní 2018 10:05 Hömlulausi forsetinn: Engin bönd halda Trump lengur Í kjölfar þess að Trump var sýknaður af ákærum vegna meintra embættisbrota hefur hann farið hart fram gegn óvinum sínum, raunverulegum og ímynduðum. Þeir sem stóðu í hárinu á forsetanum til að byrja með hafa að miklu leyti yfirgefið sviðið og Repúblikanaflokkinn. 11. febrúar 2020 16:15 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Sjá meira
Búist er við að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefni Richard Grenell, sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi og ötulan stuðningsmann forsetans, sem starfandi yfirmann leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna. Trump hefur ítrekað vefengt og gagnrýnt leyniþjónustuna og störf hennar. New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að Grenell verði tilnefndur á næstunni. Hann tæki við af Joseph Maguire sem hefur verið starfandi yfirmaður leyniþjónustunnar (DNI) frá því að Dan Coats sagði af sér síðasta sumar. Yfirmaður leyniþjónustunnar er yfir sautján leyniþjónustustofnunum Bandaríkjanna. Blaðið segir að frá því að Trump var sýknaður í öldungadeild Bandaríkjaþings af kæru um embættisbrot fyrr í þessum mánuði hafi Hvíta húsið hafið hreinsanir á embættismönnum sem eru ekki taldir nægilega húsbóndahollir Trump persónulega. Í stað þeirra vill það skipa fólk sem er líklegra til þess að verða við óskum forsetans. Grenell hefur verið ötull málsvari Trump forseta á samfélagsmiðlum og víðar. Þannig hefur hann tekið upp harða gagnrýni Trump og innsta hrings hans á kínverska tæknifyrirtækið Huawei og á evrópska bandamenn sem Trump telur að leggja ekki nóg af mörkum til hermála. Ekki er talið gefið að Grenell, sem þykir umdeildur, hljóti náð fyrir augun öldungadeildar þingsins sem þyrfti að staðfesta varanlega skipan hans í embætti yfirmanns leyniþjónustunnar. Það er sögð ástæða þess að Trump ætli að tilnefna hann sem starfandi yfirmann stofnunarinnar. Sem sendiherra í Þýskalandi hefur Grenell vakið umtal fyrir óhefðbunda framkomu sem sumir hafa talið óviðeigandi fyrir sendiherra. Þannig lýsti Grenell því í viðtali að hann vildi efla hægripopúlistaflokka í Evrópu. Hans fyrsta verk sem sendiherra var að hóta Þýskalandi viðskiptaþvingunum í tengslum við kjarnorkusamninginn við Íran sem Trump rifti í maí árið 2018.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Þýskaland Tengdar fréttir Ráðuneytið stendur við bakið á umdeildum sendiherra Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir nýjan og umdeildan sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi hafa rétt á málfrelsi. 6. júní 2018 12:00 Hvetur gyðinga til þess að bera kollhúfur sínar með stolti Richard Grenell, sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi, hvetur gyðinga þar í landi til þess að klæðast kollhúfum sínum þvert á ráðleggingar þýsku ríkisstjórnarinnar. 30. maí 2019 10:58 Sendiherra Bandaríkjanna ætlar að efla íhaldsmenn í Evrópu Ummæli sendiherrans þykja sérlega óvenjuleg. 4. júní 2018 10:05 Hömlulausi forsetinn: Engin bönd halda Trump lengur Í kjölfar þess að Trump var sýknaður af ákærum vegna meintra embættisbrota hefur hann farið hart fram gegn óvinum sínum, raunverulegum og ímynduðum. Þeir sem stóðu í hárinu á forsetanum til að byrja með hafa að miklu leyti yfirgefið sviðið og Repúblikanaflokkinn. 11. febrúar 2020 16:15 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Sjá meira
Ráðuneytið stendur við bakið á umdeildum sendiherra Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir nýjan og umdeildan sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi hafa rétt á málfrelsi. 6. júní 2018 12:00
Hvetur gyðinga til þess að bera kollhúfur sínar með stolti Richard Grenell, sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi, hvetur gyðinga þar í landi til þess að klæðast kollhúfum sínum þvert á ráðleggingar þýsku ríkisstjórnarinnar. 30. maí 2019 10:58
Sendiherra Bandaríkjanna ætlar að efla íhaldsmenn í Evrópu Ummæli sendiherrans þykja sérlega óvenjuleg. 4. júní 2018 10:05
Hömlulausi forsetinn: Engin bönd halda Trump lengur Í kjölfar þess að Trump var sýknaður af ákærum vegna meintra embættisbrota hefur hann farið hart fram gegn óvinum sínum, raunverulegum og ímynduðum. Þeir sem stóðu í hárinu á forsetanum til að byrja með hafa að miklu leyti yfirgefið sviðið og Repúblikanaflokkinn. 11. febrúar 2020 16:15