Erlent

Fyrrverandi forseti Ekvador dæmdur fyrir spillingu

Andri Eysteinsson skrifar
Correa hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi.
Correa hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi. Getty/Tomas Cuesta

Ekvadorskur dómstóll hefur dæmt fyrrverandi forseta landsins, Rafael Correa, í átta ára fangelsi eftir að hann var sakfelldur fyrir spillingu. Reuters greinir frá.

Correa sem gegndi embætti forseta í tíu ár, frá 2007 til 2017 fluttist frá Ekvador eftir valdatíð sína og býr nú í Belgíu. Correa, auk 19 annara, voru sakaðir um að hafa þegið 7,5 milljónir Bandaríkjadala í mútur gegn því að veita grænt ljós á samninga. Á meðal þeirra 19 sem sakaðir voru er varaforseti Correa en sá situr nú þegar í fangelsi vegna spillingar.

Auk fangelsisvistarinnar verður Correa bannað að skipta sér af stjórnmálum í aldarfjórðung.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.