Erlent

Fyrrverandi forseti Ekvador dæmdur fyrir spillingu

Andri Eysteinsson skrifar
Correa hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi.
Correa hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi. Getty/Tomas Cuesta

Ekvadorskur dómstóll hefur dæmt fyrrverandi forseta landsins, Rafael Correa, í átta ára fangelsi eftir að hann var sakfelldur fyrir spillingu. Reuters greinir frá.

Correa sem gegndi embætti forseta í tíu ár, frá 2007 til 2017 fluttist frá Ekvador eftir valdatíð sína og býr nú í Belgíu. Correa, auk 19 annara, voru sakaðir um að hafa þegið 7,5 milljónir Bandaríkjadala í mútur gegn því að veita grænt ljós á samninga. Á meðal þeirra 19 sem sakaðir voru er varaforseti Correa en sá situr nú þegar í fangelsi vegna spillingar.

Auk fangelsisvistarinnar verður Correa bannað að skipta sér af stjórnmálum í aldarfjórðung.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.