Óttast að kórónuveiran fari eins og eldur í sinu um stærsta fátækrahverfi Indlands Samúel Karl Ólason skrifar 7. apríl 2020 11:09 Íbúar Mumbai bíða eftir niðurstöðum úr skimun fyrir Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. AP/Rajanish Kakade Útgöngubann Indlands, sem á að standa yfir í 21 dag, mun enda í næstu viku. Ríkisstjórar í Indlandi hafa þó kallað eftir því að bannið verði framlengt eða það fellt niður í hlutum. Það sé eina leiðin til að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans hafa einungis 4.858 tilfelli greinst í Indlandi og 137 dáið. Indland virðist hafa komist hjá stórum faraldri með aðgerðum yfirvalda þar. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands setti útgöngubann á í síðasta mánuði og bað 1,3 milljarða íbúa að halda sig heima. Það hefur þó komið verulega niður á efnahagi landsins og milljónir hafa misst vinnuna. Þrátt fyrir að Indland hafi hingað til sloppið mjög vel þykir þó ljóst að ekki má mikið bregða út af. Til marks um það greindist 56 ára gamall maður í Mumbai með veiruna í lok mars. Hann dó nokkrum dögum síðar. Þessi maður bjó í stærsta fátækrahverfi Indlands sem kallast Dharavi og var innblásturinn fyrir myndina Slumdog Millionaire. Heilbrigðisstarfsmenn Mumbai hafa verið á hlaupum síðan til að reyna að koma í veg fyrir faraldur í fátækrahverfinu þar sem nærri því milljón manna búa saman á tveimur ferkílómetrum. Þar sem allt að tíu manns sofa í sama herberginu og tugir deila sama almenningsklósettinu. Þá er lítið um rennandi vatn í hverfinu og íbúar hafa ekki tök á að þrífa hendur sínar. Hér má sjá stutta umfjöllun South China Morning Post um fátækrahverfið. Þar sést hvernig aðstæður eru þar. Samkvæmt frétt Guardian hafa nokkrir til viðbótar greinst með veiruna í fátækrahverfinu og þar á meðal þrítug kona sem hélt nýverið fjölmenna afmælisveislu. „Við erum að gera allt sem við getum til að tryggja að þetta springi ekki út og dreifist ekki um samfélagið. Það er mikil áskorun að einangra þetta,“ sagði Kiran Dihavkar, embættismaður í Mumbai við Guardian. Hann sagði íbúa fátækrahverfisins þegar glíma við ýmsa heilsukvilla og fólk óttist að stíga fram með einkenni. Það fylgi því mikil smán. Þá er vonast til þess að íbúar hverfisins séu með góð ónæmiskerfi vegna þeirra fjölda veikinda sem þau verða fyrir. Sérstaklega með tilliti til þess hve margir deila klósettum, sagði Dihavkar. Annar embættismaður sem rætt var við segist óttast að veiran hafi þegar dreifst verulega meðal íbúa. Missi yfirvöld tök á ástandinu muni hún dreifast um eins og eldur í sinu. „Þegar fimm greinast með veiruna hljóta að vera mun fleiri sem hafa smitast. Við vitum að margir bera veiruna án einkenna en get samt dreift henni,“ sagði Babbu Khan. Hann sagði sömuleiðis miklar líkur á því að veiran hefði dreifst í gegnum áðurnefnd almenningsklósett. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr starfi af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Útgöngubann Indlands, sem á að standa yfir í 21 dag, mun enda í næstu viku. Ríkisstjórar í Indlandi hafa þó kallað eftir því að bannið verði framlengt eða það fellt niður í hlutum. Það sé eina leiðin til að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans hafa einungis 4.858 tilfelli greinst í Indlandi og 137 dáið. Indland virðist hafa komist hjá stórum faraldri með aðgerðum yfirvalda þar. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands setti útgöngubann á í síðasta mánuði og bað 1,3 milljarða íbúa að halda sig heima. Það hefur þó komið verulega niður á efnahagi landsins og milljónir hafa misst vinnuna. Þrátt fyrir að Indland hafi hingað til sloppið mjög vel þykir þó ljóst að ekki má mikið bregða út af. Til marks um það greindist 56 ára gamall maður í Mumbai með veiruna í lok mars. Hann dó nokkrum dögum síðar. Þessi maður bjó í stærsta fátækrahverfi Indlands sem kallast Dharavi og var innblásturinn fyrir myndina Slumdog Millionaire. Heilbrigðisstarfsmenn Mumbai hafa verið á hlaupum síðan til að reyna að koma í veg fyrir faraldur í fátækrahverfinu þar sem nærri því milljón manna búa saman á tveimur ferkílómetrum. Þar sem allt að tíu manns sofa í sama herberginu og tugir deila sama almenningsklósettinu. Þá er lítið um rennandi vatn í hverfinu og íbúar hafa ekki tök á að þrífa hendur sínar. Hér má sjá stutta umfjöllun South China Morning Post um fátækrahverfið. Þar sést hvernig aðstæður eru þar. Samkvæmt frétt Guardian hafa nokkrir til viðbótar greinst með veiruna í fátækrahverfinu og þar á meðal þrítug kona sem hélt nýverið fjölmenna afmælisveislu. „Við erum að gera allt sem við getum til að tryggja að þetta springi ekki út og dreifist ekki um samfélagið. Það er mikil áskorun að einangra þetta,“ sagði Kiran Dihavkar, embættismaður í Mumbai við Guardian. Hann sagði íbúa fátækrahverfisins þegar glíma við ýmsa heilsukvilla og fólk óttist að stíga fram með einkenni. Það fylgi því mikil smán. Þá er vonast til þess að íbúar hverfisins séu með góð ónæmiskerfi vegna þeirra fjölda veikinda sem þau verða fyrir. Sérstaklega með tilliti til þess hve margir deila klósettum, sagði Dihavkar. Annar embættismaður sem rætt var við segist óttast að veiran hafi þegar dreifst verulega meðal íbúa. Missi yfirvöld tök á ástandinu muni hún dreifast um eins og eldur í sinu. „Þegar fimm greinast með veiruna hljóta að vera mun fleiri sem hafa smitast. Við vitum að margir bera veiruna án einkenna en get samt dreift henni,“ sagði Babbu Khan. Hann sagði sömuleiðis miklar líkur á því að veiran hefði dreifst í gegnum áðurnefnd almenningsklósett.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr starfi af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira