Óttast að kórónuveiran fari eins og eldur í sinu um stærsta fátækrahverfi Indlands Samúel Karl Ólason skrifar 7. apríl 2020 11:09 Íbúar Mumbai bíða eftir niðurstöðum úr skimun fyrir Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. AP/Rajanish Kakade Útgöngubann Indlands, sem á að standa yfir í 21 dag, mun enda í næstu viku. Ríkisstjórar í Indlandi hafa þó kallað eftir því að bannið verði framlengt eða það fellt niður í hlutum. Það sé eina leiðin til að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans hafa einungis 4.858 tilfelli greinst í Indlandi og 137 dáið. Indland virðist hafa komist hjá stórum faraldri með aðgerðum yfirvalda þar. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands setti útgöngubann á í síðasta mánuði og bað 1,3 milljarða íbúa að halda sig heima. Það hefur þó komið verulega niður á efnahagi landsins og milljónir hafa misst vinnuna. Þrátt fyrir að Indland hafi hingað til sloppið mjög vel þykir þó ljóst að ekki má mikið bregða út af. Til marks um það greindist 56 ára gamall maður í Mumbai með veiruna í lok mars. Hann dó nokkrum dögum síðar. Þessi maður bjó í stærsta fátækrahverfi Indlands sem kallast Dharavi og var innblásturinn fyrir myndina Slumdog Millionaire. Heilbrigðisstarfsmenn Mumbai hafa verið á hlaupum síðan til að reyna að koma í veg fyrir faraldur í fátækrahverfinu þar sem nærri því milljón manna búa saman á tveimur ferkílómetrum. Þar sem allt að tíu manns sofa í sama herberginu og tugir deila sama almenningsklósettinu. Þá er lítið um rennandi vatn í hverfinu og íbúar hafa ekki tök á að þrífa hendur sínar. Hér má sjá stutta umfjöllun South China Morning Post um fátækrahverfið. Þar sést hvernig aðstæður eru þar. Samkvæmt frétt Guardian hafa nokkrir til viðbótar greinst með veiruna í fátækrahverfinu og þar á meðal þrítug kona sem hélt nýverið fjölmenna afmælisveislu. „Við erum að gera allt sem við getum til að tryggja að þetta springi ekki út og dreifist ekki um samfélagið. Það er mikil áskorun að einangra þetta,“ sagði Kiran Dihavkar, embættismaður í Mumbai við Guardian. Hann sagði íbúa fátækrahverfisins þegar glíma við ýmsa heilsukvilla og fólk óttist að stíga fram með einkenni. Það fylgi því mikil smán. Þá er vonast til þess að íbúar hverfisins séu með góð ónæmiskerfi vegna þeirra fjölda veikinda sem þau verða fyrir. Sérstaklega með tilliti til þess hve margir deila klósettum, sagði Dihavkar. Annar embættismaður sem rætt var við segist óttast að veiran hafi þegar dreifst verulega meðal íbúa. Missi yfirvöld tök á ástandinu muni hún dreifast um eins og eldur í sinu. „Þegar fimm greinast með veiruna hljóta að vera mun fleiri sem hafa smitast. Við vitum að margir bera veiruna án einkenna en get samt dreift henni,“ sagði Babbu Khan. Hann sagði sömuleiðis miklar líkur á því að veiran hefði dreifst í gegnum áðurnefnd almenningsklósett. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Útgöngubann Indlands, sem á að standa yfir í 21 dag, mun enda í næstu viku. Ríkisstjórar í Indlandi hafa þó kallað eftir því að bannið verði framlengt eða það fellt niður í hlutum. Það sé eina leiðin til að koma í veg fyrir mikla útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans hafa einungis 4.858 tilfelli greinst í Indlandi og 137 dáið. Indland virðist hafa komist hjá stórum faraldri með aðgerðum yfirvalda þar. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands setti útgöngubann á í síðasta mánuði og bað 1,3 milljarða íbúa að halda sig heima. Það hefur þó komið verulega niður á efnahagi landsins og milljónir hafa misst vinnuna. Þrátt fyrir að Indland hafi hingað til sloppið mjög vel þykir þó ljóst að ekki má mikið bregða út af. Til marks um það greindist 56 ára gamall maður í Mumbai með veiruna í lok mars. Hann dó nokkrum dögum síðar. Þessi maður bjó í stærsta fátækrahverfi Indlands sem kallast Dharavi og var innblásturinn fyrir myndina Slumdog Millionaire. Heilbrigðisstarfsmenn Mumbai hafa verið á hlaupum síðan til að reyna að koma í veg fyrir faraldur í fátækrahverfinu þar sem nærri því milljón manna búa saman á tveimur ferkílómetrum. Þar sem allt að tíu manns sofa í sama herberginu og tugir deila sama almenningsklósettinu. Þá er lítið um rennandi vatn í hverfinu og íbúar hafa ekki tök á að þrífa hendur sínar. Hér má sjá stutta umfjöllun South China Morning Post um fátækrahverfið. Þar sést hvernig aðstæður eru þar. Samkvæmt frétt Guardian hafa nokkrir til viðbótar greinst með veiruna í fátækrahverfinu og þar á meðal þrítug kona sem hélt nýverið fjölmenna afmælisveislu. „Við erum að gera allt sem við getum til að tryggja að þetta springi ekki út og dreifist ekki um samfélagið. Það er mikil áskorun að einangra þetta,“ sagði Kiran Dihavkar, embættismaður í Mumbai við Guardian. Hann sagði íbúa fátækrahverfisins þegar glíma við ýmsa heilsukvilla og fólk óttist að stíga fram með einkenni. Það fylgi því mikil smán. Þá er vonast til þess að íbúar hverfisins séu með góð ónæmiskerfi vegna þeirra fjölda veikinda sem þau verða fyrir. Sérstaklega með tilliti til þess hve margir deila klósettum, sagði Dihavkar. Annar embættismaður sem rætt var við segist óttast að veiran hafi þegar dreifst verulega meðal íbúa. Missi yfirvöld tök á ástandinu muni hún dreifast um eins og eldur í sinu. „Þegar fimm greinast með veiruna hljóta að vera mun fleiri sem hafa smitast. Við vitum að margir bera veiruna án einkenna en get samt dreift henni,“ sagði Babbu Khan. Hann sagði sömuleiðis miklar líkur á því að veiran hefði dreifst í gegnum áðurnefnd almenningsklósett.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira