Enski boltinn

Móðir Guardiola lést af völdum kórónuveirunnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pep Guardiola missti móður sína í dag.
Pep Guardiola missti móður sína í dag. vísir/epa

Móðir Peps Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, lést í dag af völdum kórónuveirunnar. Hún hét Dolors Sala Carrió og var 82 ára.

Greint var frá andláti hennar á Twitter-síðu City. Þar eru aðstandendum sendar samúðarkveðjur.

Dolors og maður hennar, Valentí, eignuðust fjögur börn. Pep var þriðji í systkinaröðinni. Hann á tvær eldri systur og einn yngri bróður.

Mannfallið á Spáni af völdum kórónuveirunnar er það mesta í heiminum á eftir Ítalíu. Yfir 13.000 manns hafa látið lífið í faraldrinum á Spáni. Dauðsföllum þar í landi hefur þó fækkað á síðustu dögum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.