„Af hverju eru fótboltamenn allt í einu blórabögglarnir?“ Sindri Sverrisson skrifar 5. apríl 2020 12:45 Wayne Rooney er á mála hjá Derby sem leikur í næstefstu deild. VÍSIR/GETTY Það er verið að gera knattspyrnumenn að blórabögglum, skrifar Wayne Rooney í pistli í Sunday Times varðandi umræðu um það hvernig leikmenn geti best veitt fjárhagslegan stuðning í baráttunni vegna kórónuveirufaraldursins. Matt Hancock heilbrigðisráðherra Bretlands vill að leikmenn í ensku úrvalsdeildinni, sem margir eru á himinháum launum, leggi meira að mörkum í baráttunni gegn faraldrinum. Úrvalsdeildin hefur lagt til að leikmenn lækki um 30% í launum til að verja störf og rekstur knattspyrnufélaganna, en leikmannasamtökin í Bretlandi höfnuðu því og sögðu það bitna á heilbrigðiskerfinu, því þar með yrði ríkið af miklum skatttekjum. „Af hverju eru fótboltamenn allt í einu orðnir blórabögglarnir? Það að úrvalsdeildin segi svona opinberlega frá sínu tilboði, eins og gert var, setur pressu á leikmenn og kemur þeim í stöðu þar sem þeir geta ekki komið vel út. Ef að leikmenn segjast ekki geta samþykkt 30% flata launalækkun, jafnvel þó að sumir þeirra myndu í raun og veru ekki ráða við það fjárhagslega, verður það túlkað sem svo að „ríkir leikmenn hafna launalækkun“. Mér finnst þetta skrýtið því að allar aðrar ákvarðanir í þessu ferli hafa verið teknar á bakvið luktar dyr, en þetta var gert opinbert. Til hvers? Það er eins og það sé til að skotin beinist að leikmönnum – neyða þá til að borga reikninginn vegna tekjumissis,“ skrifaði Rooney, sem er spilandi þjálfari hjá Derby. Betra að semja við hvern leikmann fyrir sig Rooney bendir á að fyrirliðar liðanna í úrvalsdeildinni hafi átt í viðræðum um það að búa til sjóð til að styrkja heilbrigðiskerfið. Hann segir þær 20 milljónir punda sem enska úrvalsdeildin hafi heitið aðeins vera dropa í hafið miðað við það sem farið sé fram á af leikmönnum. Stóru félögin þurfi flest hver ekki á því að halda að leikmenn lækki í launum, en ef svo sé þá sé fótboltinn í mikið verri stöðu en nokkurn hafi órað fyrir. „Það er hneyksli hvernig hlutirnir hafa verið síðustu daga. Ég skil alveg að leikmenn eru hátt launaðir og geta gefið frá sér laun. En það ætti að gera hjá hverjum leikmanni fyrir sig. Einn gæti sagst hafa efni á 30% lækkun en annar hefði bara efni á 5%. Það er sama hvernig horft er á þetta, við erum auðveld skotmörk. Það sem gleymist er að helmingur tekna okkar fer í skatt. Peningar sem fara til ríkisins, sem hjálpa heilbrigðiskerfinu,“ skrifaði Rooney. Enski boltinn Tengdar fréttir Segja launalækkun leikmanna skaða heilbrigðiskerfið Leikmannasamtökin á Englandi segja að það myndi bitna á heilbrigðiskerfinu í landinu ef að knattspyrnumenn tækju á sig 30% launalækkun. Ekki náðust samningar um slíka lækkun á fundi samtakanna með ensku úrvalsdeildinni í gær. 5. apríl 2020 09:45 Liverpool nýtir neyðarúrræði stjórnvalda Enska knattspyrnufélagið Liverpool, efsta lið úrvalsdeildarinnar, hefur ákveðið að senda hluta starfsmannahóps síns í leyfi nú þegar algjört fótboltahlé er í Englandi vegna kórónuveirufaraldursins. 4. apríl 2020 15:00 Keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst ekki í byrjun maí og ekki fyrr en það er öruggt og við hæfi Vilji er fyrir því að klára tímabilið í ensku úrvalsdeildinni. Það verður þó ekki gert fyrr en hættan af völdum kórónuveirufaraldursins er liðin hjá. 3. apríl 2020 14:25 Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Það er verið að gera knattspyrnumenn að blórabögglum, skrifar Wayne Rooney í pistli í Sunday Times varðandi umræðu um það hvernig leikmenn geti best veitt fjárhagslegan stuðning í baráttunni vegna kórónuveirufaraldursins. Matt Hancock heilbrigðisráðherra Bretlands vill að leikmenn í ensku úrvalsdeildinni, sem margir eru á himinháum launum, leggi meira að mörkum í baráttunni gegn faraldrinum. Úrvalsdeildin hefur lagt til að leikmenn lækki um 30% í launum til að verja störf og rekstur knattspyrnufélaganna, en leikmannasamtökin í Bretlandi höfnuðu því og sögðu það bitna á heilbrigðiskerfinu, því þar með yrði ríkið af miklum skatttekjum. „Af hverju eru fótboltamenn allt í einu orðnir blórabögglarnir? Það að úrvalsdeildin segi svona opinberlega frá sínu tilboði, eins og gert var, setur pressu á leikmenn og kemur þeim í stöðu þar sem þeir geta ekki komið vel út. Ef að leikmenn segjast ekki geta samþykkt 30% flata launalækkun, jafnvel þó að sumir þeirra myndu í raun og veru ekki ráða við það fjárhagslega, verður það túlkað sem svo að „ríkir leikmenn hafna launalækkun“. Mér finnst þetta skrýtið því að allar aðrar ákvarðanir í þessu ferli hafa verið teknar á bakvið luktar dyr, en þetta var gert opinbert. Til hvers? Það er eins og það sé til að skotin beinist að leikmönnum – neyða þá til að borga reikninginn vegna tekjumissis,“ skrifaði Rooney, sem er spilandi þjálfari hjá Derby. Betra að semja við hvern leikmann fyrir sig Rooney bendir á að fyrirliðar liðanna í úrvalsdeildinni hafi átt í viðræðum um það að búa til sjóð til að styrkja heilbrigðiskerfið. Hann segir þær 20 milljónir punda sem enska úrvalsdeildin hafi heitið aðeins vera dropa í hafið miðað við það sem farið sé fram á af leikmönnum. Stóru félögin þurfi flest hver ekki á því að halda að leikmenn lækki í launum, en ef svo sé þá sé fótboltinn í mikið verri stöðu en nokkurn hafi órað fyrir. „Það er hneyksli hvernig hlutirnir hafa verið síðustu daga. Ég skil alveg að leikmenn eru hátt launaðir og geta gefið frá sér laun. En það ætti að gera hjá hverjum leikmanni fyrir sig. Einn gæti sagst hafa efni á 30% lækkun en annar hefði bara efni á 5%. Það er sama hvernig horft er á þetta, við erum auðveld skotmörk. Það sem gleymist er að helmingur tekna okkar fer í skatt. Peningar sem fara til ríkisins, sem hjálpa heilbrigðiskerfinu,“ skrifaði Rooney.
Enski boltinn Tengdar fréttir Segja launalækkun leikmanna skaða heilbrigðiskerfið Leikmannasamtökin á Englandi segja að það myndi bitna á heilbrigðiskerfinu í landinu ef að knattspyrnumenn tækju á sig 30% launalækkun. Ekki náðust samningar um slíka lækkun á fundi samtakanna með ensku úrvalsdeildinni í gær. 5. apríl 2020 09:45 Liverpool nýtir neyðarúrræði stjórnvalda Enska knattspyrnufélagið Liverpool, efsta lið úrvalsdeildarinnar, hefur ákveðið að senda hluta starfsmannahóps síns í leyfi nú þegar algjört fótboltahlé er í Englandi vegna kórónuveirufaraldursins. 4. apríl 2020 15:00 Keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst ekki í byrjun maí og ekki fyrr en það er öruggt og við hæfi Vilji er fyrir því að klára tímabilið í ensku úrvalsdeildinni. Það verður þó ekki gert fyrr en hættan af völdum kórónuveirufaraldursins er liðin hjá. 3. apríl 2020 14:25 Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Segja launalækkun leikmanna skaða heilbrigðiskerfið Leikmannasamtökin á Englandi segja að það myndi bitna á heilbrigðiskerfinu í landinu ef að knattspyrnumenn tækju á sig 30% launalækkun. Ekki náðust samningar um slíka lækkun á fundi samtakanna með ensku úrvalsdeildinni í gær. 5. apríl 2020 09:45
Liverpool nýtir neyðarúrræði stjórnvalda Enska knattspyrnufélagið Liverpool, efsta lið úrvalsdeildarinnar, hefur ákveðið að senda hluta starfsmannahóps síns í leyfi nú þegar algjört fótboltahlé er í Englandi vegna kórónuveirufaraldursins. 4. apríl 2020 15:00
Keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst ekki í byrjun maí og ekki fyrr en það er öruggt og við hæfi Vilji er fyrir því að klára tímabilið í ensku úrvalsdeildinni. Það verður þó ekki gert fyrr en hættan af völdum kórónuveirufaraldursins er liðin hjá. 3. apríl 2020 14:25