Erlent

Finnsk börn snúa aftur í skólann eftir sjö vikur heima

Atli Ísleifsson skrifar
Skólunum er ætlað að tryggja fjarlægðarmörk milli nemenda.
Skólunum er ætlað að tryggja fjarlægðarmörk milli nemenda. EPA

Börn í Finnlandi sneru aftur í skólann í morgun eftir að hafa þurft að læra heima síðustu sjö vikurnar vegna faraldurs kórónuveirunnar. Margir kennarar eru efins um ágæti þess að hefja hefðbundið skólastarf á ný og spyrja hvernig hægt verði að tryggja fjarlægðarmörk.

Finnsk grunnskólabörn hafa þurft að stunda fjarnám síðustu vikurnar, en nú hefur því verið beint til skólastjórnenda að dreifa borðum og nýta fleiri rými undir skólastarf til að hægt verði að halda hefðbundinni kennslu áfram. Sömuleiðis á að tryggja að nemendur og kennarar verði duglegir að notast við sótthreinsiefni.

Könnun sem Kennarasamband Finnlands gerði sýnir að margir félagsmenn eru efins um ákvörðunina að hefja skólastarf að nýju. Sögðust um helmingur fagna því að skólastarf hæfist að nýju, á meðan um helmingur sagðist frekar vilja sjá áframhaldandi lokun skólanna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×