Kveikja í símamöstrum vegna samsæriskenninga um 5G og Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2020 09:10 Kveikt hefur veirð í símamöstrum sem þessu og eru þau sögð valda veikindum. EPA/SASCHA STEINBACH Yfirvöld Bretlands eiga í viðræðum við forsvarsmenn samfélagsmiðla um samsæriskenningar sem eru í dreifingu þar eftir að kveikt hefur verið í 5G möstrum á undanförnum dögum. Íkveikjurnar eru til komnar vegna samsæriskenningar um að 5G samskiptakerfið valdi meðal annars Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Starfsmenn samskiptafyrirtækja hafa jafnvel staðið frammi fyrir hótunum frá fólki sem hefur kokgleypt þessa undarlegu samsæriskenningu. Meðal þeirra er borgarstjóri Liverpool, sem barst hótanir þegar hann sagði kenninguna undarlega. Sú samsæriskenning hefur verið á flakki á samfélagsmiðlum að 5G möstur valdi heilsukvillum og komi niður á ónæmiskerfum fólks. Því hefur einnig verið haldið fram að útvarpsbylgjur frá möstrunum smiti fólk hreinlega af nýju kórónuveirunni. Sem er auðvitað ekki rétt. Stephen Powis, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Bretlands, segir kenninguna vera „algjört kjaftæði“ og verstu mynd falskra frétta. „Staðreyndin er sú að farsímakerfið er mjög mikilvægt okkur öllum og sérstaklega á þessum tímum þegar við erum að hvetja fólk til að vera heima og hitta ekki vini og vandamenn,“ sagði Powis samkvæmt Guardian. Hann sagði kerfið sérstaklega mikilvægt vegna þess að starfsfólk neyðarþjónsta Bretlands og heilbrigðisstarfsmenn reiði sig á það. Því sé hann brjálaður yfir því að fólk sé að skemma innviðin sem eru algerlega nauðsynleg. „Þetta er algjört kjaftæði og ég get ekki fordæmt þetta meira en það.“ Í frétt Guardian segir að frægt fólk hafi dreift samsæriskenningunni og þar á meðal söngkonan Anne-Marie og Amanda Holden, dómari í Britain's Got Talent. There are lots of conspiracy theories about a supposed link between 5G mobile technology and the spread of coronavirus being shared - they are "complete rubbish" say scientists, here's why:https://t.co/bl1CPhP18Y— BBC Reality Check (@BBCRealityCheck) April 5, 2020 Bretland Fjarskipti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku? Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Sjá meira
Yfirvöld Bretlands eiga í viðræðum við forsvarsmenn samfélagsmiðla um samsæriskenningar sem eru í dreifingu þar eftir að kveikt hefur verið í 5G möstrum á undanförnum dögum. Íkveikjurnar eru til komnar vegna samsæriskenningar um að 5G samskiptakerfið valdi meðal annars Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Starfsmenn samskiptafyrirtækja hafa jafnvel staðið frammi fyrir hótunum frá fólki sem hefur kokgleypt þessa undarlegu samsæriskenningu. Meðal þeirra er borgarstjóri Liverpool, sem barst hótanir þegar hann sagði kenninguna undarlega. Sú samsæriskenning hefur verið á flakki á samfélagsmiðlum að 5G möstur valdi heilsukvillum og komi niður á ónæmiskerfum fólks. Því hefur einnig verið haldið fram að útvarpsbylgjur frá möstrunum smiti fólk hreinlega af nýju kórónuveirunni. Sem er auðvitað ekki rétt. Stephen Powis, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Bretlands, segir kenninguna vera „algjört kjaftæði“ og verstu mynd falskra frétta. „Staðreyndin er sú að farsímakerfið er mjög mikilvægt okkur öllum og sérstaklega á þessum tímum þegar við erum að hvetja fólk til að vera heima og hitta ekki vini og vandamenn,“ sagði Powis samkvæmt Guardian. Hann sagði kerfið sérstaklega mikilvægt vegna þess að starfsfólk neyðarþjónsta Bretlands og heilbrigðisstarfsmenn reiði sig á það. Því sé hann brjálaður yfir því að fólk sé að skemma innviðin sem eru algerlega nauðsynleg. „Þetta er algjört kjaftæði og ég get ekki fordæmt þetta meira en það.“ Í frétt Guardian segir að frægt fólk hafi dreift samsæriskenningunni og þar á meðal söngkonan Anne-Marie og Amanda Holden, dómari í Britain's Got Talent. There are lots of conspiracy theories about a supposed link between 5G mobile technology and the spread of coronavirus being shared - they are "complete rubbish" say scientists, here's why:https://t.co/bl1CPhP18Y— BBC Reality Check (@BBCRealityCheck) April 5, 2020
Bretland Fjarskipti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku? Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Sjá meira