Fleiri bókuðu sumarbústaði VR nú í mars en árin áður Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. apríl 2020 12:25 Stéttarfélögin hafa flest orlofshús til útleigu á sínum vegum. BHM Nokkuð er um afbókanir á orlofshúsum á vegum Bandalags háskólamanna vegna faraldurs kórónuveirunnar. Annað er uppi á teningnum hjá VR en bókun þar var meiri í marsmánuði en árin áður. Félögin tvö munu þó að öllum líkindum loka fyrir bókanir yfir páskana vegna faraldursins. Yfirvöld hafa hvatt landsmenn til þess að ferðast innanhúss í stað innanlands yfir páskana í næstu viku til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Víðir Reynisson hefur lýst yfir áhyggjum af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegar á þönum vegna kórónuveirufaraldursins. „Ef að fólk hópast saman í þessar sumarbústaðarbyggðir sem eru mjög víða þá erum við að safna saman jafnvel þúsundum á heilbrigðissvæði sem eru mjög veik,“ sagði Viðir Reynisson, yfirlögreglujónn. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, á upplýsingafundi almannavarna föstudaginn 3. apríl 2020.Lögreglan Stéttarfélögin hafa flest orlofshús til útleigu á sínum vegum. Gissur Kolbeinsson, fjármála- og rekstrarstjóri Bandalags háskólamanna segir nokkuð um afbókanir. „Páskarnir eru alltaf háannatímabil hjá orlofssjóðum og í venjulegu árferði þá eru orlofskostirnir þétt settnir og fullbókaðir á þessum tíma. Í gærmorgun var það þannig að við höfðum fengið inn 29 afbókanir vegna þeirra 45 kosta sem eru í boði núna um páskana,“ sagði Gissur Kolbeinsson, fjármála- og rekstrarstjóri Bandalags háskólamanna. Segir hann líklegast að afbókanir sé tilkomnar vegna þess að sjóðurinn hafi slakað verulega á verklagi um endurgreiðslur. Sjóðsmenn geti nú fengið orlofskostnað endurgreiddan að fullu með litlum fyrirvara. Bókunarstaðan er önnur hjá VR. „Páskarnir hafa alltaf verið uppbókaðir hjá okkur og tímabilið í kringum páska, en við höfum aldrei séð eins miklar bókanir núna í mars eins og hefur verið. Það hefur nánast allt verið uppbókað hjá okkur bæði á virkum dögum og um helgar frá miðjum mars og það hefur aldrei gerst áður þannig þetta er mjög sérstök staða,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Bæði félög taka áhyggjum almannavarna alvarlega og nýta helgina til að endurmeta stöðuna. Til greina kemur að loka fyrir bókanir yfir páskana. „Já það hefur komið til tals, stjórn sjóðsins hefur funað mjög títt vegna ástandsins. Ég geri ráð fyrir því að hún hittist núna um helgina og endurmeti stöðuna og taki ákvörðun um það hvort tilefni sé til að fara í umfangsmeiri lokanir en nú hefur ríkt,“ sagði Gissur. „Við munum fara eftir þeim tilmælum sem sóttvarnarteymið setur og að sjálfsögðu taka virkan þátt í að leggja okkar að mörkum til að virða þær reglur og þau tilmæli sem sett eru fram, ég á von á því að VR muni loka orlofshúsum um páskana,“ sagði Ragnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Nokkuð er um afbókanir á orlofshúsum á vegum Bandalags háskólamanna vegna faraldurs kórónuveirunnar. Annað er uppi á teningnum hjá VR en bókun þar var meiri í marsmánuði en árin áður. Félögin tvö munu þó að öllum líkindum loka fyrir bókanir yfir páskana vegna faraldursins. Yfirvöld hafa hvatt landsmenn til þess að ferðast innanhúss í stað innanlands yfir páskana í næstu viku til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Víðir Reynisson hefur lýst yfir áhyggjum af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegar á þönum vegna kórónuveirufaraldursins. „Ef að fólk hópast saman í þessar sumarbústaðarbyggðir sem eru mjög víða þá erum við að safna saman jafnvel þúsundum á heilbrigðissvæði sem eru mjög veik,“ sagði Viðir Reynisson, yfirlögreglujónn. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, á upplýsingafundi almannavarna föstudaginn 3. apríl 2020.Lögreglan Stéttarfélögin hafa flest orlofshús til útleigu á sínum vegum. Gissur Kolbeinsson, fjármála- og rekstrarstjóri Bandalags háskólamanna segir nokkuð um afbókanir. „Páskarnir eru alltaf háannatímabil hjá orlofssjóðum og í venjulegu árferði þá eru orlofskostirnir þétt settnir og fullbókaðir á þessum tíma. Í gærmorgun var það þannig að við höfðum fengið inn 29 afbókanir vegna þeirra 45 kosta sem eru í boði núna um páskana,“ sagði Gissur Kolbeinsson, fjármála- og rekstrarstjóri Bandalags háskólamanna. Segir hann líklegast að afbókanir sé tilkomnar vegna þess að sjóðurinn hafi slakað verulega á verklagi um endurgreiðslur. Sjóðsmenn geti nú fengið orlofskostnað endurgreiddan að fullu með litlum fyrirvara. Bókunarstaðan er önnur hjá VR. „Páskarnir hafa alltaf verið uppbókaðir hjá okkur og tímabilið í kringum páska, en við höfum aldrei séð eins miklar bókanir núna í mars eins og hefur verið. Það hefur nánast allt verið uppbókað hjá okkur bæði á virkum dögum og um helgar frá miðjum mars og það hefur aldrei gerst áður þannig þetta er mjög sérstök staða,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Bæði félög taka áhyggjum almannavarna alvarlega og nýta helgina til að endurmeta stöðuna. Til greina kemur að loka fyrir bókanir yfir páskana. „Já það hefur komið til tals, stjórn sjóðsins hefur funað mjög títt vegna ástandsins. Ég geri ráð fyrir því að hún hittist núna um helgina og endurmeti stöðuna og taki ákvörðun um það hvort tilefni sé til að fara í umfangsmeiri lokanir en nú hefur ríkt,“ sagði Gissur. „Við munum fara eftir þeim tilmælum sem sóttvarnarteymið setur og að sjálfsögðu taka virkan þátt í að leggja okkar að mörkum til að virða þær reglur og þau tilmæli sem sett eru fram, ég á von á því að VR muni loka orlofshúsum um páskana,“ sagði Ragnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira