Weinstein ákærður fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot í Los Angeles Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. janúar 2020 22:37 Harvey Weinstein í New York í dag þar sem hófust réttarhöld yfir honum. vísir/epa Saksóknarinn í Los Angeles hefur ákært Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum. Weinstein, sem var kvikmyndaframleiðandi og lengi vel einn valdamesti maður í Hollywood, er ákærður fyrir nauðgun gagnvart einni konu og kynferðisbrot gagnvart annarri. Brotin eiga að hafa verið framin á tveimur dögum árið 2013. Fyrra brotið á að hafa verið framið þann 18. febrúar 2013. Þá nauðgaði Weinstein konu eftir að hafa ýtt henni inn á hótelherbergi, að sögn saksóknara. Kvöldið eftir er talið að hann hafi brotið kynferðislega gegn annarri konu á hótelsvítu í Beverly Hills. Bæði Weinstein og lögmenn hans hafa ítrekað neitað öllum ásökunum um saknæmt athæfi en afstaða hans til ákæranna í Los Angeles liggur ekki fyrir. Verði Weinstein fundinn sekur gæti hann átt allt að 28 ára fangelsisdóm yfir höfði sér. Hann mun koma síðar fyrir dóm í Los Angeles og svara til saka. Ákæruvaldið mælist til þess að trygging hans fyrir því að geta gengið laus á meðan málið er til meðferðar verði fimm milljónir Bandaríkjadala. Saksóknarinn í Los Angeles greindi frá ákærunni í dag, sama dag og réttarhöldin í máli New York-ríkis gegn Weinstein hófust fyrir ríkisdómstól á Manhattan. Þar er Weinstein ákærður fyrir að hafa nauðgað tveimur konum en fleiri tugir kvenna hafa undanfarin tvö ár sakað Weinstein um kynferðisofbeldi. Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Réttarhöld yfir Harvey Weinstein hefjast í New York Kvikmyndaframleiðandinn valdamikli er ákærður fyrir að hafa beitt tvær konur kynferðislegu ofbeldi. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðardóm. 6. janúar 2020 12:30 Weinstein telur sig geta átt afturkvæmt í kvikmyndabransann Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein telur sig geta endurreist feril sinn að réttarhöldunum yfir honum loknum muni kviðdómur komast að þeirri niðurstöðu að hann sé saklaus. 5. janúar 2020 14:19 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Saksóknarinn í Los Angeles hefur ákært Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum. Weinstein, sem var kvikmyndaframleiðandi og lengi vel einn valdamesti maður í Hollywood, er ákærður fyrir nauðgun gagnvart einni konu og kynferðisbrot gagnvart annarri. Brotin eiga að hafa verið framin á tveimur dögum árið 2013. Fyrra brotið á að hafa verið framið þann 18. febrúar 2013. Þá nauðgaði Weinstein konu eftir að hafa ýtt henni inn á hótelherbergi, að sögn saksóknara. Kvöldið eftir er talið að hann hafi brotið kynferðislega gegn annarri konu á hótelsvítu í Beverly Hills. Bæði Weinstein og lögmenn hans hafa ítrekað neitað öllum ásökunum um saknæmt athæfi en afstaða hans til ákæranna í Los Angeles liggur ekki fyrir. Verði Weinstein fundinn sekur gæti hann átt allt að 28 ára fangelsisdóm yfir höfði sér. Hann mun koma síðar fyrir dóm í Los Angeles og svara til saka. Ákæruvaldið mælist til þess að trygging hans fyrir því að geta gengið laus á meðan málið er til meðferðar verði fimm milljónir Bandaríkjadala. Saksóknarinn í Los Angeles greindi frá ákærunni í dag, sama dag og réttarhöldin í máli New York-ríkis gegn Weinstein hófust fyrir ríkisdómstól á Manhattan. Þar er Weinstein ákærður fyrir að hafa nauðgað tveimur konum en fleiri tugir kvenna hafa undanfarin tvö ár sakað Weinstein um kynferðisofbeldi.
Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Réttarhöld yfir Harvey Weinstein hefjast í New York Kvikmyndaframleiðandinn valdamikli er ákærður fyrir að hafa beitt tvær konur kynferðislegu ofbeldi. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðardóm. 6. janúar 2020 12:30 Weinstein telur sig geta átt afturkvæmt í kvikmyndabransann Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein telur sig geta endurreist feril sinn að réttarhöldunum yfir honum loknum muni kviðdómur komast að þeirri niðurstöðu að hann sé saklaus. 5. janúar 2020 14:19 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Réttarhöld yfir Harvey Weinstein hefjast í New York Kvikmyndaframleiðandinn valdamikli er ákærður fyrir að hafa beitt tvær konur kynferðislegu ofbeldi. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðardóm. 6. janúar 2020 12:30
Weinstein telur sig geta átt afturkvæmt í kvikmyndabransann Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein telur sig geta endurreist feril sinn að réttarhöldunum yfir honum loknum muni kviðdómur komast að þeirri niðurstöðu að hann sé saklaus. 5. janúar 2020 14:19