Erlent

Réttarhöld yfir Harvey Weinstein hefjast í New York

Kjartan Kjartansson skrifar
Weinstein þegar hann kom fyrir dóm í New York í júlí.
Weinstein þegar hann kom fyrir dóm í New York í júlí. AP/Seth Wenig

Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur um alvarlega kynferðislega árás í réttarhöldum sem hefjast í New York í Bandaríkjunum í dag. Weinstein er ákærður fyrir að hafa nauðgað tveimur konum en fleiri tugir kvenna hafa sakað um kynferðislega áreitni eða ofbeldi.

Málið er rekið fyrir ríkisdómstól á Manhattan. Til stendur að velja kviðdóm í máli Weinstein, sem neitar allri sök, á morgun. Sérfræðingar telja að það gæti reynst þrautinni þyngri í ljósi fjölmiðlafársins í kringum málið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ásakanirnar á hendur Weinstein sem komu fram árið 2017 hrundu af stað Metoo-byltingunni svonefndu þar sem konur um allan heim greindu frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir.

Mimi Haleyi, fyrrverandi aðstoðarframleiðandi, sakar Weinstein um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi árið 2006. Saksóknarar ákærður Weinstein einnig fyrir að nauðga annarri konu sem hefur ekki verið nafngreind opinberlega árið 2013. Weinstein heldur því fram að kynferðislegt samband hans við konunnar hafi verið með vilja þeirra.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.