Manafort færður í stofufangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 13. maí 2020 14:02 Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump. AP/Seth Wenig Paul Manafort, fyrrverandi framkvæmdastjóra forsetaframboðs Donald Trump, hefur verið færður í stofufangelsi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Hann var dæmdur í sjö ára fangelsi vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu en mun sitja út refsingu sína í stofufangelsi. AP fréttaveitan segir að lögmenn Manafort hafi leitað til fangelsisyfirvalda og farið fram á að Manafort yrði færður í stofufangelsi. Þá vegna þess hve viðkvæmur hann er gagnvart Covid-19 sökum aldurs og undirliggjandi veikinda. Manafort var fluttur á sjúkrahús í desember vegna hjartaveikinda. Hann er 71 árs gamall. Manafort var meðal þeirra fyrstu sem voru ákærðir í Rússarannsókninni. Hann var sakfelldur árið 2018 og játaði brot í öðru máli í Washington DC. Hann var meðal annars dæmdur fyrir banka- og skattsvik. Seinna málið sneri að stöfum hans fyrir stjórnmálaflokka og menn í Úkraínu sem hann gerði ekki grein fyrir. Minnst 2.818 fangar í alríkisfangelsum Bandaríkjanna hafa greinst með Covid-19 og 2652 starfsmenn fangelsisyfirvalda. Fimmtíu fangar hafa dáið. Frá 26. mars hafa rúmlega 2.400 fangar verið færðir í stofufangelsi. Búið er að samþykkja beiðnir frá 1.200 föngum til viðbótar. Enginn hefur þó greinst með Covid-19 í sjúkrahúsinu sem Manafort hefur afplánað í. Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmaður Trump til margra ára, hefur einnig verið færður í stofufangelsi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Paul Manafort, fyrrverandi framkvæmdastjóra forsetaframboðs Donald Trump, hefur verið færður í stofufangelsi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Hann var dæmdur í sjö ára fangelsi vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu en mun sitja út refsingu sína í stofufangelsi. AP fréttaveitan segir að lögmenn Manafort hafi leitað til fangelsisyfirvalda og farið fram á að Manafort yrði færður í stofufangelsi. Þá vegna þess hve viðkvæmur hann er gagnvart Covid-19 sökum aldurs og undirliggjandi veikinda. Manafort var fluttur á sjúkrahús í desember vegna hjartaveikinda. Hann er 71 árs gamall. Manafort var meðal þeirra fyrstu sem voru ákærðir í Rússarannsókninni. Hann var sakfelldur árið 2018 og játaði brot í öðru máli í Washington DC. Hann var meðal annars dæmdur fyrir banka- og skattsvik. Seinna málið sneri að stöfum hans fyrir stjórnmálaflokka og menn í Úkraínu sem hann gerði ekki grein fyrir. Minnst 2.818 fangar í alríkisfangelsum Bandaríkjanna hafa greinst með Covid-19 og 2652 starfsmenn fangelsisyfirvalda. Fimmtíu fangar hafa dáið. Frá 26. mars hafa rúmlega 2.400 fangar verið færðir í stofufangelsi. Búið er að samþykkja beiðnir frá 1.200 föngum til viðbótar. Enginn hefur þó greinst með Covid-19 í sjúkrahúsinu sem Manafort hefur afplánað í. Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmaður Trump til margra ára, hefur einnig verið færður í stofufangelsi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira