Enski boltinn

Hvetur samherja sína til að gefa 30% launa sinna til sjúkrahúsa í Manchester

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Harry Maguire var gerður að fyrirliða Manchester United á fyrsta tímabili sínu hjá liðinu.
Harry Maguire var gerður að fyrirliða Manchester United á fyrsta tímabili sínu hjá liðinu. vísir/epa

Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, hefur lagt það til að leikmenn liðsins gefi 30% launa sinna til sjúkrahúsa í Manchester til að hjálpa þeim í baráttunni við kórónuveiruna.

Maguire sendi skilaboð þess efnis á samherja sína og viðtökurnar voru góðar samkvæmt Mirror.

Maguire kom með þessa tillögu eftir að hafa rætt við Ed Woodward, stjórnarformann United. Félagið er eitt það ríkasta í heimi og leikmenn liðsins þurfa ekki að taka á sig launalækkun vegna kórónuveirufaraldursins. 

Þeir hafa hins vegar ákveðið að láta gott af sér leiða og leggja sín lóð á vogarskálarnar í baráttunni við þann vágest sem veiran er.

United gerði Maguire að dýrasta varnarmanni allra tíma þegar félagið keypti hann frá Leicester City á 80 milljónir punda í ágúst á síðasta ári. Hann var gerður að fyrirliða United þegar Ashley Young fór til Inter í janúar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.