Tollastríð gæti leitt til skjálfta í öllu efnahagslífi heimsins Heimir Már Pétursson skrifar 6. júlí 2018 19:30 Formlegt tollastríð er skollið á milli tveggja stærstu hagkerfa heims, það er að segja Bandaríkjanna og Kína. Tuttugu og fimm prósenta tollur verður lagður á vörur að andvirði þrjú þúsund og sex hundruð milljarðar króna frá hvoru ríkinu um sig. Forseti Bandaríkjanna hótar að setja toll á allan innflutning frá Kína.Klukkan fjögur í nótt tóku gildi tilskipanir Donald Trump Bandaríkjaforseta um 25 prósenta toll á ýmsar vörur sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna frá Kína. Þar má nefna vörur eins og bíla, tölvudrif og ýmsan iðnaðarvarning. Örfáum klukkustundum eftir að tollarnir tóku gildi lýsti kínverska viðskiptaráðuneytið því yfir að Kínverjar neyddust til að svara í sömu mynt.Lu Kang talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins segir Kínverja almennt mótfallna einhliða viðskiptahindrunum og vilji að viðskiptadeilur séu leystar af raunsæi í samningum.Eins og staðan er núna hafa ríkin tvö lagt tolla á vörur frá hvort öðru upp á 34 milljarðaVísir/Getty„En það krefst þess að viðeigandi aðilar mætist á miðri leið. Allur einhliða þrýstingur er til einskis og fólk ætti ekki að gera sér neinar grillur með annað. Þegar farið er illa með lögmæta hagsmuni Kína mun Kína að sjálfsögðu slá frá sér með nauðsynlegum aðgerðum,” segir Lu. Eins og staðan er núna hafa ríkin tvö lagt tolla á vörur frá hvort öðru upp á 34 milljarða dollara eða um 3.600 milljarða íslenskra króna. Trump Bandaríkjaforseti hefur síðan hótað að leggja tolla á allar innfluttar vörur frá Kína að verðmæti um 500 milljarða dollara á ári, eða 52.500 milljarða króna. Kínverjar hafa meðal annars lagt 25 prósenta toll á bíla og ýmsar landbúnaðarafurðir frá Bandaríkjunum sem munu hafa mikil áhrif í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna þar sem Trump naut mikils stuðnings í forsetakosningunum. Evrópusambandið, Kanada og Mexíkó hafa einnig brugðist við hækkun tolla í Bandaríkjunum á innfluttar vörur frá þeim. Frekari viðbrögð eru í undirbúningi innan Evrópusambandsins. Dan Pruzin talsmaður Alþjóðaviðskiptamálastofnunarinnar varar við afleiðingunum af vaxandi verndaraðgerðum stórveldanna og hvetur þau til samninga. „Afleiðingar þessarra aðgerða eru nú þegar farnar að segja til sín. Fyrirtæki eru hikandi í fjárfestingum, það er vaxandi skjálfti á mörkuðum og verð á sumum vörum fer hækkandi. Ef þetta ástand magnast mun það aðeins leiða til enn meiri áhrifa sem munu bitna á störfum fólks og vexti þeirra ríkja sem hlut eiga að máli og senda skjálfta í gegnum allt efnahagslíf heimsins,” segir Dan Pruzin. Donald Trump Efnahagsmál Tengdar fréttir Vara Bandaríkin við viðskiptastríði Steven Mnuchin fjármálaráðherra Bandaríkjanna var harðlega gagnrýndur af fjármálaráðherrum annarra G7 ríkja í gær. 3. júní 2018 08:30 Fyrstu skotunum í viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína hleypt af Hætta er á að viðskiptastríð Trump Bandaríkjaforseta og Kína harðni enn á næstunni. 6. júlí 2018 10:15 Stærstu viðskiptasamtök Bandaríkjanna gagnrýna tollastefnu Trump Viðskiptaráð Bandaríkjanna fylgir Repúblikanaflokknum yfirleitt að málum en hefur nú hafið herferð gegn verndartollum forsetans. 2. júlí 2018 10:20 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Formlegt tollastríð er skollið á milli tveggja stærstu hagkerfa heims, það er að segja Bandaríkjanna og Kína. Tuttugu og fimm prósenta tollur verður lagður á vörur að andvirði þrjú þúsund og sex hundruð milljarðar króna frá hvoru ríkinu um sig. Forseti Bandaríkjanna hótar að setja toll á allan innflutning frá Kína.Klukkan fjögur í nótt tóku gildi tilskipanir Donald Trump Bandaríkjaforseta um 25 prósenta toll á ýmsar vörur sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna frá Kína. Þar má nefna vörur eins og bíla, tölvudrif og ýmsan iðnaðarvarning. Örfáum klukkustundum eftir að tollarnir tóku gildi lýsti kínverska viðskiptaráðuneytið því yfir að Kínverjar neyddust til að svara í sömu mynt.Lu Kang talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins segir Kínverja almennt mótfallna einhliða viðskiptahindrunum og vilji að viðskiptadeilur séu leystar af raunsæi í samningum.Eins og staðan er núna hafa ríkin tvö lagt tolla á vörur frá hvort öðru upp á 34 milljarðaVísir/Getty„En það krefst þess að viðeigandi aðilar mætist á miðri leið. Allur einhliða þrýstingur er til einskis og fólk ætti ekki að gera sér neinar grillur með annað. Þegar farið er illa með lögmæta hagsmuni Kína mun Kína að sjálfsögðu slá frá sér með nauðsynlegum aðgerðum,” segir Lu. Eins og staðan er núna hafa ríkin tvö lagt tolla á vörur frá hvort öðru upp á 34 milljarða dollara eða um 3.600 milljarða íslenskra króna. Trump Bandaríkjaforseti hefur síðan hótað að leggja tolla á allar innfluttar vörur frá Kína að verðmæti um 500 milljarða dollara á ári, eða 52.500 milljarða króna. Kínverjar hafa meðal annars lagt 25 prósenta toll á bíla og ýmsar landbúnaðarafurðir frá Bandaríkjunum sem munu hafa mikil áhrif í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna þar sem Trump naut mikils stuðnings í forsetakosningunum. Evrópusambandið, Kanada og Mexíkó hafa einnig brugðist við hækkun tolla í Bandaríkjunum á innfluttar vörur frá þeim. Frekari viðbrögð eru í undirbúningi innan Evrópusambandsins. Dan Pruzin talsmaður Alþjóðaviðskiptamálastofnunarinnar varar við afleiðingunum af vaxandi verndaraðgerðum stórveldanna og hvetur þau til samninga. „Afleiðingar þessarra aðgerða eru nú þegar farnar að segja til sín. Fyrirtæki eru hikandi í fjárfestingum, það er vaxandi skjálfti á mörkuðum og verð á sumum vörum fer hækkandi. Ef þetta ástand magnast mun það aðeins leiða til enn meiri áhrifa sem munu bitna á störfum fólks og vexti þeirra ríkja sem hlut eiga að máli og senda skjálfta í gegnum allt efnahagslíf heimsins,” segir Dan Pruzin.
Donald Trump Efnahagsmál Tengdar fréttir Vara Bandaríkin við viðskiptastríði Steven Mnuchin fjármálaráðherra Bandaríkjanna var harðlega gagnrýndur af fjármálaráðherrum annarra G7 ríkja í gær. 3. júní 2018 08:30 Fyrstu skotunum í viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína hleypt af Hætta er á að viðskiptastríð Trump Bandaríkjaforseta og Kína harðni enn á næstunni. 6. júlí 2018 10:15 Stærstu viðskiptasamtök Bandaríkjanna gagnrýna tollastefnu Trump Viðskiptaráð Bandaríkjanna fylgir Repúblikanaflokknum yfirleitt að málum en hefur nú hafið herferð gegn verndartollum forsetans. 2. júlí 2018 10:20 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Vara Bandaríkin við viðskiptastríði Steven Mnuchin fjármálaráðherra Bandaríkjanna var harðlega gagnrýndur af fjármálaráðherrum annarra G7 ríkja í gær. 3. júní 2018 08:30
Fyrstu skotunum í viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína hleypt af Hætta er á að viðskiptastríð Trump Bandaríkjaforseta og Kína harðni enn á næstunni. 6. júlí 2018 10:15
Stærstu viðskiptasamtök Bandaríkjanna gagnrýna tollastefnu Trump Viðskiptaráð Bandaríkjanna fylgir Repúblikanaflokknum yfirleitt að málum en hefur nú hafið herferð gegn verndartollum forsetans. 2. júlí 2018 10:20