Enski boltinn

Middlesbrough hefur áhuga á Grétari

NordicPhotos/GettyImages
Sky Sports greinir frá því í dag að enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough sé að undirbúa tilboð í íslenska landsliðsmanninn Grétar Rafn Steinsson hjá AZ Alkmaar í Hollandi. Sagt er að enska félagið hafi þegar gert fyrirspurn í leikmanninn og segir umboðsmaður Grétars að hann hafi mikinn áhuga á enska boltanum. Talið er að kaupvirðið yrði um 4 milljónir punda ef af kaupunum yrði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×