Rakningarappið ekki valdið straumhvörfum í smitrakningu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. maí 2020 11:21 Gestur Pálmason ræddi við MIT Technology Review. Vísir/Vilhelm Gestur Pálmason, sem var einn af meðlimum smitrakningarteymis almavannavarna, telur að þó að smitrakningarappið Rakning C-19 hafi reynst gagnlegt í nokkrum tilfellum hafi það ekki valdið straumhvörfum í starfi teymisins við það að rekja smit hér á landi. Þetta kemur fram í umfjöllun MIT Technology Review, tímarits í eigu MIT-háskólans í Bandaríkjunum. Tímaritið hefur fylgst náið með þróun smitrakningarforrita víða um heim og hefur það meðal annars útbúið gagnagrunn fyrir slík forrit, þar sem íslenska forritið fær fimm stjörnur af fimm mögulegum. Áhrifin takmörkuð samanborið við hefðbundnari leiðir Í umfjöllun tímaritsins kemur fram að hvergi hafi hærri prósenta landsmanna náð í smitrakningarforrit en hér á landi, 38 prósent. Rætt er við Gest þar sem haft er eftir honum að þrátt fyrir að fjöldi manns hafi náð í forritið hafi áhrif þess verið takmörkuð, miðað við hefðbundnari leðiir á borð við símtöl og annað slíkt. „Tæknin er meira og minna...ég myndi ekki segja gagnslaus,“ sagði Gestur, sem var eitt sinn í sérsveit ríkislögreglustjóra en hann var kallaður inn í smitrakningarteymið skömmu eftir að það var sett á laggirnar. „En það er samþættingin sem nær árangri. Ég myndi segja að forritið hafi reynst gagnlegt í nokkrum tilvikum en það hefur ekki valdið straumhvörfum fyrir okkur,“ sagði Gestur. Þá telur hann að víða séu áhrif tækninnar töluð upp af þeim sem telji að hægt sé að finna tæknilegar lausnir við faraldrinum. „Það er kannski skiljanlegt vegna þess að forrit er eitthvað sem þú getur keypt. Ég skýri samt út fyrir öllum að hefðbundin rakning er ekki síður mikilvæg,“ sagði Gestur. Rétt er að halda því til haga að Landlæknir hefur bent á að forritið geti skipt sköpum á seinni stigum faraldursins, eins og nú þegar slakað hefur verið á samkomutakmörkunum. Þá muni fólk kannski síður hvar það hafi verið og því geti verið gagnlegt að hafa upplýsingar um það með hjálp forritsins, komi til smits. Í umfjöllun MIT er einnig tæpt á þeim árangri sem Ísland hefur náð í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum og rekur Gestur árangurinn til þess þess á landi hafi allir reynst samvinnuþýðir gagnvart aðgerðum stjórnvalda. „Það er búið að setja reglur og við getum sektað en við höfum varla þurft að nota það. Við setjum traust okkar á það að borgararnir fylgi þeim viðmiðum sem sett eru fram, og að mínu mati hefur það virkað frábærlega,“ er haft eftir Gesti. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Gestur Pálmason, sem var einn af meðlimum smitrakningarteymis almavannavarna, telur að þó að smitrakningarappið Rakning C-19 hafi reynst gagnlegt í nokkrum tilfellum hafi það ekki valdið straumhvörfum í starfi teymisins við það að rekja smit hér á landi. Þetta kemur fram í umfjöllun MIT Technology Review, tímarits í eigu MIT-háskólans í Bandaríkjunum. Tímaritið hefur fylgst náið með þróun smitrakningarforrita víða um heim og hefur það meðal annars útbúið gagnagrunn fyrir slík forrit, þar sem íslenska forritið fær fimm stjörnur af fimm mögulegum. Áhrifin takmörkuð samanborið við hefðbundnari leiðir Í umfjöllun tímaritsins kemur fram að hvergi hafi hærri prósenta landsmanna náð í smitrakningarforrit en hér á landi, 38 prósent. Rætt er við Gest þar sem haft er eftir honum að þrátt fyrir að fjöldi manns hafi náð í forritið hafi áhrif þess verið takmörkuð, miðað við hefðbundnari leðiir á borð við símtöl og annað slíkt. „Tæknin er meira og minna...ég myndi ekki segja gagnslaus,“ sagði Gestur, sem var eitt sinn í sérsveit ríkislögreglustjóra en hann var kallaður inn í smitrakningarteymið skömmu eftir að það var sett á laggirnar. „En það er samþættingin sem nær árangri. Ég myndi segja að forritið hafi reynst gagnlegt í nokkrum tilvikum en það hefur ekki valdið straumhvörfum fyrir okkur,“ sagði Gestur. Þá telur hann að víða séu áhrif tækninnar töluð upp af þeim sem telji að hægt sé að finna tæknilegar lausnir við faraldrinum. „Það er kannski skiljanlegt vegna þess að forrit er eitthvað sem þú getur keypt. Ég skýri samt út fyrir öllum að hefðbundin rakning er ekki síður mikilvæg,“ sagði Gestur. Rétt er að halda því til haga að Landlæknir hefur bent á að forritið geti skipt sköpum á seinni stigum faraldursins, eins og nú þegar slakað hefur verið á samkomutakmörkunum. Þá muni fólk kannski síður hvar það hafi verið og því geti verið gagnlegt að hafa upplýsingar um það með hjálp forritsins, komi til smits. Í umfjöllun MIT er einnig tæpt á þeim árangri sem Ísland hefur náð í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum og rekur Gestur árangurinn til þess þess á landi hafi allir reynst samvinnuþýðir gagnvart aðgerðum stjórnvalda. „Það er búið að setja reglur og við getum sektað en við höfum varla þurft að nota það. Við setjum traust okkar á það að borgararnir fylgi þeim viðmiðum sem sett eru fram, og að mínu mati hefur það virkað frábærlega,“ er haft eftir Gesti.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent