Íslenski boltinn

Hættur við að hætta og leikur með HK í sumar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hörður lék alla deildarleiki HK á síðasta tímabili nema einn.
Hörður lék alla deildarleiki HK á síðasta tímabili nema einn. vísir/bára

Hörður Árnason er hættur við að hætta og mun leika með HK í Pepsi Max-deild karla í sumar. Hann hefur samið við félagið út tímabilið.

Hörður lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil vegna anna í vinnu. Honum hefur nú snúist hugur og tekur slaginn með HK í sumar.

Hann lék 21 af 22 leikjum HK í Pepsi Max-deildinni á síðasta tímabili. HK-ingar enduðu í 9. sæti deildarinnar.

Hörður er uppalinn hjá HK en lék með Stjörnunni á árunum 2011-18. Hann varð Íslandsmeistari með Garðabæjarliðinu 2014.

Hörður hefur leikið 169 leiki í efstu deild og skorað eitt mark. Hann hefur leikið einn A-landsleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×