Rússland við það að taka fram úr Spáni í fjölda smitaðra Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2020 13:39 Frá sérstöku Covid-19 sjúkrahúsi sem reist var í Moskvu. EPA/SERGEI CHIRIKOV Smituðum hefur fjölgað um 11.656 á milli daga í Rússlandi og í heildina hafa 221.344 greinst með Covid-19. Með því færist Rússland í þriðja sæti ríkja þar sem flest smit hafa greinst. Á Spáni hafa minnst 224.350 smitast, svo vitað sé, og í Bandaríkjunum hafa minnst 1.329.799 smittast. Útlit er þó fyrir að Rússar taki fram úr Spánverjum, miðað við það að fjölgun smita í Rússlandi er hærri en þar. Hún er í raun hvergi hærri nema í Bandaríkjunum, samkvæmt Moscow Times. Smituðum hefur fjölgað um meira en tíu þúsund á dag í rúma viku núna. Að miklu leyti má rekja það til mikillar aukningar í skimun í Rússlandi. Samkvæmt opinberum tölum hefur 39.801 jafnað sig af veirunni í Rússlandi og 2.009 hafa dáið. Það er tiltölulega lág tala, miðað við ríki þar sem sambærilegur fjöldi smita hafa greinst eins og á Spáni, þar sem 26.621 hefur dáið, og á Bretlandi, þar sem 31.930 hafa dáið, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum. TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir langflesta þeirra sem dóu á milli daga vera frá Moskvu. Sömu sögu sé að segja af fjölda smitaðra. Til að mynda greindust 6.169 af nýju smitunum 1.656 í borginni. Rússar héldu upp á sigur í seinni heimsstyrjöldinni um helgina en minnst 376 nemendur herskóla sem áttu að taka þátt í hátíðarhöldunum hafa greinst með Covid-19. Svo virðist sem að þeir hafi smitast á æfingum fyrir skrúðgöngu sem átti að fara fram en var felld niður vegna faraldursins. Moscow Times vitnar í rannsóknarmiðilinn Proekt (á rússnesku) en blaðamenn þess miðils uppgötvuðu útbreiðslu veirunnar á meðal nemendanna. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Fleiri fréttir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Sjá meira
Smituðum hefur fjölgað um 11.656 á milli daga í Rússlandi og í heildina hafa 221.344 greinst með Covid-19. Með því færist Rússland í þriðja sæti ríkja þar sem flest smit hafa greinst. Á Spáni hafa minnst 224.350 smitast, svo vitað sé, og í Bandaríkjunum hafa minnst 1.329.799 smittast. Útlit er þó fyrir að Rússar taki fram úr Spánverjum, miðað við það að fjölgun smita í Rússlandi er hærri en þar. Hún er í raun hvergi hærri nema í Bandaríkjunum, samkvæmt Moscow Times. Smituðum hefur fjölgað um meira en tíu þúsund á dag í rúma viku núna. Að miklu leyti má rekja það til mikillar aukningar í skimun í Rússlandi. Samkvæmt opinberum tölum hefur 39.801 jafnað sig af veirunni í Rússlandi og 2.009 hafa dáið. Það er tiltölulega lág tala, miðað við ríki þar sem sambærilegur fjöldi smita hafa greinst eins og á Spáni, þar sem 26.621 hefur dáið, og á Bretlandi, þar sem 31.930 hafa dáið, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum. TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir langflesta þeirra sem dóu á milli daga vera frá Moskvu. Sömu sögu sé að segja af fjölda smitaðra. Til að mynda greindust 6.169 af nýju smitunum 1.656 í borginni. Rússar héldu upp á sigur í seinni heimsstyrjöldinni um helgina en minnst 376 nemendur herskóla sem áttu að taka þátt í hátíðarhöldunum hafa greinst með Covid-19. Svo virðist sem að þeir hafi smitast á æfingum fyrir skrúðgöngu sem átti að fara fram en var felld niður vegna faraldursins. Moscow Times vitnar í rannsóknarmiðilinn Proekt (á rússnesku) en blaðamenn þess miðils uppgötvuðu útbreiðslu veirunnar á meðal nemendanna.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Fleiri fréttir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Sjá meira