Erlent

Minnst 19 dánir eftir að skip varð fyrir eldflaug vegna mistaka

Samúel Karl Ólason skrifar
Slysið varð skammt frá höfninni í Jask í suðurhluta Íran.
Slysið varð skammt frá höfninni í Jask í suðurhluta Íran. Vísir/getty

Minnst nítján íranskir sjóliðar dóu þegar skip þeirra sökk vegna slyss við æfingar á Ómanflóa í gærkvöldi. Herskipið Konarak varð fyrir eldflaug frá öðru írönsku skipi, freigátunni Jamaran, sem skaut eldflauginni fyrir slysni. Fimmtán eru særðir.

BBC vitnar í ríkisútvarp Íran og segir að Konarak hafi verið notað til að flytja skotmörk og stjórnendur þess hafi ekki siglt nógu langt frá einu slíku. Því hafi skipið orðið fyrir eldflaug og sokkið.

AFP fréttaveitan segir að Konarak hafi verið smíðað í Hollandi og það hafi verið keypt af yfirvöldum Íran, fyrir byltinguna þar í landi árið 1979.

Mikil spenna er á svæðinu og er til að mynda skammt síðan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist hafa gefið þá skipun að bandarískir sjóliðar sökkvi írönskum bátum og skipum ef þeim sé siglt of nærri bandarískum herskipum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×