Erlent

Pútín sakar ÖSE um að ganga erinda Bandaríkjamanna

MYND/AP

Vladímír Pútín Rússlandsforseti segir Bandaríkjamenn reyna að grafa undan þingkosningum í Rússlandi um næstu helgi með því að þrýsta á vestræna kosningaeftirlitsmenn að sniðganga kosningarnar.

Fram hefur komið í fréttum að Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, hyggist ekki senda kosningaeftilitsmenn til Rússlands um næstu helgi þar sem eftirlitsmönnum var meinað um vegabréfsáritun. Þá vildu rússnesk stjórnvöld takmarka fjölda eftirlitsmanna og sömuleiðis starfstíma þeirra.

Nú hefur Pútín brugðist við þessari ákvörðun ÖSE og sakað stofnunina um að ganga erinda Bandaríkjamanna. Þessu hafnar Urður Gunnarsdóttir, talsmaður kosningaeftirlits ÖSE, í samtali við Breska ríkisútvarpið og segir stofnunina ekki reyna að hafa áhrif á kosningarnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×