Erlent

Stálu dauðri kanínu

Friðrik Indriðason skrifar
Þessi er sprelllifandi og hefði varla látið göturæningja grípa sig.
Þessi er sprelllifandi og hefði varla látið göturæningja grípa sig. Mynd/ GVA
Göturæningjar sem hrifsuðu handtösku af rúmlega fertugri konu í Ástralíu höfðu ekkert annað en dauða kanínu upp úr krafsinu. Konan stóð ásamt ungri dóttur sinni á lestarstöð í bænum Baden og var á leið með kanínuna, uppáhaldsgæludýr dótturinnar í dýrakirkjugarð. Konan segir að þessir náungar hafi sparað henni ferðina en dóttur sinni sagði hún að tveir englar hefðu komið og tekið kanínuna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×