"Við breytum ekki vatni í vín" Eyþór Atli Einarsson skrifar 26. júlí 2013 21:40 Mynd/Ernir „Það er engin spurning að það eru mikil vonbrigði að detta út úr bikarnum.“ sagði Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar eftir tap sinna kvenna í Borgunarbikarnum í kvöld. „Ég vil engu að síður óska Þór/KA til hamingju. Mér fannst við engu að síður taka leikinn yfir í síðari hálfleik. Frá sextugustu mínútu fannst mér við vera að fara að taka þetta.“ sagði Láki, en þeirra helsti markaskorari Harpa Þorsteinsdóttir var í leikbanni í dag. Megan Lindsey nýr leikmaður Stjörnunnar kom inn í liðið í stað Hörpu. „Við söknuðum klárlega Hörpu, það er ekki hægt að neita því. Við vorum svona hálf framherjalausar og sköpuðum okkur ekki mikið af færum. Harpa er búin að skora og búa til mikið af mörkum. Við breytum ekki vatni í vín.“ „Hún(Megan) er ekki tilbúin í meira. Hefur ekki spilað lengi og mun hjálpa okkur þegar líður á mótið.“ Þorlákur var ekki sáttur með sína leikmenn sem spiluðu, eða spiluðu ekki, á Evrópumótinu og taldi að þeir sem eftir voru á Íslandi væru í betra standi en þeir sem út fóru. „Við erum frekar ryðgaðar eftir fríið. Við spiluðum einhverja æfingaleiki en við erum með fimm leikmenn í Svíþjóð og þrír af þeim sátu á rassgatinu allan tímann og hinir tveir voru ekki byrjunarliðsmenn þannig séð. Það er stór biti. fimm af ellefu.“ Ég segi ekki allar séu þær í verra standi en þetta er á ábyrgð leikmanna. Það að fara á úrslitakeppni EM og koma í verra formi heim er til háborinnar skammar. Það er engin spurning að þeir sem eru búnir að vera að æfa hérna á fullu eru í fínu standi.“ „Það tapa öll lið leikjum. Við þurfum að vera andskoti lélegar til þess að tapa leikjum og við sýndum það hérna í dag. Við förum í alla leiki til að vinna þá. Mér fannst Þór/KA eiga þetta skilið. Við bara fundum engar lausnir í dag.“ sagði Þorlákur vonsvikinn að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Þór/KA 0-1 | Skalli Söndru sá um Stjörnuna Sandra María Jessen skoraði eina mark Þórs/KA sem vann 1-0 útisigur á Stjörnunni í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu í kvöld. 26. júlí 2013 12:28 Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Þetta var sársaukafullt“ Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
„Það er engin spurning að það eru mikil vonbrigði að detta út úr bikarnum.“ sagði Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar eftir tap sinna kvenna í Borgunarbikarnum í kvöld. „Ég vil engu að síður óska Þór/KA til hamingju. Mér fannst við engu að síður taka leikinn yfir í síðari hálfleik. Frá sextugustu mínútu fannst mér við vera að fara að taka þetta.“ sagði Láki, en þeirra helsti markaskorari Harpa Þorsteinsdóttir var í leikbanni í dag. Megan Lindsey nýr leikmaður Stjörnunnar kom inn í liðið í stað Hörpu. „Við söknuðum klárlega Hörpu, það er ekki hægt að neita því. Við vorum svona hálf framherjalausar og sköpuðum okkur ekki mikið af færum. Harpa er búin að skora og búa til mikið af mörkum. Við breytum ekki vatni í vín.“ „Hún(Megan) er ekki tilbúin í meira. Hefur ekki spilað lengi og mun hjálpa okkur þegar líður á mótið.“ Þorlákur var ekki sáttur með sína leikmenn sem spiluðu, eða spiluðu ekki, á Evrópumótinu og taldi að þeir sem eftir voru á Íslandi væru í betra standi en þeir sem út fóru. „Við erum frekar ryðgaðar eftir fríið. Við spiluðum einhverja æfingaleiki en við erum með fimm leikmenn í Svíþjóð og þrír af þeim sátu á rassgatinu allan tímann og hinir tveir voru ekki byrjunarliðsmenn þannig séð. Það er stór biti. fimm af ellefu.“ Ég segi ekki allar séu þær í verra standi en þetta er á ábyrgð leikmanna. Það að fara á úrslitakeppni EM og koma í verra formi heim er til háborinnar skammar. Það er engin spurning að þeir sem eru búnir að vera að æfa hérna á fullu eru í fínu standi.“ „Það tapa öll lið leikjum. Við þurfum að vera andskoti lélegar til þess að tapa leikjum og við sýndum það hérna í dag. Við förum í alla leiki til að vinna þá. Mér fannst Þór/KA eiga þetta skilið. Við bara fundum engar lausnir í dag.“ sagði Þorlákur vonsvikinn að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Þór/KA 0-1 | Skalli Söndru sá um Stjörnuna Sandra María Jessen skoraði eina mark Þórs/KA sem vann 1-0 útisigur á Stjörnunni í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu í kvöld. 26. júlí 2013 12:28 Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Þetta var sársaukafullt“ Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Þór/KA 0-1 | Skalli Söndru sá um Stjörnuna Sandra María Jessen skoraði eina mark Þórs/KA sem vann 1-0 útisigur á Stjörnunni í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu í kvöld. 26. júlí 2013 12:28