Erlent

Notuðu Voodoo til að ná valdi á börnum

Lögreglan í Hollandi hefur upprætt glæpahring sem grunaður er um að hafa staðið að smygli á börnum frá Nígeríu til Evrópu þar sem þau voru seld í kynlífsþrælkun.

Talið er að glæpamennirnir hafi nýtt sér Voodoo trúnna til þess að ná valdi yfir börnunum og er óttast að hundruð nígerískra barna hafi orðið hópnum að bráð.

Að minnsta kosti nítján voru handteknir vegna málsins í Hollandi og í fimm öðrum löndum, þar á meðal í bandaríkjunum og Bretlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×