Trump segir morðið á skokkaranum unga óhugnanlegt Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. maí 2020 23:23 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Ahmaud Arbery. Samsett/getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segir morðið á Ahmaud Arbery, svörtum manni sem skotinn var til bana er hann var úti að hlaupa í Georgíríki í febrúar, „óhugnanlegt“. Þá kvaðst hann treysta þeim yfirvöldum sem fara nú með málið. Saksóknarar í Georgíu ákærðu í dag feðgana Gregory McMichael og Travis McMichael fyrir morðið á Arbery. Haft hefur verið eftir feðgunum í lögregluskýrslu að Arbery, sem var úti að hlaupa umræddan dag í febrúar, hafi svipað til manns sem grunaður var um aðild að innbrotum á svæðinu. Feðgarnir hafi því ákveðið að vopnbúast, stíga upp í bíl og veita Arbery eftirför. Eftirförinni lauk með því að Arbery var skotinn til bana. Hann var óvopnaður. Feðgarnir báru fyrir sig lögum um borgaralega handtöku og sjálfsvörn og voru hvorki handteknir né ákærðir fyrir aðild að málinu. Myndband, sem sagt er af atvikinu, var loks birt á netinu á þriðjudag. Mikil reiði braust út í Georgíu og víðar í Bandaríkjunum - og í kjölfarið fóru hjólin að snúast hjá yfirvöldum. Embætti ríkislögreglustjóra í Georgíu tók yfir rannsókn málsins og McMichael-feðgarnir voru handteknir. Trump ræddi málið í sjónvarpsþættinum Fox and Friends í dag og kallaði það „óhugnanlegt“. Þá kvaðst hann fullviss um að yfirvöld færu rétt með rannsókn málsins og sendi fjölskyldu Arbery jafnframt samúðarkveðjur. „Ég skoðaði mynd af þessum unga manni. Hann var í smóking. […] Hann lítur út fyrir að vera mjög góður, ungur maður,“ sagði Trump. Þá kvaðst hann hafa horft á myndbandið sem sagt er sýna morðið á Arbery og lýsti því einnig sem „óhugnanlegu“. Inntur eftir viðbrögðum við því að gjörðir feðganna væru ef til vill byggðar á kynþáttafordómum sagði Trump: „Það að réttlætinu verði framfylgt leysir þann vanda. Aftur, þetta er í höndum ríkisstjórans og ég er viss um að hann breyti rétt. Þetta gæti verið eitthvað sem við sáum ekki á myndbandinu.“ Arbery hefði fagnað 26 ára afmæli sínu í dag, hefði hann lifað. Efnt hefur verið til fjöldafunda vegna málsins í Georgíuríki og Flórída í dag. Þá hefur myllumerkinu #IRunWithMaud, eða #ÉgHleypMeðMaud verið hleypt af stokkunum, þar sem skokkarar um allan heim eru hvattir til að hlaupa 2,23 mílur, eða um 3,6 kílómetra, í minningu um dánardag Arberys, 23. febrúar. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Feðgar sem skutu óvopnaðan skokkara handteknir Saksóknarar í Georgíu hafa ákært feðga sem sakaðir eru um að hafa skotið óvopnaðan svartan mann í febrúar fyrir morð. 8. maí 2020 10:49 Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:15 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir morðið á Ahmaud Arbery, svörtum manni sem skotinn var til bana er hann var úti að hlaupa í Georgíríki í febrúar, „óhugnanlegt“. Þá kvaðst hann treysta þeim yfirvöldum sem fara nú með málið. Saksóknarar í Georgíu ákærðu í dag feðgana Gregory McMichael og Travis McMichael fyrir morðið á Arbery. Haft hefur verið eftir feðgunum í lögregluskýrslu að Arbery, sem var úti að hlaupa umræddan dag í febrúar, hafi svipað til manns sem grunaður var um aðild að innbrotum á svæðinu. Feðgarnir hafi því ákveðið að vopnbúast, stíga upp í bíl og veita Arbery eftirför. Eftirförinni lauk með því að Arbery var skotinn til bana. Hann var óvopnaður. Feðgarnir báru fyrir sig lögum um borgaralega handtöku og sjálfsvörn og voru hvorki handteknir né ákærðir fyrir aðild að málinu. Myndband, sem sagt er af atvikinu, var loks birt á netinu á þriðjudag. Mikil reiði braust út í Georgíu og víðar í Bandaríkjunum - og í kjölfarið fóru hjólin að snúast hjá yfirvöldum. Embætti ríkislögreglustjóra í Georgíu tók yfir rannsókn málsins og McMichael-feðgarnir voru handteknir. Trump ræddi málið í sjónvarpsþættinum Fox and Friends í dag og kallaði það „óhugnanlegt“. Þá kvaðst hann fullviss um að yfirvöld færu rétt með rannsókn málsins og sendi fjölskyldu Arbery jafnframt samúðarkveðjur. „Ég skoðaði mynd af þessum unga manni. Hann var í smóking. […] Hann lítur út fyrir að vera mjög góður, ungur maður,“ sagði Trump. Þá kvaðst hann hafa horft á myndbandið sem sagt er sýna morðið á Arbery og lýsti því einnig sem „óhugnanlegu“. Inntur eftir viðbrögðum við því að gjörðir feðganna væru ef til vill byggðar á kynþáttafordómum sagði Trump: „Það að réttlætinu verði framfylgt leysir þann vanda. Aftur, þetta er í höndum ríkisstjórans og ég er viss um að hann breyti rétt. Þetta gæti verið eitthvað sem við sáum ekki á myndbandinu.“ Arbery hefði fagnað 26 ára afmæli sínu í dag, hefði hann lifað. Efnt hefur verið til fjöldafunda vegna málsins í Georgíuríki og Flórída í dag. Þá hefur myllumerkinu #IRunWithMaud, eða #ÉgHleypMeðMaud verið hleypt af stokkunum, þar sem skokkarar um allan heim eru hvattir til að hlaupa 2,23 mílur, eða um 3,6 kílómetra, í minningu um dánardag Arberys, 23. febrúar.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Feðgar sem skutu óvopnaðan skokkara handteknir Saksóknarar í Georgíu hafa ákært feðga sem sakaðir eru um að hafa skotið óvopnaðan svartan mann í febrúar fyrir morð. 8. maí 2020 10:49 Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:15 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sjá meira
Feðgar sem skutu óvopnaðan skokkara handteknir Saksóknarar í Georgíu hafa ákært feðga sem sakaðir eru um að hafa skotið óvopnaðan svartan mann í febrúar fyrir morð. 8. maí 2020 10:49
Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:15