Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. maí 2020 23:16 Skjáskot úr myndbandinu sem tekið var nokkrum mínútum áður en feðgarnir á pallbílnum skutu Ahmaud Arbery til bana. Vísir/AP Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. Myndband sem sagt er sýna aðdraganda andláts mannsins var birt á netinu í gær. Joe Biden, líklegasta forsetaefni Demókrataflokksins fyrir komandi kosningar, er á meðal þeirra sem krafist hafa réttlátrar meðferðar á máli mannsins fyrir dómstólum. Maðurinn hét Ahmaud Arbery og var 25 ára. Hann var úti að skokka í bænum Brunswick í Georgíuríki í febrúar þegar kom aðvífandi fyrrverandi lögregluþjónn að nafni Gregory McMichael. Með í för var sonur þess síðarnefnda, Travis. Þeir eru báðir hvítir. Óvopnaður úti að hlaupa Haft er eftir McMichael í lögregluskýrslu að Arbery hafi svipað til manns sem grunaður var um aðild að innbrotum á svæðinu. Feðgarnir ákváðu því að vopnbúast, stigu upp í bíl og óku í humátt á eftir Arbery. McMichael heldur því fram að þeir feðgar hafi beðið Arbery um að ræða við sig en hann þá ráðist á Travis. Þá hafi skotum verið hleypt af. Móðir Arberys segir að lögregla hafi tjáð henni að sonur hennar hafi átt aðild að innbroti áður en hann var skotinn til bana. Hún heldur því hins vegar fram að Arbery hafi ekki verið viðriðinn neitt glæpsamlegt. Þá var hann auk þess óvopnaður þar sem hann skokkaði umræddan dag. Arbery var þekktur í hverfinu fyrir að vera ötull skokkari en nágranni lýsir því í samtali við Guardian að hún hafi fylgst með honum hlaupa sömu leiðina á nær hverjum degi. Líkt og áður segir var myndband af atvikinu birt á netinu í gær. Í því sést maður, sem sagður er Arbery, hlaupa eftir vegi og mætir svo pallbíl, sem feðgarnir eru sagðir hafa ekið. Maðurinn hleypur fram hjá bílnum en sést svo í átökum við annan mann sem heldur á byssu. Loks heyrist hleypt af skotum. Guardian birtir hluta úr myndbandinu á vef sínum. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Rétt er að vara lesendur við efni þess. Héraðssaksóknari í Georgíu úrskurðaði í gær að það skyldi fært í hendur ákærudómstóls hvort ákæra yrði gefin út í málinu. Áður hafði saksóknari í Brunswick úrskurðað að ekki væri tilefni til að handtaka McMichael-feðgana. Þeir hafa hvorki verið handteknir né ákærðir fyrir aðild að málinu. Mikil reiði greip um sig í Bandaríkjunum, einkum í Georgíuríki, vegna málsins, sem þykir enn eitt dæmið um tilhæfulaust ofbeldi í garð svartra Bandaríkjamanna. Efnt var til fjöldamótmæla í Brunswick í gærkvöldi þar sem þess var krafist að fjölskylda Arbery hlyti réttláta málsmeðferð. Joe Biden, sem þykir líklegasta forsetaefni Demókrataflokksins í komandi kosningum, tók í sama streng í færslu á Twitter-reikningi sínum í gær. „Myndbandið er skýrt: Ahmaud Arbery var myrtur. Ég finn til með fjölskyldu hans, sem á skilið réttlæti og það strax. Það þarf að hrinda af stað snarlegri, ítarlegri og opinskárri rannsókn á morði hans,“ skrifaði Biden. The video is clear: Ahmaud Arbery was killed in cold blood. My heart goes out to his family, who deserve justice and deserve it now. It is time for a swift, full, and transparent investigation into his murder. https://t.co/alvY5WjdHx— Joe Biden (@JoeBiden) May 6, 2020 Bandaríkin Drápið á Ahmaud Arbery Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. Myndband sem sagt er sýna aðdraganda andláts mannsins var birt á netinu í gær. Joe Biden, líklegasta forsetaefni Demókrataflokksins fyrir komandi kosningar, er á meðal þeirra sem krafist hafa réttlátrar meðferðar á máli mannsins fyrir dómstólum. Maðurinn hét Ahmaud Arbery og var 25 ára. Hann var úti að skokka í bænum Brunswick í Georgíuríki í febrúar þegar kom aðvífandi fyrrverandi lögregluþjónn að nafni Gregory McMichael. Með í för var sonur þess síðarnefnda, Travis. Þeir eru báðir hvítir. Óvopnaður úti að hlaupa Haft er eftir McMichael í lögregluskýrslu að Arbery hafi svipað til manns sem grunaður var um aðild að innbrotum á svæðinu. Feðgarnir ákváðu því að vopnbúast, stigu upp í bíl og óku í humátt á eftir Arbery. McMichael heldur því fram að þeir feðgar hafi beðið Arbery um að ræða við sig en hann þá ráðist á Travis. Þá hafi skotum verið hleypt af. Móðir Arberys segir að lögregla hafi tjáð henni að sonur hennar hafi átt aðild að innbroti áður en hann var skotinn til bana. Hún heldur því hins vegar fram að Arbery hafi ekki verið viðriðinn neitt glæpsamlegt. Þá var hann auk þess óvopnaður þar sem hann skokkaði umræddan dag. Arbery var þekktur í hverfinu fyrir að vera ötull skokkari en nágranni lýsir því í samtali við Guardian að hún hafi fylgst með honum hlaupa sömu leiðina á nær hverjum degi. Líkt og áður segir var myndband af atvikinu birt á netinu í gær. Í því sést maður, sem sagður er Arbery, hlaupa eftir vegi og mætir svo pallbíl, sem feðgarnir eru sagðir hafa ekið. Maðurinn hleypur fram hjá bílnum en sést svo í átökum við annan mann sem heldur á byssu. Loks heyrist hleypt af skotum. Guardian birtir hluta úr myndbandinu á vef sínum. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Rétt er að vara lesendur við efni þess. Héraðssaksóknari í Georgíu úrskurðaði í gær að það skyldi fært í hendur ákærudómstóls hvort ákæra yrði gefin út í málinu. Áður hafði saksóknari í Brunswick úrskurðað að ekki væri tilefni til að handtaka McMichael-feðgana. Þeir hafa hvorki verið handteknir né ákærðir fyrir aðild að málinu. Mikil reiði greip um sig í Bandaríkjunum, einkum í Georgíuríki, vegna málsins, sem þykir enn eitt dæmið um tilhæfulaust ofbeldi í garð svartra Bandaríkjamanna. Efnt var til fjöldamótmæla í Brunswick í gærkvöldi þar sem þess var krafist að fjölskylda Arbery hlyti réttláta málsmeðferð. Joe Biden, sem þykir líklegasta forsetaefni Demókrataflokksins í komandi kosningum, tók í sama streng í færslu á Twitter-reikningi sínum í gær. „Myndbandið er skýrt: Ahmaud Arbery var myrtur. Ég finn til með fjölskyldu hans, sem á skilið réttlæti og það strax. Það þarf að hrinda af stað snarlegri, ítarlegri og opinskárri rannsókn á morði hans,“ skrifaði Biden. The video is clear: Ahmaud Arbery was killed in cold blood. My heart goes out to his family, who deserve justice and deserve it now. It is time for a swift, full, and transparent investigation into his murder. https://t.co/alvY5WjdHx— Joe Biden (@JoeBiden) May 6, 2020
Bandaríkin Drápið á Ahmaud Arbery Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira