Íslenski boltinn

Bergsveinn hættur í fótbolta

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bergsveinn Ólafsson var fyrirliði Fjölnis.
Bergsveinn Ólafsson var fyrirliði Fjölnis. vísir/vilhelm

Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann staðfesti þetta nú undir kvöld.

Bergsveinn er fæddur og uppalinn hjá Fjölni en hann er 27 ára gamall. Hann skipti yfir til FH fyrir tímabilið 2016 þar sem hann lék næstu tvö árin og varð Íslandsmeistari með liðinu tímabilið 2016.

„Ég hef ákveðið að hætta í fótbolta sem hefur verið svo stór hluti af lífinu mínu öll þessi ár. Ástæðan fyrir því er að ástríðan mín gagnvart fótboltanum hefur minnkað töluvert á meðan hún hefur aukist verulega í öðru sem ég hef verið að taka mér fyrir hendur,“ sagði Bergsveinn.

Bergsveinn á 216 leiki í meistaraflokki, þar af hundrað í efstu deild. Í þeim leikjum skoraði hann níu mörk.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.