Erlent

Sex vikna ung­barn lést af völdum Co­vid-19 í Bret­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Staðfest kórónuveirusmit í Bretlandi eru nú rúmlega 200 þúsund.
Staðfest kórónuveirusmit í Bretlandi eru nú rúmlega 200 þúsund. Getty

Sex vikna gamalt ungbarn er í hópi þeirra sem létust af völdum Covid-19 í Bretlandi samkvæmt nýjustu tölum sem birtar voru í dag. Barnið er það yngsta í landinu sem látist hefur af völdum sjúkdómsins.

Ensk heilbrigðisyfirvöld greindu frá því í hádeginu að dauðsföllum af völdum sjúkdómsins hafi fjölgað um 332, og eru þau því nú 22.764 í Englandi.

Í frétt Sky News segir að sá elsti sem lést nú hafi verið 103 ára, en 22 af hinum 332 hafi ekki verið með neina þekkta undirliggjandi sjúkdóma.

Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi birta tölur daglega, en í þeim eru jafnan dauðsföll sem áttu sér stað eitthvað fyrr, þar sem verið er að bíða eftir niðurstöðu úr krufningu eða þá staðfestingar á að viðkomandi hafi raunverulega verið með Covid-19.

Staðfest kórónuveirusmit í Bretlandi eru nú rúmlega 200 þúsund.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×