Hlutverk markaðarins í Wuhan ekki ljóst samkvæmt WHO Samúel Karl Ólason skrifar 8. maí 2020 12:58 Frá markaði í Wuhan. AP/Ng Han Guan Tiltekinn markaður í Wuhan í Kína spilaði einhverja rullu í upphafi heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar (Sars-CoV-2) í fyrra. Ekki liggur þó fyrir hvort veiran hafi færst úr dýrum yfir í menn þar eða hafi áður stökkbreyst svo hún gæti smitað menn þegar hún barst þangað. Þetta segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) og ítreka starfsmenn hennar að frekari rannsókna sé þörf. Meðal annars voru lifandi og dauð dýr keypt og seld til manneldis á þessum markaði. Honum var þó lokað í janúar og settu yfirvöld Kína tímabundið bann á sölu lifandi villtra dýra. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur haldið því fram að vísbendingar bendi til þess að veiran hafi komið frá rannsóknarstofu í Wuhan. Hann hefur þó sagt að það sé ekki fullvíst. Sérfræðingar hafa þó dregið það verulega í efa. Allt útlit er fyrir að veiran hafi þróast í náttúrunni. Á blaðamannafundi í Genf í dag sagði Dr. Peter Ben Embarek, sérfræðingur WHO, að það hefði tekið vísindamenn ár að uppgötva að svínaflensan svokallaða frá 2012 hefði borist í menn úr kameldýrum. Hann sagði ekki of seint að komast að hinu sanna og bætti við að það myndi hjálpa mikið ef hægt væri að finna sýni af veirunni, áður en hún stökkbreyttist. Embarek sagði einnig að veiran hefði komið frá leðurblökum en hún geti einnig smitað ketti og svo hunda en minni líkur eru á því. Hann sagði einnig nauðsynlegt að rannsaka þá dreifingu frekar svo hægt væri að koma í veg fyrir faraldur meðal annarra dýra, sem gætu svo smitað menn. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir WHO hafa gefið heimsbyggðinni nægan tíma til undirbúnings Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) segir að stofnunin hafi gefið heimsbyggðinni nægan tíma til að búa sig undir kórónuveirufaraldurinn. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert WHO að blóraböggli fyrir faraldrinum og sakað stofnunina um að hafa klúðrað viðbrögðum við honum. 1. maí 2020 21:16 Íhugar að beita Kína refsiaðgerðum fyrir kórónuveirufaraldurinn Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir ríkisstjórn landsins íhuga að beita Kína refsiaðgerðum fyrir að hafa valdið kórónuveirufaraldrinum. Hann sagði í gærkvöldi að hann hefði séð sönnunargögn sem bentu til þess að veiran hafi verið búin til á tilraunastofu í Wuhan. 1. maí 2020 11:39 Trump-stjórnin sögð grafa undan WHO á bak við tjöldin Bandaríkjastjórn hefur ekki aðeins stöðvað fjárframlög til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri heldur eru Donald Trump forseti og nánustu ráðgjafar hans sagðir grafa undan stofnuninni á nokkrum vígstöðvum á bak við tjöldin. Undirróðurinn er sagður geta veikt stofnunina til lengri tíma litið. 27. apríl 2020 13:17 Hafna óháðri rannsókn á uppruna kórónuveirunnar Kínversk stjórnvöld hafa þvertekið fyrir að ráðist verði í óháða rannsókn á uppruna kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. 25. apríl 2020 09:47 Banna katta- og hundaát vegna kórónuveirunnar Yfirvöld borgarinnar Shenzhen í Kína hafa bannað át hunda og katta. Það var gert til að sporna við sölu dýra en vísindamenn grunar að rætur nýju kórónuveirunnar megi rekja til dýramarkaðar Í borginni Wuhan. 2. apríl 2020 11:35 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Tiltekinn markaður í Wuhan í Kína spilaði einhverja rullu í upphafi heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar (Sars-CoV-2) í fyrra. Ekki liggur þó fyrir hvort veiran hafi færst úr dýrum yfir í menn þar eða hafi áður stökkbreyst svo hún gæti smitað menn þegar hún barst þangað. Þetta segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) og ítreka starfsmenn hennar að frekari rannsókna sé þörf. Meðal annars voru lifandi og dauð dýr keypt og seld til manneldis á þessum markaði. Honum var þó lokað í janúar og settu yfirvöld Kína tímabundið bann á sölu lifandi villtra dýra. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur haldið því fram að vísbendingar bendi til þess að veiran hafi komið frá rannsóknarstofu í Wuhan. Hann hefur þó sagt að það sé ekki fullvíst. Sérfræðingar hafa þó dregið það verulega í efa. Allt útlit er fyrir að veiran hafi þróast í náttúrunni. Á blaðamannafundi í Genf í dag sagði Dr. Peter Ben Embarek, sérfræðingur WHO, að það hefði tekið vísindamenn ár að uppgötva að svínaflensan svokallaða frá 2012 hefði borist í menn úr kameldýrum. Hann sagði ekki of seint að komast að hinu sanna og bætti við að það myndi hjálpa mikið ef hægt væri að finna sýni af veirunni, áður en hún stökkbreyttist. Embarek sagði einnig að veiran hefði komið frá leðurblökum en hún geti einnig smitað ketti og svo hunda en minni líkur eru á því. Hann sagði einnig nauðsynlegt að rannsaka þá dreifingu frekar svo hægt væri að koma í veg fyrir faraldur meðal annarra dýra, sem gætu svo smitað menn.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir WHO hafa gefið heimsbyggðinni nægan tíma til undirbúnings Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) segir að stofnunin hafi gefið heimsbyggðinni nægan tíma til að búa sig undir kórónuveirufaraldurinn. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert WHO að blóraböggli fyrir faraldrinum og sakað stofnunina um að hafa klúðrað viðbrögðum við honum. 1. maí 2020 21:16 Íhugar að beita Kína refsiaðgerðum fyrir kórónuveirufaraldurinn Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir ríkisstjórn landsins íhuga að beita Kína refsiaðgerðum fyrir að hafa valdið kórónuveirufaraldrinum. Hann sagði í gærkvöldi að hann hefði séð sönnunargögn sem bentu til þess að veiran hafi verið búin til á tilraunastofu í Wuhan. 1. maí 2020 11:39 Trump-stjórnin sögð grafa undan WHO á bak við tjöldin Bandaríkjastjórn hefur ekki aðeins stöðvað fjárframlög til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri heldur eru Donald Trump forseti og nánustu ráðgjafar hans sagðir grafa undan stofnuninni á nokkrum vígstöðvum á bak við tjöldin. Undirróðurinn er sagður geta veikt stofnunina til lengri tíma litið. 27. apríl 2020 13:17 Hafna óháðri rannsókn á uppruna kórónuveirunnar Kínversk stjórnvöld hafa þvertekið fyrir að ráðist verði í óháða rannsókn á uppruna kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. 25. apríl 2020 09:47 Banna katta- og hundaát vegna kórónuveirunnar Yfirvöld borgarinnar Shenzhen í Kína hafa bannað át hunda og katta. Það var gert til að sporna við sölu dýra en vísindamenn grunar að rætur nýju kórónuveirunnar megi rekja til dýramarkaðar Í borginni Wuhan. 2. apríl 2020 11:35 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Segir WHO hafa gefið heimsbyggðinni nægan tíma til undirbúnings Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) segir að stofnunin hafi gefið heimsbyggðinni nægan tíma til að búa sig undir kórónuveirufaraldurinn. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert WHO að blóraböggli fyrir faraldrinum og sakað stofnunina um að hafa klúðrað viðbrögðum við honum. 1. maí 2020 21:16
Íhugar að beita Kína refsiaðgerðum fyrir kórónuveirufaraldurinn Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir ríkisstjórn landsins íhuga að beita Kína refsiaðgerðum fyrir að hafa valdið kórónuveirufaraldrinum. Hann sagði í gærkvöldi að hann hefði séð sönnunargögn sem bentu til þess að veiran hafi verið búin til á tilraunastofu í Wuhan. 1. maí 2020 11:39
Trump-stjórnin sögð grafa undan WHO á bak við tjöldin Bandaríkjastjórn hefur ekki aðeins stöðvað fjárframlög til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri heldur eru Donald Trump forseti og nánustu ráðgjafar hans sagðir grafa undan stofnuninni á nokkrum vígstöðvum á bak við tjöldin. Undirróðurinn er sagður geta veikt stofnunina til lengri tíma litið. 27. apríl 2020 13:17
Hafna óháðri rannsókn á uppruna kórónuveirunnar Kínversk stjórnvöld hafa þvertekið fyrir að ráðist verði í óháða rannsókn á uppruna kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. 25. apríl 2020 09:47
Banna katta- og hundaát vegna kórónuveirunnar Yfirvöld borgarinnar Shenzhen í Kína hafa bannað át hunda og katta. Það var gert til að sporna við sölu dýra en vísindamenn grunar að rætur nýju kórónuveirunnar megi rekja til dýramarkaðar Í borginni Wuhan. 2. apríl 2020 11:35