Malala snýr aftur til Pakistan í fyrsta sinn eftir skotárásina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. mars 2018 23:33 Malala Yousafzai hefur barist fyrir réttindum kvenna af miklum krafti. Vísir/Getty Nóbelsverðlaunahafinn Malala Yousafzai sneri aftur til Pakistan í gær í fyrsta skipti frá því að vígamenn Talibana réðust á hana og særðu hana lífshættulega árið 2012. CNN greinir frá. Malala er nú tvítug en hún öðlaðist heimsfrægð eftir að hún var skotin í höfuðið á leið heim úr skóla af manni sem var andvígur því að stúlkur fengju að ganga í skóla. Hafði hún árum saman barist fyrir skólagöngu stúlkna í Pakistan og opinberlega gagnrýnt talibana sem fóru um skeið með völdin í Swat-dalnum í Pakistan þar sem hún bjó. Var hún aðeins ellefu ára gömul þegar hún byrjaði að skrifa blogg undir dulnefni þar sem hún lýsti lífinu undir stjórn talibana í Swat-dalnum. Eftir skotárásina var hún flutt til Birmingham í Englandi til aðhlynningar þar sem hún og fjölskylda hennar settust að. Þaðan hélt hún áfram baráttu sinni fyrir réttindum stúlkna til skólagöngu og hlaut hún friðarverðlaun Nóbels árið 2014, þá sautján ára gömul, yngst allra nóbelsverðlaunahafa. Malala hefur lengi talað fyrir því að snúa aftur til Pakistan og í gær sást hún á flugvellinum í Islamabad, höfuðborg Pakistan, ásamt foreldrum sínum, í fylgd öryggisvarða. Lítið hefur verið gefið upp um hvað Malala hyggst gera í Pakistan en fastlega er gert ráð fyrir því að hún muni funda með Shahid Khaqan Abbasi, forsætisráðherra Pakistan. Tengdar fréttir Malala Yousafzai tekur við Friðarverðlaunum Nóbels Pakistanska baráttukonan Malala Yousafzai mun í dag veita Friðarverðlaunum Nóbels viðtöku við hátíðlega athöfn í Osló. 10. desember 2014 09:23 Talibani skaut unga stúlku Talibani skaut 14 ára aðgerðarsinnaða stúlku í Pakistan í dag vegna skoðana hennar. Atvikið gæti markað tímamót og snúið almenningi gegn herskáum öfgamönnum. 9. október 2012 22:12 Malala fær inngöngu í Oxford Malala Yousafzai, yngsti einstaklingurinn til að hreppa friðarverðlaun Nóbels, hefur fengið inngöngu í Oxford háskóla. 17. ágúst 2017 11:51 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Nóbelsverðlaunahafinn Malala Yousafzai sneri aftur til Pakistan í gær í fyrsta skipti frá því að vígamenn Talibana réðust á hana og særðu hana lífshættulega árið 2012. CNN greinir frá. Malala er nú tvítug en hún öðlaðist heimsfrægð eftir að hún var skotin í höfuðið á leið heim úr skóla af manni sem var andvígur því að stúlkur fengju að ganga í skóla. Hafði hún árum saman barist fyrir skólagöngu stúlkna í Pakistan og opinberlega gagnrýnt talibana sem fóru um skeið með völdin í Swat-dalnum í Pakistan þar sem hún bjó. Var hún aðeins ellefu ára gömul þegar hún byrjaði að skrifa blogg undir dulnefni þar sem hún lýsti lífinu undir stjórn talibana í Swat-dalnum. Eftir skotárásina var hún flutt til Birmingham í Englandi til aðhlynningar þar sem hún og fjölskylda hennar settust að. Þaðan hélt hún áfram baráttu sinni fyrir réttindum stúlkna til skólagöngu og hlaut hún friðarverðlaun Nóbels árið 2014, þá sautján ára gömul, yngst allra nóbelsverðlaunahafa. Malala hefur lengi talað fyrir því að snúa aftur til Pakistan og í gær sást hún á flugvellinum í Islamabad, höfuðborg Pakistan, ásamt foreldrum sínum, í fylgd öryggisvarða. Lítið hefur verið gefið upp um hvað Malala hyggst gera í Pakistan en fastlega er gert ráð fyrir því að hún muni funda með Shahid Khaqan Abbasi, forsætisráðherra Pakistan.
Tengdar fréttir Malala Yousafzai tekur við Friðarverðlaunum Nóbels Pakistanska baráttukonan Malala Yousafzai mun í dag veita Friðarverðlaunum Nóbels viðtöku við hátíðlega athöfn í Osló. 10. desember 2014 09:23 Talibani skaut unga stúlku Talibani skaut 14 ára aðgerðarsinnaða stúlku í Pakistan í dag vegna skoðana hennar. Atvikið gæti markað tímamót og snúið almenningi gegn herskáum öfgamönnum. 9. október 2012 22:12 Malala fær inngöngu í Oxford Malala Yousafzai, yngsti einstaklingurinn til að hreppa friðarverðlaun Nóbels, hefur fengið inngöngu í Oxford háskóla. 17. ágúst 2017 11:51 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Malala Yousafzai tekur við Friðarverðlaunum Nóbels Pakistanska baráttukonan Malala Yousafzai mun í dag veita Friðarverðlaunum Nóbels viðtöku við hátíðlega athöfn í Osló. 10. desember 2014 09:23
Talibani skaut unga stúlku Talibani skaut 14 ára aðgerðarsinnaða stúlku í Pakistan í dag vegna skoðana hennar. Atvikið gæti markað tímamót og snúið almenningi gegn herskáum öfgamönnum. 9. október 2012 22:12
Malala fær inngöngu í Oxford Malala Yousafzai, yngsti einstaklingurinn til að hreppa friðarverðlaun Nóbels, hefur fengið inngöngu í Oxford háskóla. 17. ágúst 2017 11:51