Oscar Pistorius tók af sér gervifæturna til að sýna fram á varnarleysi sitt Birgir Olgeirsson skrifar 15. júní 2016 14:07 Oscar Pistorius í réttarsal í dag. Vísir/EPA Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius tók af sér gervifæturna til að sýna fram á varnarleysi sitt við réttarhöld í Pretoríu í Suður Afríku í dag þar sem refsing yfir honum er ákveðin. Pistorius var fundinn sekur um að hafa orðið kærustu sinni að bana þegar hann taldi sig vera að skjóta á innbrotsþjóf í gegnum baðherbergishurð á heimili hans í Pretoríu á Valentínusardeginum árið 2013. Fyrst var Pistorius sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi en áfrýjunardómstóll í Suður-Afríku breytti dóminum seint á síðasta ári og var Pistorius þá sakfelldur fyrir morð. Minnsta mögulega refsingin fyrir morð er 15 ára fangelsisvist. Þetta er þriðji dagurinn við þessi réttarhöld en í gær gaf Ebba Guðný Guðmundsdóttir skýrslu fyrir dómi þar sem hún sagði frá starfi Pistoriusar með börnum. Pistorius og sonur Ebbu, Hafliði, eiga við sömu fötlun að stríða og sagði hún Pistorius hafa veitt þeim mikla hjálp.Sjá einnig: Ebba Guðný gaf skýrslu í máli Pistoriusar: „Vinátta okkar var yndisleg“Það var verjandi Pistoriusar, Barry Roux, sem bað spretthlauparann um að taka af sér gervifæturna til að sýna fram á að hann eigi skilið vægð frá dómaranum við ákvörðun refsingarinnar.Eftir að hafa tekið af sér gervifæturna staulaðist hann um réttarsalinn áður en hann hallaði sér að skenk sem verjandinn hans notaðist við.Pistorius var án gervifótanna þegar hann skaut Steenkamp til bana. Við réttarhöldin sagðist hann hafa fundið til varnarleysis gagnvart innbrotsþjófi sem hann taldi vera inni á heimili hans. „Þetta er manneskja, klukkan er þrjú að morgni, það er dimmt. Hann er á stúfunum, ekki fótunum, hann er ekki að hlaupa um eftir braut. Hann þjáist af kvíðaröskun. Þegar hann var á stúfunum er jafnvægi hans ekki gott og átti því ekki möguleika á að verja sig. Hann var hræddur og með kvíðaröskun. Það verður að horfa til fötlunar hans til að setja þetta mál í samhengi. Tengdar fréttir Ebba Guðný gaf skýrslu í máli Pistoriusar: "Vinátta okkar var yndisleg“ Ebba Guðný Guðmundsdóttir veitti dómnum innsýn í starf Oscar Pistoriusar með börnum. 14. júní 2016 10:15 Ebba Guðný um mál Pistorius: „Ég vissi að hann væri að segja satt“ Ebba Guðný Guðmundsdóttir, er vinkona suðurafríska spretthlauparans Oscars Pistorius og hefur hann reynst fjölskyldu Ebbu afar vel. 13. september 2014 11:00 Fjölmargir heiðra minningu Reevu Steenkamp Oscar Pistorius mun verja jólunum í stofufangelsi heima hjá föðurbróður sínum. 3. desember 2015 22:15 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius tók af sér gervifæturna til að sýna fram á varnarleysi sitt við réttarhöld í Pretoríu í Suður Afríku í dag þar sem refsing yfir honum er ákveðin. Pistorius var fundinn sekur um að hafa orðið kærustu sinni að bana þegar hann taldi sig vera að skjóta á innbrotsþjóf í gegnum baðherbergishurð á heimili hans í Pretoríu á Valentínusardeginum árið 2013. Fyrst var Pistorius sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi en áfrýjunardómstóll í Suður-Afríku breytti dóminum seint á síðasta ári og var Pistorius þá sakfelldur fyrir morð. Minnsta mögulega refsingin fyrir morð er 15 ára fangelsisvist. Þetta er þriðji dagurinn við þessi réttarhöld en í gær gaf Ebba Guðný Guðmundsdóttir skýrslu fyrir dómi þar sem hún sagði frá starfi Pistoriusar með börnum. Pistorius og sonur Ebbu, Hafliði, eiga við sömu fötlun að stríða og sagði hún Pistorius hafa veitt þeim mikla hjálp.Sjá einnig: Ebba Guðný gaf skýrslu í máli Pistoriusar: „Vinátta okkar var yndisleg“Það var verjandi Pistoriusar, Barry Roux, sem bað spretthlauparann um að taka af sér gervifæturna til að sýna fram á að hann eigi skilið vægð frá dómaranum við ákvörðun refsingarinnar.Eftir að hafa tekið af sér gervifæturna staulaðist hann um réttarsalinn áður en hann hallaði sér að skenk sem verjandinn hans notaðist við.Pistorius var án gervifótanna þegar hann skaut Steenkamp til bana. Við réttarhöldin sagðist hann hafa fundið til varnarleysis gagnvart innbrotsþjófi sem hann taldi vera inni á heimili hans. „Þetta er manneskja, klukkan er þrjú að morgni, það er dimmt. Hann er á stúfunum, ekki fótunum, hann er ekki að hlaupa um eftir braut. Hann þjáist af kvíðaröskun. Þegar hann var á stúfunum er jafnvægi hans ekki gott og átti því ekki möguleika á að verja sig. Hann var hræddur og með kvíðaröskun. Það verður að horfa til fötlunar hans til að setja þetta mál í samhengi.
Tengdar fréttir Ebba Guðný gaf skýrslu í máli Pistoriusar: "Vinátta okkar var yndisleg“ Ebba Guðný Guðmundsdóttir veitti dómnum innsýn í starf Oscar Pistoriusar með börnum. 14. júní 2016 10:15 Ebba Guðný um mál Pistorius: „Ég vissi að hann væri að segja satt“ Ebba Guðný Guðmundsdóttir, er vinkona suðurafríska spretthlauparans Oscars Pistorius og hefur hann reynst fjölskyldu Ebbu afar vel. 13. september 2014 11:00 Fjölmargir heiðra minningu Reevu Steenkamp Oscar Pistorius mun verja jólunum í stofufangelsi heima hjá föðurbróður sínum. 3. desember 2015 22:15 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Ebba Guðný gaf skýrslu í máli Pistoriusar: "Vinátta okkar var yndisleg“ Ebba Guðný Guðmundsdóttir veitti dómnum innsýn í starf Oscar Pistoriusar með börnum. 14. júní 2016 10:15
Ebba Guðný um mál Pistorius: „Ég vissi að hann væri að segja satt“ Ebba Guðný Guðmundsdóttir, er vinkona suðurafríska spretthlauparans Oscars Pistorius og hefur hann reynst fjölskyldu Ebbu afar vel. 13. september 2014 11:00
Fjölmargir heiðra minningu Reevu Steenkamp Oscar Pistorius mun verja jólunum í stofufangelsi heima hjá föðurbróður sínum. 3. desember 2015 22:15