Erlent

Lög­manns­réttur vill sleppa Hagen úr gæslu­varð­haldi

Atli Ísleifsson skrifar
„Mannránið“ sem skók Noreg, hvarf Anne-Elisabeth Hagen, náði óvæntum vendipunkti í lok aprílmánaðar þegar Tom Hagen var handtekinn.
„Mannránið“ sem skók Noreg, hvarf Anne-Elisabeth Hagen, náði óvæntum vendipunkti í lok aprílmánaðar þegar Tom Hagen var handtekinn.

Lögmannsréttur Eidsivaþing í Noregi vill að auðjöfrinum Tom Hagen verði sleppt úr gæsluvarðhaldi.

Áfrýjunarrétturinn tók mál hans til umfjöllunar í dag, og var niðurstaðan sú að tveir af þremur dómurum telja ekki nægileg rök og gögn liggja fyrir til að halda Hagen áfram í gæsluvarðhaldi. Hagen hafði áður verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á neðra dómstigi.

Lögregla hefur nú áfrýjað úrskurði lögmannsréttarins sem þýðir að Hagen verður áfram í varðhaldi þar til að Hæstiréttur landsins hefur tekið málið til meðferðar.

Tom Hagen situr nú í gæsluvarðhaldi vegna gruns um morð eða aðild að morði á eiginkonu sinni, Anne-Elisabeth Hagen. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth frá 31. október 2018.

Málið var fyrst rannsakað sem mannrán, en lögregla telur nú Tom Hagen hafa sviðsett ránið til að villa um fyrir lögreglunni.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.