Erlent

Kínverjar komnir í gegnum það versta

Samúel Karl Ólason skrifar
Ghebreyesus sagði stöðuna versta í Suður-Kóreu, Ítalíu, Íran og Japan.
Ghebreyesus sagði stöðuna versta í Suður-Kóreu, Ítalíu, Íran og Japan. AP/Ahn Young-joon

Heilbrigðisráðuneyti Kína tilkynnti í nótt að einungis 125 ný smit nýju kórónuveirunnar hafi verið staðfest þar í landi á einum sólarhring. Sú tala hefur ekki verið svo lág síðan þann 20. janúar. Þá hafa 31 dáið til viðbótar. Heilt yfir hafa 80.151 fengið Covid-19 sjúkdóminn og 2.943 hafa dáið í Kína.

Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sagði í gærkvöldi að undanfarin sólarhring hafi um það bil níu sinnum fleiri tilfelli greinst utan landamæra Kína en innan þeirra. Á heimsvísu væri áframhaldandi útbreiðsla kórónuveirunnar mjög líkleg.

Ghebreyesus sagði stöðuna versta í Suður-Kóreu, Ítalíu, Íran og Japan. Hins vegar væru vísbendingar um að verið væri að ná tökum á ástandinu í Suður-Kóreu og mögulega væri búið að koma böndum á veiruna.

Í Bandaríkjunum hafa rúmlega hundrað tilfelli verið staðfest og þykir líklegt að þeim muni fjölga til muna á næstunni samhliða aukinni getu yfirvalda til að greina veirusmit.


Tengdar fréttir

Taki höndum saman og forðist óþarfa snertingu

Íþróttafélagið Fylkir hvetur alla sem að félaginu koma til þess að kynna sér vel og fylgjast með leiðbeiningum sóttvarnalæknis í tengslum við kórónuveiruna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×