Vill verja minnst hálfum milljarði dala í að mála Vegginn Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2020 16:12 Trump telur að veggurinn væri ógnvænlegri málaður svartur. EPA/David Maung Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill að Veggurinn svokallaði á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó verði málaður svartur. Það myndi kosta ríkið minnst 500 miljónir dala. Ráðgjafar Trump töldu sig hafa fengið forsetann af hugmynd sinni í fyrra. Trump lýsti því hins vegar yfir á nýlegum fundi að mála ætti vegginn. Trump hefur lengi viljað hafa Vegginn svartan og telur hann það draga úr því að fólk reyni að klifra hann. Bæði verði veggurinn ógnvænlegri og þar að auki verði hann mun heitari á sumrin. Herforingjar og embættismenn sem koma að stjórn landamæranna telja málninguna vera óþarfa. Hún auki kostnað verulega og leiði til mun meira viðhalds en annars. Þá er óljóst hvernig hægt sé að mála þá hluta veggjarins sem búið er að setja upp. Mögulega þyrfti að útbúa einhvers konar bómu sem færi yfir veginn og málaði hann Mexíkómegin frá Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt Washington Post mun það að mála vegginn kosta minnst 500 milljónir dala og mest þrjá milljarða, eftir því hvers konar svört málning verði fyrir valinu. Á kjörtímabili sínu hefur Trump ekki tekist að fá fé frá þinginu til að byggja nýja veggi á landamærum ríkjanna. Hvorki þegar Repúblikanar voru þar í meirihluta né Demókratar. Það fé sem hann hefur fengið hefur verið skilyrt til endurbyggingar veggja sem þegar voru á landamærunum. Því var ákveðið að nota fé úr byggingarsjóðum herafla Bandaríkjanna til að byggja nýja veggi. Trump hefur heitið því að reisa veggi eða tálma á 500 mílna hluta landamæranna en enn sem komið er hafa veggir verið reistir á 110 mílna hluta. Hluti ástæðunnar fyrir því að illa gengur að reisa nýja veggi er að landið er að mestu í einkaeigu og ríkið þarf að taka það land eignanámi. Slíkt eignanám endar iðurlega tímafrekum dómsmálum. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill að Veggurinn svokallaði á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó verði málaður svartur. Það myndi kosta ríkið minnst 500 miljónir dala. Ráðgjafar Trump töldu sig hafa fengið forsetann af hugmynd sinni í fyrra. Trump lýsti því hins vegar yfir á nýlegum fundi að mála ætti vegginn. Trump hefur lengi viljað hafa Vegginn svartan og telur hann það draga úr því að fólk reyni að klifra hann. Bæði verði veggurinn ógnvænlegri og þar að auki verði hann mun heitari á sumrin. Herforingjar og embættismenn sem koma að stjórn landamæranna telja málninguna vera óþarfa. Hún auki kostnað verulega og leiði til mun meira viðhalds en annars. Þá er óljóst hvernig hægt sé að mála þá hluta veggjarins sem búið er að setja upp. Mögulega þyrfti að útbúa einhvers konar bómu sem færi yfir veginn og málaði hann Mexíkómegin frá Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt Washington Post mun það að mála vegginn kosta minnst 500 milljónir dala og mest þrjá milljarða, eftir því hvers konar svört málning verði fyrir valinu. Á kjörtímabili sínu hefur Trump ekki tekist að fá fé frá þinginu til að byggja nýja veggi á landamærum ríkjanna. Hvorki þegar Repúblikanar voru þar í meirihluta né Demókratar. Það fé sem hann hefur fengið hefur verið skilyrt til endurbyggingar veggja sem þegar voru á landamærunum. Því var ákveðið að nota fé úr byggingarsjóðum herafla Bandaríkjanna til að byggja nýja veggi. Trump hefur heitið því að reisa veggi eða tálma á 500 mílna hluta landamæranna en enn sem komið er hafa veggir verið reistir á 110 mílna hluta. Hluti ástæðunnar fyrir því að illa gengur að reisa nýja veggi er að landið er að mestu í einkaeigu og ríkið þarf að taka það land eignanámi. Slíkt eignanám endar iðurlega tímafrekum dómsmálum.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira