Varpa frekara ljósi á starfsemi „Tröllaverksmiðju“ Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2019 22:00 Richard Burr, formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar, og Mark Warner, varaformaður. AP/Jacquelyn Martin Þingmenn bæði Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins kalla eftir því að þingið, Hvíta húsið og tæknifyrirtæki Bandaríkjanna komi í veg fyrir að samfélagsmiðlar verði notaðir til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. Leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings hefur gefið út annan hluta skýrslu, af fimm, vegna tveggja og hálfs árs rannsóknar þingmanna á notkun rússneskra útsendara á samfélagsmiðlum í aðdraganda kosninganna 2016. Fyrsti hluti skýrslunnar, sem birtur var í sumar, fjallaði um tölvuárásir Rússa og dreifingu falsfrétta. Í skýrslunni kemur fram að Rússarnir hafi unnið hörðum höndum að því að hjálpa Donald Trump og hindra Hillary Clinton. Þá segir nefndin að önnur lota afskipta sé væntanleg fyrir kosningarnar á næsta ári.Robert Mueller, fyrrverandi sérstakur saksóknari Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, ákærði í fyrra þrettán rússneska ríkisborgara og þrjú rússnesk fyrirtæki vegna afskipta þeirra í kosningunum og meðal annars voru þeir ákærðir fyrir samsæri, fjársvik og einkennisþjófnað. Flestir þeirra sem voru ákærðir vinna eða unnu hjá rússneska fyrirtækinu Internet Research Agency, IRA, sem var fyrirferðarmikið í ákærum Mueller. IRA gengur undir nafninu „Tröllaverksmiðjan“ og er starfrækt af auðjöfrinum Yevgeniy Viktorovich Prigozhin, sem kallaður er „Kokkur“ Vladimir Putin, forseta Rússlands. Nefndin segir ríkisstjórn Rússlands hafa gefið skipanir til IRA og stutt aðgerðir fyrirtækisins.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgNefndin komst að þeirri niðurstöðu að markmið IRA voru umfangsmikil og að störf tröllaverksmiðjunnar einskorðuðust ekki við kosningarnar 2016. Meðal annars sé ætlunin að grafa undan trú Bandaríkjamanna á lýðræðið þar í landi. Til marks um það hafi umsvif þeirra á samfélagsmiðlum aukist eftir kosningarnar 2016.Vilja vernda komandi kosningar Þingmenn nefndarinnar kalla eftir því að þingið taki höndum saman og setji ný lög varðandi pólitískar auglýsingar með því markmiði að auka gagnsæi þeirra. Þeir hvetja ríkisstjórn Bandaríkjanna sömuleiðis til þess að taka harðari afstöðu gegn fölskum upplýsingum og auglýsingum og vara Bandaríkjamenn við áhrifum þeirra. Þá vilja þeir að Hvíta húsið myndi teymi fólks sem vakti samfélagsmiðla deili upplýsingum með forsvarsmönnum þeirra. Forsvarsmenn samfélagsmiðla eru einnig hvattir til að deila upplýsingum með embættismönnum. Nefndin tekur sérstaklega fram að án samstarfs fyrirtækjanna sem um ræðir hefðu meðlimir hennar ekki fengið miklar upplýsingar um aðgerðir Rússa. Því sé ljóst að þær upplýsingar sem þeir hafi komið höndum yfir nái ekki yfir heildarmyndina og líklegt sé að starfsmenn fyrirtækjanna sjálfra hafi ekki safnað nægum upplýsingum heldur.Grafa undan samsæriskenningu Trump Donald Trump hefur lýst því yfir að hann trúi ekki að yfirvöld Rússlands hafi haft afskipti af kosningunum með því markmiði að hjálpa honum að ná kjöri. Hann hefur sömuleiðis rætt um samsæriskenningu varðandi það að Alríkislögregla Bandaríkjanna og starfsmenn leyniþjónusta ríkisins hafi komið sökinni á Rússa og það með hjálp Úkraínu. Skýrsla þingnefndarinnar grefur þó verulega undan þeim skoðunum forsetans. Þá hefur ríkisstjórn Trump verið harðlega gagnrýnd fyrir að draga lappirnar í að tryggja öryggi kosninganna á næsta ári.Facebook hefur gefið út að starfsmenn IRA vörðu um hundrað þúsund dölum í að kaupa alls 3.400 auglýsingar á þeim miðli. Nefndin segir það þó dropa í hafið. Allt í allt sé vitað til þess að starfsmenn IRA hafi skrifað minnst 61.500 færslur á Facebook, sett 116.000 færslur á Instagram og skrifað rúmlega 10,4 milljónir tísta. Auk IRA segir nefndin að leyniþjónustur Rússlands hafi einnig notast við samskiptamiðla til að dreifa fölskum upplýsingum og áróðri. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Þingmenn bæði Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins kalla eftir því að þingið, Hvíta húsið og tæknifyrirtæki Bandaríkjanna komi í veg fyrir að samfélagsmiðlar verði notaðir til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. Leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings hefur gefið út annan hluta skýrslu, af fimm, vegna tveggja og hálfs árs rannsóknar þingmanna á notkun rússneskra útsendara á samfélagsmiðlum í aðdraganda kosninganna 2016. Fyrsti hluti skýrslunnar, sem birtur var í sumar, fjallaði um tölvuárásir Rússa og dreifingu falsfrétta. Í skýrslunni kemur fram að Rússarnir hafi unnið hörðum höndum að því að hjálpa Donald Trump og hindra Hillary Clinton. Þá segir nefndin að önnur lota afskipta sé væntanleg fyrir kosningarnar á næsta ári.Robert Mueller, fyrrverandi sérstakur saksóknari Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, ákærði í fyrra þrettán rússneska ríkisborgara og þrjú rússnesk fyrirtæki vegna afskipta þeirra í kosningunum og meðal annars voru þeir ákærðir fyrir samsæri, fjársvik og einkennisþjófnað. Flestir þeirra sem voru ákærðir vinna eða unnu hjá rússneska fyrirtækinu Internet Research Agency, IRA, sem var fyrirferðarmikið í ákærum Mueller. IRA gengur undir nafninu „Tröllaverksmiðjan“ og er starfrækt af auðjöfrinum Yevgeniy Viktorovich Prigozhin, sem kallaður er „Kokkur“ Vladimir Putin, forseta Rússlands. Nefndin segir ríkisstjórn Rússlands hafa gefið skipanir til IRA og stutt aðgerðir fyrirtækisins.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgNefndin komst að þeirri niðurstöðu að markmið IRA voru umfangsmikil og að störf tröllaverksmiðjunnar einskorðuðust ekki við kosningarnar 2016. Meðal annars sé ætlunin að grafa undan trú Bandaríkjamanna á lýðræðið þar í landi. Til marks um það hafi umsvif þeirra á samfélagsmiðlum aukist eftir kosningarnar 2016.Vilja vernda komandi kosningar Þingmenn nefndarinnar kalla eftir því að þingið taki höndum saman og setji ný lög varðandi pólitískar auglýsingar með því markmiði að auka gagnsæi þeirra. Þeir hvetja ríkisstjórn Bandaríkjanna sömuleiðis til þess að taka harðari afstöðu gegn fölskum upplýsingum og auglýsingum og vara Bandaríkjamenn við áhrifum þeirra. Þá vilja þeir að Hvíta húsið myndi teymi fólks sem vakti samfélagsmiðla deili upplýsingum með forsvarsmönnum þeirra. Forsvarsmenn samfélagsmiðla eru einnig hvattir til að deila upplýsingum með embættismönnum. Nefndin tekur sérstaklega fram að án samstarfs fyrirtækjanna sem um ræðir hefðu meðlimir hennar ekki fengið miklar upplýsingar um aðgerðir Rússa. Því sé ljóst að þær upplýsingar sem þeir hafi komið höndum yfir nái ekki yfir heildarmyndina og líklegt sé að starfsmenn fyrirtækjanna sjálfra hafi ekki safnað nægum upplýsingum heldur.Grafa undan samsæriskenningu Trump Donald Trump hefur lýst því yfir að hann trúi ekki að yfirvöld Rússlands hafi haft afskipti af kosningunum með því markmiði að hjálpa honum að ná kjöri. Hann hefur sömuleiðis rætt um samsæriskenningu varðandi það að Alríkislögregla Bandaríkjanna og starfsmenn leyniþjónusta ríkisins hafi komið sökinni á Rússa og það með hjálp Úkraínu. Skýrsla þingnefndarinnar grefur þó verulega undan þeim skoðunum forsetans. Þá hefur ríkisstjórn Trump verið harðlega gagnrýnd fyrir að draga lappirnar í að tryggja öryggi kosninganna á næsta ári.Facebook hefur gefið út að starfsmenn IRA vörðu um hundrað þúsund dölum í að kaupa alls 3.400 auglýsingar á þeim miðli. Nefndin segir það þó dropa í hafið. Allt í allt sé vitað til þess að starfsmenn IRA hafi skrifað minnst 61.500 færslur á Facebook, sett 116.000 færslur á Instagram og skrifað rúmlega 10,4 milljónir tísta. Auk IRA segir nefndin að leyniþjónustur Rússlands hafi einnig notast við samskiptamiðla til að dreifa fölskum upplýsingum og áróðri.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira