Erlent

Stór jarðskjálfti í Suður-Frakklandi

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Frá Lyon í Frakklandi.
Frá Lyon í Frakklandi. Wikimedia Commons/ Patrick GIRAUD
Jarðskjálfti að stærð 5,4 reið yfir á Suður-Frakklandi í morgun. Jarðskjálftinn takmarkaðist við stórt svæði á milli borganna Lyon og Montelimar sem eru í um 150 kílómetra fjarlægð hvor frá annarri.

Einn slasaðist alvarlega þegar vinnupallar hrundu ofan á hann og aðrir þrír slösuðust lítillega.

„Ég hallaði mér upp að ofninum í bakaríi móður minnar þegar ég fann skjálftann,“ segir Victoria Brielle, íbúi í Privas sem er í um 25 kílómetra fjarlægð frá upptökum skjálftans.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.