Útiloka stór skemmtiferðaskip frá vissum stöðum í Feneyjum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. ágúst 2019 07:45 Skemmtiferðaskip á siglingu um Feneyjar virðist fyrirferðarmikið á þessum fornfrægu söguslóðum. Nordicphotos/Getty Skemmtiferðaskip sem eru yfir eitt þúsund tonn mega ekki sigla um tilteknar slóðir í Feneyjum frá og með september að því er ítölsk stjórnvöld hafa lýst yfir og BBC greint frá. Ákvörðunin er sögð tekin vegna óhapps sem varð í júní í sumar er skemmtiferðaskipið MSC Opera rakst utan í bryggju og bát ferðamanna með þeim afleiðingum að fimm slösuðust. Verndarsinnar gagnrýna stjórnvöld hins vegar fyrir að ganga ekki nógu langt; áætlanirnar dugi ekki til að sporna við neðansjávarrofi og mengun. BBC segir gagnrýnendur lengi hafa haldið því fram að öldur sem skemmtiferðaskipin valda í síkjum Feneyja séu að naga undirstöður borgarinnar þar sem iðulega verða flóð. „Aðrir hafa einnig kvartað yfir því að að skipin dragi úr fegurð sögulegra staða í Feneyjum og færi með sér of marga ferðamenn,“ segir í frétt BBC. Óhappið með hið 275 metra langa skemmtiferðaskip MSC Opera í Giudecca-síkinu í júní varð til þess að gagnrýnendur tvíefldust. Giudecca er ein af meginsiglingarleiðunum í Feneyjum og liggur fram hjá hinu víðfræga Markúsartorgi. Sagt var frá óhappi MSC Opera á frettabladid.is daginn sem það gerðist, þann 2. júní síðastliðinn. Kom þar fram að skipstjórinn hefði missti stjórn á skipinu vegna vélarbilunar og að hann hefði kallað eftir dráttarbátum til að hægja á skipinu. Það hefði ekki tekist. „Þetta atvik staðfestir það sem við höfum sagt lengi: Skemmtiferðaskip ættu ekki að sigla niður eftir Giudecca-skipaskurðinum,“ vitnaði frettabladid.is þennan dag til Twitterfærslu Sergios Costa, umhverfisráðherra Ítalíu. Birtist í Fréttablaðinu Ítalía Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Skemmtiferðaskip sem eru yfir eitt þúsund tonn mega ekki sigla um tilteknar slóðir í Feneyjum frá og með september að því er ítölsk stjórnvöld hafa lýst yfir og BBC greint frá. Ákvörðunin er sögð tekin vegna óhapps sem varð í júní í sumar er skemmtiferðaskipið MSC Opera rakst utan í bryggju og bát ferðamanna með þeim afleiðingum að fimm slösuðust. Verndarsinnar gagnrýna stjórnvöld hins vegar fyrir að ganga ekki nógu langt; áætlanirnar dugi ekki til að sporna við neðansjávarrofi og mengun. BBC segir gagnrýnendur lengi hafa haldið því fram að öldur sem skemmtiferðaskipin valda í síkjum Feneyja séu að naga undirstöður borgarinnar þar sem iðulega verða flóð. „Aðrir hafa einnig kvartað yfir því að að skipin dragi úr fegurð sögulegra staða í Feneyjum og færi með sér of marga ferðamenn,“ segir í frétt BBC. Óhappið með hið 275 metra langa skemmtiferðaskip MSC Opera í Giudecca-síkinu í júní varð til þess að gagnrýnendur tvíefldust. Giudecca er ein af meginsiglingarleiðunum í Feneyjum og liggur fram hjá hinu víðfræga Markúsartorgi. Sagt var frá óhappi MSC Opera á frettabladid.is daginn sem það gerðist, þann 2. júní síðastliðinn. Kom þar fram að skipstjórinn hefði missti stjórn á skipinu vegna vélarbilunar og að hann hefði kallað eftir dráttarbátum til að hægja á skipinu. Það hefði ekki tekist. „Þetta atvik staðfestir það sem við höfum sagt lengi: Skemmtiferðaskip ættu ekki að sigla niður eftir Giudecca-skipaskurðinum,“ vitnaði frettabladid.is þennan dag til Twitterfærslu Sergios Costa, umhverfisráðherra Ítalíu.
Birtist í Fréttablaðinu Ítalía Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira