Gagnrýnin kom Trump á óvart Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2019 18:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Gagnrýnin sem beindist að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna ákvörðunar hans að halda G7-fund næsta árs á golfklúbbi hans í Miami, kom honum á óvart. Þetta sagði Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins í dag. Mulvaney sagði einnig að Trump teldi sig enn vera í þeim bransa að taka vel á móti fólki. Trump tilkynnti í gær að hann hefði hætt við að halda fundinn í Doral-klúbbnum og sagði ástæðuna vera „geðsjúkt og órökrétt mótlæti Demókrata og fjölmiðla“.Í viðtali á Fox í dag sagði Mulvaney að mótætið hefði komið forsetanum á óvart. Hann hafi viljað taka á móti stærstu þjóðarleiðtogum heims og halda mikla hátíð. Trump hafi verið sannfærður um að það væri hægt í Doral.Mulvaney bætti við að hann teldi ákvörðunina rétta. G7-ríkin eru, auk Bandaríkjanna, Bretland, Frakkland, Ítalía, Kanada, Japan og Þýskaland. Áðurnefnd gagnrýni sneri að mestu leyti að því að stjórnarskrá Bandaríkjanna bannar embættismönnum og kjörnum fulltrúum að taka við fé frá erlendum aðilum eða hinu opinbera í Bandaríkjunum án samþykkis þingsins. Gagnrýnin kom þó ekki eingöngu frá Demókrötum og fjölmiðlum. Hún kom einnig frá þingmönnum Repúblikanaflokksins.Only on FOX News Sunday: Mick Mulvaney reacts to the president's decision to scrap the G7 summit at his Doral resort: "At the end of the day he (the President) still considers himself to be in the hospitality business." Exclusively on FOX News Sunday. Check your local listings. pic.twitter.com/vYfJCwPtJK — FoxNewsSunday (@FoxNewsSunday) October 20, 2019 Alla forsetatíð Trump hefur hann verið gagnrýndur vegna áframhaldandi reksturs hans. Meðal annars ferðast hann reglulega til klúbba sem hann á og ver fríum þar og helgum, með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkið. Alls hefur hann farið rúmlega 300 sinnum til eigin fyrirtækja, samkvæmt Politico, sem vísar í opinberar tölur frá Hvíta húsinu.Þá hafa erlendir erindrekar gist á hótelum hans, eins og í Washington DC. Tæknilega séð gæti það verið að taka við greiðslu frá erlendum aðilum og hinu opinbera, samkvæmt gagnrýnendum hans, og hafa mál verið höfðuð gegn honum vegna þessa. Rannsókn Demókrata vegna mögulegrar ákæru gegn Trump fyrir embættisbrot snýr meðal annars að því hvort Trump sé að græða á forsetaembættinu. Til stóð að fulltrúadeild Bandaríkjaþings myndi greiða atkvæði um ályktunartillögu sem ætlað var að fordæma ákvörðun Trump að halda G7-fundinn í Miami. Búið er að hætta við þá atkvæðagreiðslu. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Gagnrýnin sem beindist að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna ákvörðunar hans að halda G7-fund næsta árs á golfklúbbi hans í Miami, kom honum á óvart. Þetta sagði Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins í dag. Mulvaney sagði einnig að Trump teldi sig enn vera í þeim bransa að taka vel á móti fólki. Trump tilkynnti í gær að hann hefði hætt við að halda fundinn í Doral-klúbbnum og sagði ástæðuna vera „geðsjúkt og órökrétt mótlæti Demókrata og fjölmiðla“.Í viðtali á Fox í dag sagði Mulvaney að mótætið hefði komið forsetanum á óvart. Hann hafi viljað taka á móti stærstu þjóðarleiðtogum heims og halda mikla hátíð. Trump hafi verið sannfærður um að það væri hægt í Doral.Mulvaney bætti við að hann teldi ákvörðunina rétta. G7-ríkin eru, auk Bandaríkjanna, Bretland, Frakkland, Ítalía, Kanada, Japan og Þýskaland. Áðurnefnd gagnrýni sneri að mestu leyti að því að stjórnarskrá Bandaríkjanna bannar embættismönnum og kjörnum fulltrúum að taka við fé frá erlendum aðilum eða hinu opinbera í Bandaríkjunum án samþykkis þingsins. Gagnrýnin kom þó ekki eingöngu frá Demókrötum og fjölmiðlum. Hún kom einnig frá þingmönnum Repúblikanaflokksins.Only on FOX News Sunday: Mick Mulvaney reacts to the president's decision to scrap the G7 summit at his Doral resort: "At the end of the day he (the President) still considers himself to be in the hospitality business." Exclusively on FOX News Sunday. Check your local listings. pic.twitter.com/vYfJCwPtJK — FoxNewsSunday (@FoxNewsSunday) October 20, 2019 Alla forsetatíð Trump hefur hann verið gagnrýndur vegna áframhaldandi reksturs hans. Meðal annars ferðast hann reglulega til klúbba sem hann á og ver fríum þar og helgum, með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkið. Alls hefur hann farið rúmlega 300 sinnum til eigin fyrirtækja, samkvæmt Politico, sem vísar í opinberar tölur frá Hvíta húsinu.Þá hafa erlendir erindrekar gist á hótelum hans, eins og í Washington DC. Tæknilega séð gæti það verið að taka við greiðslu frá erlendum aðilum og hinu opinbera, samkvæmt gagnrýnendum hans, og hafa mál verið höfðuð gegn honum vegna þessa. Rannsókn Demókrata vegna mögulegrar ákæru gegn Trump fyrir embættisbrot snýr meðal annars að því hvort Trump sé að græða á forsetaembættinu. Til stóð að fulltrúadeild Bandaríkjaþings myndi greiða atkvæði um ályktunartillögu sem ætlað var að fordæma ákvörðun Trump að halda G7-fundinn í Miami. Búið er að hætta við þá atkvæðagreiðslu.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira