Erlent

Fundur G7 verður ekki haldinn á golf­klúbbi Trump

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Donald Trump tilkynnti í gær að G7 fundurinn yrði ekki haldinn á golfklúbbnum National Doral, sem er í eigu hans.
Donald Trump tilkynnti í gær að G7 fundurinn yrði ekki haldinn á golfklúbbnum National Doral, sem er í eigu hans. getty/Tom Pennington
Donald Trump er hættur við að halda næsta fund leiðtoga G7 ríkjanna í húsnæði golfklúbbsins National Doral Miami, klúbbs í eigu hans. Hann var harðlega gagnrýndur fyrir að ætla að halda fundinn þar. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP.Trump tilkynnti þetta á laugardagskvöld eftir að hann var ásakaður um að nota forsetasætið til að auðgast með því að halda alþjóðlega fundinn á einkaklúbbnum sem er í eigu fjölskyldu hans.„Vegna fjölmiðla og tilgangslausrar andstöðu Demókrata, munum við ekki lengur íhuga að halda G7 fundinn á Trump National Doral í Miami árið 2020,“ skrifaði forsetinn á Twitter. Hann sagði að stjórn hans „muni hefja leit að öðrum stað, þar á meðal Camp David, tafarlaust.“

Ákvörðun Trumps hefur vakið upp spurningar um stöðu Mick Mulvaney, starfsmannastjóra hans, en hann sagði á blaðamannafundi á fimmtudag, þar sem hann tilkynnti að Doral yrði fyrir valinu, að staðsetningin væri „besta staðsetningin“ fyrir fundinn. Þá sagði Mulvaney að Hvíta húsið hefði komist að þeirri niðurstöðu eftir að hafa heimsótt tíu staðsetningar út um allt land.Á blaðamannafundinum sagði hann einnig að Trump hafi tryggt aðstoð Bandaríkjanna í Úkraínu í skiptum fyrir rannsókn Úkraínu á Demókrötum í forsetakosningunum 2016. Mulvaney hélt því síðar fram að ummæli hans um málið hafi verið tekin úr samhengi.

Taktlaust að halda fundinn á einkaklúbbi forsetans

Trump er fyrsti þjóðarleiðtoginn sem hefur opinberlega talað um ákvörðun sína um staðsetningu á G7 fundinum en í ágúst talaði hann um að staðsetningin væri ofarlega í huga og sagði kosti staðarins meðal annars vera gæði húsnæðisins og hversu nálægt klúbburinn væri alþjóðlega flugvellinum í Miami. Hann var harðlega gagnrýndur af Demókrötum fyrir athugasemdirnar en þeir sögðu athugasemdirnar uggandi og bæru vott um að hann hygðist nýta stöðu sína til að hagnast persónulega.Gagnrýnin minnkaði ekki þegar hann sagði að hann myndi tryggja að fundurinn yrði haldinn á kostnaðarverði, en hann neitaði að birta fjármálaupplýsingar.Noah Bookbinder, framkvæmdarstjóri Citizens for Responsibility and Ethics í Washington sagði að ákvörðun Trumps á laugardag marki það að hann hafi „gert sér grein fyrir að staðsetningin væri óviðeigandi en það hafi verið furðulegt að forsetinn hafi nokkurn tímann haldið að þetta væri viðeigandi eða að hann kæmist upp með þetta.“Klukkutíma áður en Trump tilkynnti breytingarnar fordæmdi forsetaframbjóðandinn Joe Biden áætlanir Trumps um að halda fundinn á Doral. „Að halda G7 fundinn á hóteli í eigu Trumps? Forseti ætti aldrei að geta notað embætti til að auðgast,“ sagði fyrrverandi varaforsetinn.Á fimmtudag sagði Mulvaney það úr myndinni að fundurinn yrði haldinn á Camp David, sem er sumarbústaður forsetans, og sagð: „Mér skilst að fólk sem hefur verið á fundi þar þótti það hræðilegur staður til að halda G7 fundinn.“ Hann bætti því við að staðurinn væri of lítill og of afskekktur fyrir alþjóðlega fundinn.Mulvaney sagði að staðir á Hawaii og í Utah hafi verið skoðaðir. Ekki er víst hvort þeir staðir komi til greina fyrir fundinn.


Tengdar fréttir

Fundur G7 haldinn á golfklúbbi Trump í Miami

Fyrirhugaður fundur G7 ríkjanna í júní á næsta ári mun fara fram í húsnæði golfklúbbsins National Doral Miami, klúbbs í eigu forseta Bandaríkjanna Donald Trump

Hafa áhyggjur af hömluleysi forsetans

Fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir Repúblikanar sem þykja nánir Hvíta húsinu, hafa sífellt meiri áhyggjur af hegðun forsetans. Þeir segja engin bönd á Trump lengur og honum sé frjálst að gera smá og stór afglöp sem forseti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.