Tyrkir vilja aðstoð Rússa gegn Kúrdum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. október 2019 16:55 Vladimir Putin (t.v.) og Recep Tayyip Erdogan (t.h.) munu funda í Sochi í vikunni. getty/Mikhail Svetlov Sýrlenski lýðræðisherinn (SDF), her Kúrda, tilkynnti á sunnudag að allir hermenn hans hafi hörfað frá landamærabænum Ras al-Ayn. Þetta gerðu þeir til að standa við vopnahléssamning sem Bandaríkin tryggðu á milli Kúrda og Tyrkja. Greint er frá þessu á vef fréttastofu Reuters. „Engir hermenn á okkar vegum eru í borginni,“ sagði Kino Gabriel, talsmaður SDF, í tilkynningu. Fyrr í dag sögðu hersveitir Tyrkja, sem hafa tekið stjórn á nærri öllum bænum í síðustu viku, að kúrdíska YPG hersveitin væri enn í stórum hluta bæjarins. Þá var greint frá því að Tyrkir og Rússar muni ræða hvernig best sé að „fjarlægja“ kúrdísku YPG sveitirnar frá bæjunum Manbij og Kobani í norðurhluta Sýrlands. Þetta munu þeir ræða á fundi sem haldinn verður í Sochi í næstu viku. Þetta sagði Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands á sunnudag. Tyrkland stöðvaði hernaðaraðgerðir sínar í norðausturhluta Sýrlands eftir að Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, samþykkti á fimmtudag, eftir að hafa rætt við Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, að leggja niður vopn í fimm daga til að gefa YPG mönnum færi á að yfirgefa „öryggissvæðið“ svokallaða sem Tyrkir vilja hafa á landamærunum.Kúrdískir „hryðjuverkamenn“ verða fjarlægðir af landamærunum Vopnahléinu var komið á með milligöngu Bandaríkjanna en fyrir tæpum tveimur vikum tilkynnti Donald Trump, Bandaríkjaforseti, að allir 1.000 hermenn Bandaríkjahers sem staðsettir voru í norðurhluta Sýrlands, myndu snúa aftur til Bandaríkjanna. Þessi ákvörðun var harðlega gagnrýnd af alþjóðasamfélaginu og í Washington og segja margir ákvörðunina vera svik við kúrdíska bandamenn þeirra sem hafa í áraraðir verið í fylkingarbrjósti, ásamt Bandaríkjunum, í baráttunni gegn hryðjuverkahópnum sem kennir sig við íslamskt ríki. Cavusoglu sagði í viðtali við Kanal 87 á sunnudag að það væri gríðarlega mikilvægt að Erdogan og Vladimir Putin, forseti Rússlands, funduðu í vikunni. „Við munum ræða hvernig hryðjuverkahópurinn YPG verður fjarlægður frá landamærum okkar, sérstaklega frá Manbij og Kobani, í samstarfi við Rússa,“ sagði Cavusoglu. „Við trúum því að við getum náð samkomulagi við þá og unnið saman í framtíðinni, eins og við höfum gert áður.“ Átök Kúrda og Tyrkja Rússland Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Trump gaf samkomulagi Kúrda við Assad-liða blessun sína Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mótmælti því ekki að sýrlenskir Kúrdar leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna Rússa. Það gerðu Kúrdar eftir að Trump skipaði bandarískum hermönnum að yfirgefa Sýrland í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkamenn. 17. október 2019 16:09 Bandarískar hersveitir fara frá Sýrlandi til vesturhluta Írak Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, segir að hersveitir Bandaríkjanna sem eru að yfirgefa Sýrland muni fara til vesturhluta Írak þar sem Bandaríkjaher mun halda áfram að berjast gegn hryðjuverkahópnum sem kennir sig við íslamskt ríki í von um að hópurinn muni ekki ná uppgöngu að nýju. 20. október 2019 14:24 Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21 Hafa áhyggjur af hömluleysi forsetans Fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir Repúblikanar sem þykja nánir Hvíta húsinu, hafa sífellt meiri áhyggjur af hegðun forsetans. Þeir segja engin bönd á Trump lengur og honum sé frjálst að gera smá og stór afglöp sem forseti. 19. október 2019 14:00 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Sýrlenski lýðræðisherinn (SDF), her Kúrda, tilkynnti á sunnudag að allir hermenn hans hafi hörfað frá landamærabænum Ras al-Ayn. Þetta gerðu þeir til að standa við vopnahléssamning sem Bandaríkin tryggðu á milli Kúrda og Tyrkja. Greint er frá þessu á vef fréttastofu Reuters. „Engir hermenn á okkar vegum eru í borginni,“ sagði Kino Gabriel, talsmaður SDF, í tilkynningu. Fyrr í dag sögðu hersveitir Tyrkja, sem hafa tekið stjórn á nærri öllum bænum í síðustu viku, að kúrdíska YPG hersveitin væri enn í stórum hluta bæjarins. Þá var greint frá því að Tyrkir og Rússar muni ræða hvernig best sé að „fjarlægja“ kúrdísku YPG sveitirnar frá bæjunum Manbij og Kobani í norðurhluta Sýrlands. Þetta munu þeir ræða á fundi sem haldinn verður í Sochi í næstu viku. Þetta sagði Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands á sunnudag. Tyrkland stöðvaði hernaðaraðgerðir sínar í norðausturhluta Sýrlands eftir að Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, samþykkti á fimmtudag, eftir að hafa rætt við Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, að leggja niður vopn í fimm daga til að gefa YPG mönnum færi á að yfirgefa „öryggissvæðið“ svokallaða sem Tyrkir vilja hafa á landamærunum.Kúrdískir „hryðjuverkamenn“ verða fjarlægðir af landamærunum Vopnahléinu var komið á með milligöngu Bandaríkjanna en fyrir tæpum tveimur vikum tilkynnti Donald Trump, Bandaríkjaforseti, að allir 1.000 hermenn Bandaríkjahers sem staðsettir voru í norðurhluta Sýrlands, myndu snúa aftur til Bandaríkjanna. Þessi ákvörðun var harðlega gagnrýnd af alþjóðasamfélaginu og í Washington og segja margir ákvörðunina vera svik við kúrdíska bandamenn þeirra sem hafa í áraraðir verið í fylkingarbrjósti, ásamt Bandaríkjunum, í baráttunni gegn hryðjuverkahópnum sem kennir sig við íslamskt ríki. Cavusoglu sagði í viðtali við Kanal 87 á sunnudag að það væri gríðarlega mikilvægt að Erdogan og Vladimir Putin, forseti Rússlands, funduðu í vikunni. „Við munum ræða hvernig hryðjuverkahópurinn YPG verður fjarlægður frá landamærum okkar, sérstaklega frá Manbij og Kobani, í samstarfi við Rússa,“ sagði Cavusoglu. „Við trúum því að við getum náð samkomulagi við þá og unnið saman í framtíðinni, eins og við höfum gert áður.“
Átök Kúrda og Tyrkja Rússland Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Trump gaf samkomulagi Kúrda við Assad-liða blessun sína Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mótmælti því ekki að sýrlenskir Kúrdar leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna Rússa. Það gerðu Kúrdar eftir að Trump skipaði bandarískum hermönnum að yfirgefa Sýrland í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkamenn. 17. október 2019 16:09 Bandarískar hersveitir fara frá Sýrlandi til vesturhluta Írak Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, segir að hersveitir Bandaríkjanna sem eru að yfirgefa Sýrland muni fara til vesturhluta Írak þar sem Bandaríkjaher mun halda áfram að berjast gegn hryðjuverkahópnum sem kennir sig við íslamskt ríki í von um að hópurinn muni ekki ná uppgöngu að nýju. 20. október 2019 14:24 Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21 Hafa áhyggjur af hömluleysi forsetans Fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir Repúblikanar sem þykja nánir Hvíta húsinu, hafa sífellt meiri áhyggjur af hegðun forsetans. Þeir segja engin bönd á Trump lengur og honum sé frjálst að gera smá og stór afglöp sem forseti. 19. október 2019 14:00 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Trump gaf samkomulagi Kúrda við Assad-liða blessun sína Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mótmælti því ekki að sýrlenskir Kúrdar leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna Rússa. Það gerðu Kúrdar eftir að Trump skipaði bandarískum hermönnum að yfirgefa Sýrland í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkamenn. 17. október 2019 16:09
Bandarískar hersveitir fara frá Sýrlandi til vesturhluta Írak Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, segir að hersveitir Bandaríkjanna sem eru að yfirgefa Sýrland muni fara til vesturhluta Írak þar sem Bandaríkjaher mun halda áfram að berjast gegn hryðjuverkahópnum sem kennir sig við íslamskt ríki í von um að hópurinn muni ekki ná uppgöngu að nýju. 20. október 2019 14:24
Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21
Hafa áhyggjur af hömluleysi forsetans Fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir Repúblikanar sem þykja nánir Hvíta húsinu, hafa sífellt meiri áhyggjur af hegðun forsetans. Þeir segja engin bönd á Trump lengur og honum sé frjálst að gera smá og stór afglöp sem forseti. 19. október 2019 14:00