Erlent

Forseti Evrópuþingsins hælir Mussolini

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Antonio Tajani.
Antonio Tajani. Getty/Thierry Monasse
Forseti Evrópuþingsins, Antonio Tajani, hefur hlotið mikla gagnrýni eftir að hann lofsöng fyrrum einræðisherra Ítalíu, Benito Mussolini.

Antonio sagði í viðtali við Radio 24 á miðvikudag að Mussolini hafi gert jákvæða hluti, svo sem að bæta innviði Ítalíu þar til hann „lýsti yfir stríði við allan heiminn og fylgdi Hitler þar til hann kom á kynþáttalögum.“ Þessi lög urðu til þess að réttindi gyðinga og annarra takmörkuðust mikið.

Antonio er hluti af Forza Italia, flokki Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×