Agla María búin að búa til átta mörk í fyrstu fjórum umferðunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2019 16:00 Agla María Albertsdóttir er hér fagnað af liðsfélaga sínum Fjollu Shala. Vísir/Bára Agla María Albertsdóttir hefur byrjað tímabilið frábærlega í Pepsi Max deild kvenna og á mikinn þátt í því að Íslandsmeistararnir eru með fullt hús á toppi deildarinnar. Agla María er nú markahæsti leikmaður deildarinnar með fimm mörk í fjórum leikjum en hún er einnig ein af þeim sem hafa gefið flestar stoðsendingar í fyrstu fjórum umferðunum. Agla María hefur gefið þrjár stoðsendingar eins og þrír aðrir leikmenn eða þær Fanndís Friðriksdóttir og Elín Metta Jensen úr Val og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir úr Breiðabliki. Agla María hefur þar með komið með beinum hætti að átta af þrettán fyrstu mörkum Breiðabliksliðsins á leiktíðinni. Aðeins tvö önnur félög (Valur 13 og Þór/KA 8) hafa skorað svo mörg mörk í deildinni til þessa. Agla María hefur líka skorað í öllum fjórum leikjunum og gefið stoðsendingu í öllum nema fyrsta leiknum þar sem hún skoraði tvö mörk. Landsliðskonan hefur þar með komið að tveimur mörkum í öllum leikjunum fjórum. Agla María kom að samtals sautján mörkum á öllu síðasta tímabili (8 mörk og 9 stoðsendingar) og er því næstum því hálfnuð í að jafna þann árangur þrátt fyrir að fjórtán af átján umferðum séu enn eftir af deildarkeppninni í ár. Það er því líklegt að landsliðkonan geri enn betur í sumar en í fyrra. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá leikmenn sem hafa búið til flest mörk í Pepsi Max deild kvenna til þessa í sumar.Leikmenn sem hafa átt þátt í flestum mörkum í Pepsi Max deild kvenna 2019:8 mörk Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki (5 mörk + 3 aðstoðir)6 mörk Elín Metta Jensen, Val (2 mörk + 3 aðstoðir)5 mörk Stephany Mayor, Þór/KA (4 mörk + 1 aðstoð)4 mörk Margrét Lára Viðarsdóttir, Val (3 mörk + 1 aðstoð) Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Breiðabliki (1 mark + 3 aðstoðir) Hlín Eiríksdóttir, Val (3 mörk + 1 aðstoð) Andrea Mist Pálsdóttir, Þór/KA (2 mörk + 2 aðstoðir) Fanndís Friðriksdóttir, Val (1 mark + 3 aðstoðir) Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðabliki (3 mörk + 1 aðstoð) Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Agla María Albertsdóttir hefur byrjað tímabilið frábærlega í Pepsi Max deild kvenna og á mikinn þátt í því að Íslandsmeistararnir eru með fullt hús á toppi deildarinnar. Agla María er nú markahæsti leikmaður deildarinnar með fimm mörk í fjórum leikjum en hún er einnig ein af þeim sem hafa gefið flestar stoðsendingar í fyrstu fjórum umferðunum. Agla María hefur gefið þrjár stoðsendingar eins og þrír aðrir leikmenn eða þær Fanndís Friðriksdóttir og Elín Metta Jensen úr Val og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir úr Breiðabliki. Agla María hefur þar með komið með beinum hætti að átta af þrettán fyrstu mörkum Breiðabliksliðsins á leiktíðinni. Aðeins tvö önnur félög (Valur 13 og Þór/KA 8) hafa skorað svo mörg mörk í deildinni til þessa. Agla María hefur líka skorað í öllum fjórum leikjunum og gefið stoðsendingu í öllum nema fyrsta leiknum þar sem hún skoraði tvö mörk. Landsliðskonan hefur þar með komið að tveimur mörkum í öllum leikjunum fjórum. Agla María kom að samtals sautján mörkum á öllu síðasta tímabili (8 mörk og 9 stoðsendingar) og er því næstum því hálfnuð í að jafna þann árangur þrátt fyrir að fjórtán af átján umferðum séu enn eftir af deildarkeppninni í ár. Það er því líklegt að landsliðkonan geri enn betur í sumar en í fyrra. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá leikmenn sem hafa búið til flest mörk í Pepsi Max deild kvenna til þessa í sumar.Leikmenn sem hafa átt þátt í flestum mörkum í Pepsi Max deild kvenna 2019:8 mörk Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki (5 mörk + 3 aðstoðir)6 mörk Elín Metta Jensen, Val (2 mörk + 3 aðstoðir)5 mörk Stephany Mayor, Þór/KA (4 mörk + 1 aðstoð)4 mörk Margrét Lára Viðarsdóttir, Val (3 mörk + 1 aðstoð) Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Breiðabliki (1 mark + 3 aðstoðir) Hlín Eiríksdóttir, Val (3 mörk + 1 aðstoð) Andrea Mist Pálsdóttir, Þór/KA (2 mörk + 2 aðstoðir) Fanndís Friðriksdóttir, Val (1 mark + 3 aðstoðir) Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðabliki (3 mörk + 1 aðstoð)
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira