Nýi samningurinn er út leiktíðina 2021 þannig að Færeyingurinn verður í Krikanum næstu árin.
Gleðifréttir úr Kaplakrika: @BrandurOlsen hefur skrifað undir nýjan samning við FH sem gildir út tímabilið 2021. Brandur kom til FH fyrir tímabilið 2018, hann hefur spilað 32 leiki fyrir FH og skorað í þeim 11 mörk. #ViðerumFH#fotboltinet#pepsimaxdeildinpic.twitter.com/hX5F1ZDKz0
— FHingar.net (@fhingar) May 24, 2019
Þessi skemmtilegi leikmaður er 23 ára gamall og lykilmaður í landsliði Færeyja. Hann var áður á mála hjá FCK, Vendsyssel og Randers.