Weinstein nær samkomulagi við þær sem bera hann sökum Birgir Olgeirsson skrifar 24. maí 2019 13:56 Harvey Weinstein. Vísir/Getty Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein og fyrrverandi stjórnarmeðlimir fyrirtækis hans hafa náð bráðabirgða samkomulagi við konurnar sem sökuðu Weinstein um kynferðislega misnotkun. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC hefur eftir lögmönnum aðila málsins að samkomulagið, sem á að leysa úr málshöfðunum og bæta meintum fórnarlömbum hans miska, sé 44 milljóna dollara virði, eða því sem nemur um 5,4 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Á níunda tug kvenna sökuðu Weinstein um að hafa brotið á þeim og fjöldi þeirra hafa höfðað einkamál gegn honum. The New York Times segir ástæðu þess vera þá að þær ásakanir sem þær hafa fært fram á hendur honum varði ekki hegningarlög og verði því ekki tekin upp af saksóknara. Fellur kynferðisleg áreitni undir þann flokk. Fyrir dóm í New York í júní Ásakanir tveggja kvenna hafa þó leitt til ákæru gegn honum sem þýðir að saksóknari mun sækja hann til saka í New York í júní næstkomandi. Ásakanir kvennanna varða kynferðislegt ofbeldi, þar á meðal nauðgun. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér fangelsisvist til æviloka. Samkomulagið sem fjallað er um í Bandaríkjunum í dag varðar einkamál sem konur hafa höfðað gegn honum. Það tengist því ekki þeim ákærum sem hann þarf að verjast í New York í júní. Upphæð þessa bráðabirgða samkomulags, 44 milljónir Bandaríkjadala, er minna en helmingur þess sem var til tals í fyrra þegar rætt var um bætur til þeirra sem hafa sakað hann um áreitni. Samkvæmt þessu samkomulagi þá munu þrjátíu milljónir dollara renna til þeirra sem hafa sakað hann um áreitni. Afgangurinn færi í greiðslu til lögmanna sem bæði höfða mál og verja þá sem er stefnt. Tryggingafélög eru sögð eiga að greiða þessa upphæð. Innihald samkomulagsins er trúnaðarmál og því ekki vitað nákvæmlega í hverju það felst. Þar á meðal hvort þar megi finna viðurkenningu Weinstein á sekt. Einn sá valdamesti um árabil Weinstein er 67 ára gamall og var einn valdamesti maður Hollywood um árabil. Kvikmyndir sem hann hefur framleitt hafa hlotið 81 Óskarsverðlaun frá árinu 1999. Árið 2017 greindi Quartz frá því að hann hefði verið orðinn svo valdamikill í Hollywood að honum hefði verið þakkað jafn oft og guði í þakkarræðum Óskarsverðlaunahafa. Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein og fyrrverandi stjórnarmeðlimir fyrirtækis hans hafa náð bráðabirgða samkomulagi við konurnar sem sökuðu Weinstein um kynferðislega misnotkun. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC hefur eftir lögmönnum aðila málsins að samkomulagið, sem á að leysa úr málshöfðunum og bæta meintum fórnarlömbum hans miska, sé 44 milljóna dollara virði, eða því sem nemur um 5,4 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Á níunda tug kvenna sökuðu Weinstein um að hafa brotið á þeim og fjöldi þeirra hafa höfðað einkamál gegn honum. The New York Times segir ástæðu þess vera þá að þær ásakanir sem þær hafa fært fram á hendur honum varði ekki hegningarlög og verði því ekki tekin upp af saksóknara. Fellur kynferðisleg áreitni undir þann flokk. Fyrir dóm í New York í júní Ásakanir tveggja kvenna hafa þó leitt til ákæru gegn honum sem þýðir að saksóknari mun sækja hann til saka í New York í júní næstkomandi. Ásakanir kvennanna varða kynferðislegt ofbeldi, þar á meðal nauðgun. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér fangelsisvist til æviloka. Samkomulagið sem fjallað er um í Bandaríkjunum í dag varðar einkamál sem konur hafa höfðað gegn honum. Það tengist því ekki þeim ákærum sem hann þarf að verjast í New York í júní. Upphæð þessa bráðabirgða samkomulags, 44 milljónir Bandaríkjadala, er minna en helmingur þess sem var til tals í fyrra þegar rætt var um bætur til þeirra sem hafa sakað hann um áreitni. Samkvæmt þessu samkomulagi þá munu þrjátíu milljónir dollara renna til þeirra sem hafa sakað hann um áreitni. Afgangurinn færi í greiðslu til lögmanna sem bæði höfða mál og verja þá sem er stefnt. Tryggingafélög eru sögð eiga að greiða þessa upphæð. Innihald samkomulagsins er trúnaðarmál og því ekki vitað nákvæmlega í hverju það felst. Þar á meðal hvort þar megi finna viðurkenningu Weinstein á sekt. Einn sá valdamesti um árabil Weinstein er 67 ára gamall og var einn valdamesti maður Hollywood um árabil. Kvikmyndir sem hann hefur framleitt hafa hlotið 81 Óskarsverðlaun frá árinu 1999. Árið 2017 greindi Quartz frá því að hann hefði verið orðinn svo valdamikill í Hollywood að honum hefði verið þakkað jafn oft og guði í þakkarræðum Óskarsverðlaunahafa.
Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira