Gagnrýnir lögreglu vegna birtingarbanns sem sett var á myndbandið Birgir Olgeirsson skrifar 26. febrúar 2019 16:20 Síðast sást til Jóns laugardaginn 9. febrúar. Lögreglan á Írlandi Blaðamaður írska dagblaðsins Independent setur spurningarmerki við það hvers vegna lögreglan á Írlandi setti birtingarbann á myndband, sem sýndi ferðir Jóns Þrastar Jónssonar, þangað til það hafði verið sýnt í írska sjónvarpsþættinum Crimecall í gærkvöldi. Blaðamaðurinn heitir Amy Molloy en hún veltir fyrir sér hvort að áhorf á Crimecall sé mikilvægara heldur en að finna manneskju sem er saknað. Síðast sást til Jóns þegar hann hélt út af Hótel Bonnington, hvar hann og unnusta hans dvöldu, að morgni laugardagsins 9. febrúar. Molloy segir lögregluna á Írlandi hafa sent fjölmiðlum umrætt myndband í gær en því fylgdi skilyrði, ekki mátti birta það fyrr en klukkan korter yfir tíu að írskum tíma í gærkvöldi. Ástæðan var sú að sýna átti myndbandið fyrst í Crimecall en þátturinn hófst klukkan 09.35. „Almenn skynsemi gefur til kynna að mikilvægt myndband úr öryggismyndavélum ætti að birta almenningi sem allra fyrst því það er birt til að afla upplýsinga,“ segir Molloy í grein sem hún birtir á vef Independent.Umrætt myndband má sjá hér fyrir neðan:Segja Crimecall mikilvægt við rannsókn mála Hún segir því spurningar vakna hvers vegna írska lögreglan hafi ákveðið að sitja á myndbandinu þar til það hafði verið sýnt í Crimecall sem írska ríkissjónvarpið RTÉ er með á dagskrá. Molloy segir lögregluna hafa sent skjáskot úr myndbandinu á fjölmiðla á sunnudag og því hafi hún að öllum líkindum haft myndböndin undir höndum þá. Lögreglan sendi hins vegar myndböndin á aðra fjölmiðla klukkan átta í gærkvöldi með fyrrgreindum fyrirvara. Í tilkynningunni til fjölmiðla sagði: „Lögreglan óskar á ný eftir upplýsingum frá almenningi sem varðar leit að hinum 41 árs gamla Jóni Jónssyni. Rannsókn málsins verður til umfjöllunar í Crimecall í kvöld. Athugið að bann er við birtingu á þessu myndefni þar til eftir klukkan 10.15pm.“ Þá sagði einnig í tilkynningunni að þátturinn Crimecall þjóni mikilvægum tilgangi við rannsókn lögreglu á ýmiskonar málum. Amy Molloy spyr sig hins vegar hvort það réttlæti að öðrum fjölmiðlum sé bannað að birta myndaefni sem gæti hjálpað til í svona viðkvæmu máli? „Eða var birtingarbannið sett á svo að Crimecall sæti eitt að því?,“ spyr Molloy.Comment: 'Are Crimecall ratings more important than finding a missing person?' https://t.co/klnP8nxMVk— Amy Molloy (@AmyMolloy9) February 26, 2019 Segir Crimecall áður hafa neitað birtingu Hún segir Crimecall rekið í almannaþágu, en hafi áður neitað að sýna myndbönd úr eftirlitsmyndavélum af því það hafði birst annarsstaðar. Molloy segir foreldra sína hafa orðið fyrir vopnuðu ráni fyrir fimm árum og náðist það á eftirlitsmyndavélar. Foreldrar hennar létu myndefnið í hendur dagblaðanna Independent og Herald í von um að það myndi hjálpa til við að finna ræningjana. Margir stigu fram með ábendingar sem leiddu þó ekki til handtöku. Foreldrar hennar höfðu því samband við Crimecall í von um að myndefnið yrði birt þar. Svarið sem þau fengu var hins vegar á þá leið að ólíklegt væri að það yrði sýnt í Crimecall því að myndefnið hefði verið sýnt annarsstaðar.Lögreglumenn á Írlandi.Vísir/GettyRTÉ segist ekki hafa beðið um birtingabann Amy Molloy tekur fram að fjölmiðlar keppist um að vera fyrstir með fréttirnar en þegar kemur að leit að manneskjum sem er saknað ætti það alls ekki að vera í forgangi. „Crimecall er sýnt á RTÉ, en það ætti ekki að hindra að aðrar stöðvar sýni mikilvægt myndefni af ótta við að það minnki áhorf,“ skrifar Molloy. Hún sendi fyrirspurn til RTÉ en svarið frá talsmanni fjölmiðilsins var á þá leið að lögreglan ráði því alfarið hvenær og hvernig myndefni úr öryggismyndavélum birtist í Crimecall. RTÉ hafi ekki farið fram á birtingarbannið. Þegar Molloy spurði lögregluna út í birtingarbannið barst henni svar á þá leið að vangaveltur hennar verði teknar til greina ef svipaðar aðstæður koma upp aftur. Sagðist lögreglan beita birtingarbanninu til að aðstoða fjölmiðilinn á meðan hagsmunir rannsóknarinnar væru verndaðir. Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Írar biðja fyrir því að Jón Þröstur finnist Sautján dagar eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf á Írlandi. Utanríkisráðherrar Íslands og Írlands ræddu málið á fundi sínum í gær. Bróðir Jóns Þrastar gengur húsa á milli í leit að bróður sínum. Hann finnur fyrir stuðningi Íra. 26. febrúar 2019 06:30 Birta upptökur úr öryggismyndavélum í von um ábendingar Írska lögreglan hefur birt upptökur úr öryggismyndavélum þar sem síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2019 23:14 Greina frá því að Jón hafi tapað hálfri milljón króna kvöldið áður en hann hvarf Írskir fjölmiðlar greina frá því í dag að talið sé að Jón Þröstur Jónsson, Íslendingurinn sem leitað hefur verið að í Dyflinni í rúmar tvær vikur, hafi tapað um 4.000 evrum, eða sem samsvarar um hálfri milljón íslenskra króna, í póker kvöldið áður en hvarf. 26. febrúar 2019 11:04 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Sjá meira
Blaðamaður írska dagblaðsins Independent setur spurningarmerki við það hvers vegna lögreglan á Írlandi setti birtingarbann á myndband, sem sýndi ferðir Jóns Þrastar Jónssonar, þangað til það hafði verið sýnt í írska sjónvarpsþættinum Crimecall í gærkvöldi. Blaðamaðurinn heitir Amy Molloy en hún veltir fyrir sér hvort að áhorf á Crimecall sé mikilvægara heldur en að finna manneskju sem er saknað. Síðast sást til Jóns þegar hann hélt út af Hótel Bonnington, hvar hann og unnusta hans dvöldu, að morgni laugardagsins 9. febrúar. Molloy segir lögregluna á Írlandi hafa sent fjölmiðlum umrætt myndband í gær en því fylgdi skilyrði, ekki mátti birta það fyrr en klukkan korter yfir tíu að írskum tíma í gærkvöldi. Ástæðan var sú að sýna átti myndbandið fyrst í Crimecall en þátturinn hófst klukkan 09.35. „Almenn skynsemi gefur til kynna að mikilvægt myndband úr öryggismyndavélum ætti að birta almenningi sem allra fyrst því það er birt til að afla upplýsinga,“ segir Molloy í grein sem hún birtir á vef Independent.Umrætt myndband má sjá hér fyrir neðan:Segja Crimecall mikilvægt við rannsókn mála Hún segir því spurningar vakna hvers vegna írska lögreglan hafi ákveðið að sitja á myndbandinu þar til það hafði verið sýnt í Crimecall sem írska ríkissjónvarpið RTÉ er með á dagskrá. Molloy segir lögregluna hafa sent skjáskot úr myndbandinu á fjölmiðla á sunnudag og því hafi hún að öllum líkindum haft myndböndin undir höndum þá. Lögreglan sendi hins vegar myndböndin á aðra fjölmiðla klukkan átta í gærkvöldi með fyrrgreindum fyrirvara. Í tilkynningunni til fjölmiðla sagði: „Lögreglan óskar á ný eftir upplýsingum frá almenningi sem varðar leit að hinum 41 árs gamla Jóni Jónssyni. Rannsókn málsins verður til umfjöllunar í Crimecall í kvöld. Athugið að bann er við birtingu á þessu myndefni þar til eftir klukkan 10.15pm.“ Þá sagði einnig í tilkynningunni að þátturinn Crimecall þjóni mikilvægum tilgangi við rannsókn lögreglu á ýmiskonar málum. Amy Molloy spyr sig hins vegar hvort það réttlæti að öðrum fjölmiðlum sé bannað að birta myndaefni sem gæti hjálpað til í svona viðkvæmu máli? „Eða var birtingarbannið sett á svo að Crimecall sæti eitt að því?,“ spyr Molloy.Comment: 'Are Crimecall ratings more important than finding a missing person?' https://t.co/klnP8nxMVk— Amy Molloy (@AmyMolloy9) February 26, 2019 Segir Crimecall áður hafa neitað birtingu Hún segir Crimecall rekið í almannaþágu, en hafi áður neitað að sýna myndbönd úr eftirlitsmyndavélum af því það hafði birst annarsstaðar. Molloy segir foreldra sína hafa orðið fyrir vopnuðu ráni fyrir fimm árum og náðist það á eftirlitsmyndavélar. Foreldrar hennar létu myndefnið í hendur dagblaðanna Independent og Herald í von um að það myndi hjálpa til við að finna ræningjana. Margir stigu fram með ábendingar sem leiddu þó ekki til handtöku. Foreldrar hennar höfðu því samband við Crimecall í von um að myndefnið yrði birt þar. Svarið sem þau fengu var hins vegar á þá leið að ólíklegt væri að það yrði sýnt í Crimecall því að myndefnið hefði verið sýnt annarsstaðar.Lögreglumenn á Írlandi.Vísir/GettyRTÉ segist ekki hafa beðið um birtingabann Amy Molloy tekur fram að fjölmiðlar keppist um að vera fyrstir með fréttirnar en þegar kemur að leit að manneskjum sem er saknað ætti það alls ekki að vera í forgangi. „Crimecall er sýnt á RTÉ, en það ætti ekki að hindra að aðrar stöðvar sýni mikilvægt myndefni af ótta við að það minnki áhorf,“ skrifar Molloy. Hún sendi fyrirspurn til RTÉ en svarið frá talsmanni fjölmiðilsins var á þá leið að lögreglan ráði því alfarið hvenær og hvernig myndefni úr öryggismyndavélum birtist í Crimecall. RTÉ hafi ekki farið fram á birtingarbannið. Þegar Molloy spurði lögregluna út í birtingarbannið barst henni svar á þá leið að vangaveltur hennar verði teknar til greina ef svipaðar aðstæður koma upp aftur. Sagðist lögreglan beita birtingarbanninu til að aðstoða fjölmiðilinn á meðan hagsmunir rannsóknarinnar væru verndaðir.
Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Írar biðja fyrir því að Jón Þröstur finnist Sautján dagar eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf á Írlandi. Utanríkisráðherrar Íslands og Írlands ræddu málið á fundi sínum í gær. Bróðir Jóns Þrastar gengur húsa á milli í leit að bróður sínum. Hann finnur fyrir stuðningi Íra. 26. febrúar 2019 06:30 Birta upptökur úr öryggismyndavélum í von um ábendingar Írska lögreglan hefur birt upptökur úr öryggismyndavélum þar sem síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2019 23:14 Greina frá því að Jón hafi tapað hálfri milljón króna kvöldið áður en hann hvarf Írskir fjölmiðlar greina frá því í dag að talið sé að Jón Þröstur Jónsson, Íslendingurinn sem leitað hefur verið að í Dyflinni í rúmar tvær vikur, hafi tapað um 4.000 evrum, eða sem samsvarar um hálfri milljón íslenskra króna, í póker kvöldið áður en hvarf. 26. febrúar 2019 11:04 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Sjá meira
Írar biðja fyrir því að Jón Þröstur finnist Sautján dagar eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf á Írlandi. Utanríkisráðherrar Íslands og Írlands ræddu málið á fundi sínum í gær. Bróðir Jóns Þrastar gengur húsa á milli í leit að bróður sínum. Hann finnur fyrir stuðningi Íra. 26. febrúar 2019 06:30
Birta upptökur úr öryggismyndavélum í von um ábendingar Írska lögreglan hefur birt upptökur úr öryggismyndavélum þar sem síðast sást til Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í í Dublin þann 9. febrúar síðastliðinn. 25. febrúar 2019 23:14
Greina frá því að Jón hafi tapað hálfri milljón króna kvöldið áður en hann hvarf Írskir fjölmiðlar greina frá því í dag að talið sé að Jón Þröstur Jónsson, Íslendingurinn sem leitað hefur verið að í Dyflinni í rúmar tvær vikur, hafi tapað um 4.000 evrum, eða sem samsvarar um hálfri milljón íslenskra króna, í póker kvöldið áður en hvarf. 26. febrúar 2019 11:04