KR-liðið vann titilinn sem KR má ekki vinna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2019 10:00 Óskar Örn Hauksson og Atli Sigurjónsson. Vísir/Bára KR hefur aldrei orðið Íslandsmeistari á sama sumri og liðið vann deildarbikarinn um vorið. Sigurinn á Skagamönnum á sunnudagskvöldið boðar því ekki gott. KR-ingar eru Lengjubikarmeistarar eftir 2-1 sigur á ÍA í úrslitaleik mótsins í Laugardalnum. Þetta er í áttunda sinn sem KR vinnur deildabikar karla en sigur á þessu undirbúningsmóti hefur hingað til þýtt að liðið hefur ekki orðið Íslandsmeistari. KR-ingar urðu í öðru sæti á fyrsta árinu sem þeir unnu deildabikarinn en það var sumarið 1998 þegar liðið átti magnaða seinni umferð. Frá þeim tíma hefur besti árangur liðsins á deildarbikarmeistaraári verið 3. sætið sumarið 2016. Hin deildarbikarmeistaraárin hafa KR-ingar ekki endað í verðlaunasæti sem þýðir fjórða sætið eða neðar. Á fjórum af sjö tímabilum þar sem KR hefur unnið deildarmeistaratitilinn um vorið hafa orðið þjálfaraskipti á tímabilinu. Pétur Pétursson (2001), Magnús Gylfason (2005), Logi Ólafsson (2010) og Bjarni Guðjónsson (2006) unnu allir deildabikarinn um vorið en voru ekki þjálfarar liðsins þegar Íslandsmótið kláraðist um haustið. KR hefur unnið ellefu titla frá því að fyrsti deildarbikartitilinn kom í hús vorið 1998 en aðeins einn þeirra hefur komið á ári sem deildarbikarmeistaratitilinn vannst. Það var sumarið 2012 þegar KR varð bikarmeistari annað árið í röð en hafði unnið deildabikarinn um vorið. Fjórir af fimm bikarmeistaratitlinum og sex af sex Íslandsmeistaratitlinum hafa því komið í hús á sumri þar sem liðið vann ekki deildabikarinn á undirbúningstímabilinu. Hver er ástæðan? Ein líkleg kenning snýst um pressuna sem KR-ingar eru nú duglegir að setja á liðið sitt. Sigur í stærsta undirbúningsmótinu á í þeirra huga að þýða sigur á Íslandsmótinu. Með meiri væntingum hefur það reynst KR-ingum erfiðara að skila titlum í hús. Árin 1990 til 1998 var KR með frábær lið flest árin en enginn Íslandsmeistaratitill kom í hús. KR-ingar geta víst ekki skilað deildarmeistarabikarnum sem þeir unnu á sunnudagskvöldið og því er það eina í stöðunni er að storka örlögunum, yfirbuga hefðina og brjóta blað í sögu KR og deildarbikarmeistaratitla í sumar.Deildarmeistaratitlar KR-ingar og gengið í deildinni um sumarið 1998 - 2. sætiÍslandsmeistarar 1999 og 2000Bikarmeistari 1999 2001 - 7. sæti*Íslandsmeistarar 2002 og 2003 2005 - 6. sæti*Bikarmeistari 2008 2010 - 4. sæti*Íslandsmeistarar 2011Bikarmeistari 2011 2012 - 4. sæti og bikarmeistariÍslandsmeistarar 2013Bikarmeistari 2014 2016 - 3. sæti* 2017 - 4. sæti 2019 - ???* Þjálfaraskipti hjá KR á miðju tímabili Pepsi Max-deild karla Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
KR hefur aldrei orðið Íslandsmeistari á sama sumri og liðið vann deildarbikarinn um vorið. Sigurinn á Skagamönnum á sunnudagskvöldið boðar því ekki gott. KR-ingar eru Lengjubikarmeistarar eftir 2-1 sigur á ÍA í úrslitaleik mótsins í Laugardalnum. Þetta er í áttunda sinn sem KR vinnur deildabikar karla en sigur á þessu undirbúningsmóti hefur hingað til þýtt að liðið hefur ekki orðið Íslandsmeistari. KR-ingar urðu í öðru sæti á fyrsta árinu sem þeir unnu deildabikarinn en það var sumarið 1998 þegar liðið átti magnaða seinni umferð. Frá þeim tíma hefur besti árangur liðsins á deildarbikarmeistaraári verið 3. sætið sumarið 2016. Hin deildarbikarmeistaraárin hafa KR-ingar ekki endað í verðlaunasæti sem þýðir fjórða sætið eða neðar. Á fjórum af sjö tímabilum þar sem KR hefur unnið deildarmeistaratitilinn um vorið hafa orðið þjálfaraskipti á tímabilinu. Pétur Pétursson (2001), Magnús Gylfason (2005), Logi Ólafsson (2010) og Bjarni Guðjónsson (2006) unnu allir deildabikarinn um vorið en voru ekki þjálfarar liðsins þegar Íslandsmótið kláraðist um haustið. KR hefur unnið ellefu titla frá því að fyrsti deildarbikartitilinn kom í hús vorið 1998 en aðeins einn þeirra hefur komið á ári sem deildarbikarmeistaratitilinn vannst. Það var sumarið 2012 þegar KR varð bikarmeistari annað árið í röð en hafði unnið deildabikarinn um vorið. Fjórir af fimm bikarmeistaratitlinum og sex af sex Íslandsmeistaratitlinum hafa því komið í hús á sumri þar sem liðið vann ekki deildabikarinn á undirbúningstímabilinu. Hver er ástæðan? Ein líkleg kenning snýst um pressuna sem KR-ingar eru nú duglegir að setja á liðið sitt. Sigur í stærsta undirbúningsmótinu á í þeirra huga að þýða sigur á Íslandsmótinu. Með meiri væntingum hefur það reynst KR-ingum erfiðara að skila titlum í hús. Árin 1990 til 1998 var KR með frábær lið flest árin en enginn Íslandsmeistaratitill kom í hús. KR-ingar geta víst ekki skilað deildarmeistarabikarnum sem þeir unnu á sunnudagskvöldið og því er það eina í stöðunni er að storka örlögunum, yfirbuga hefðina og brjóta blað í sögu KR og deildarbikarmeistaratitla í sumar.Deildarmeistaratitlar KR-ingar og gengið í deildinni um sumarið 1998 - 2. sætiÍslandsmeistarar 1999 og 2000Bikarmeistari 1999 2001 - 7. sæti*Íslandsmeistarar 2002 og 2003 2005 - 6. sæti*Bikarmeistari 2008 2010 - 4. sæti*Íslandsmeistarar 2011Bikarmeistari 2011 2012 - 4. sæti og bikarmeistariÍslandsmeistarar 2013Bikarmeistari 2014 2016 - 3. sæti* 2017 - 4. sæti 2019 - ???* Þjálfaraskipti hjá KR á miðju tímabili
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira