Íslands- og bikarmeistarar Breiðabliks töpuðu 3-1 fyrir Val er liðin mættust í A-deild Lengjubikars kvenna á Origo vellinum í kvöld.
Það voru ekki liðnar nema þrjár mínútur er fyrirliði Vals, Margrét Lára Viðarsdóttir, var búin að koma boltanum framhjá Sonný Láru Þráinsdóttur í marki Blika.
Blikarnir náðu þó að jafna fyrir hlé en Agla María Albertsdottir jafnaði metin á 43. mínútu með marki gegn sínum gömlu félögum. 1-1 í leikhlé.
Valsstúlkur komust yfir er Kristín Dís Árnadóttir varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 62. mínútu og fimm mínútum fyrir leikslok skoraði Margrét Lára Viðarsdóttir þriðja mark Vals.
Lokatölur 3-1 en Valur er með fullt hús stiga eftir fimm leiki en þetta var fyrsta tap Breiðabliks í fyrstu þremur leikjunum. Þær eru í öðru sætinu með sex stig.
Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá úrslit.net.
Margrét Lára á skotskónum gegn tvöföldu meisturunum
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið






Barcelona rúllaði yfir Como
Fótbolti


Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena
Körfubolti


Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn
Enski boltinn