Var haldið sofandi í þrjár vikur eftir brunann í Mávahlíð Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2019 21:30 Frá vettvangi brunans í Mávahlíð. Vísir/Jóhann K Sólrún Alda Waldorff og Rahmon Anvarov, sem brenndust alvarlega þegar eldur kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð í október eru verulega illa brennd og hafa farið í fjölda aðgerða bæði hér á Íslandi og í Svíþjóð. Bæði eru þau ekki lengur í lífshættu. Eldurinn kom upp í kjallaraíbúð þar sem Rahmon var að leigja herbergi og mun eldurinn hafa kviknað í potti. Eigandi íbúðarinnar komst út en Þau Rahmon og Sólrún voru sofandi og var þeim bjargað út um glugga.Sjá einnig: Tveimur bjargað úr brennandi íbúð í MávahlíðÞórunn Alda Gylfadóttir, móðir Sólrúnar, sagði í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld að halda þurfti Sólrúnu sofandi í þrjár vikur. Hún hafi verið í bráðri lífshættu allan tímann. Nú sé hún þó komin til meðvitundar en hún er með annars og þriðja stigs bruna á rúmum þriðjungi líkama hennar.Þórunn Alda Gylfadóttir.Listi Grindvíkinga„Það er sem sagt andlit og háls, niður að bringu og vinstri hliðin. Það eru svona verstu svæðin,“ sagði Þórunn við fréttamann Ríkisútvarpsins. Rahmon var verr brunninn eða með annars og þriðja stigs brunasár á rúmum helmingi líkama síns. Lungu hans voru þó ekki jafn illa farin og lungu Sólrúnu. Hann er sömuleiðis ekki lengur í lífshættur. Fram hefur komið að Landspítalinn er ekki í stakk búinn til að meðhöndla marga slasaða með alvarleg brunasár. Einungis tvö gjörgæslupláss eru til staðar fyrir sjúklinga með slíka áverka. Sólrún var því flutt til Svíþjóðar en Rahmon er enn hér á landi. Þórunn sagði því líklegt að fjölskyldan haldi upp á jólin í Svíþjóð. Hún vonast þó til þess að Sólrún verði komin heim áður. Bruni í Mávahlíð Reykjavík Tengdar fréttir Halda bænastund fyrir konu sem slasaðist í brunanum í Mávahlíð Bænastund verður haldin í Grindavíkjurkirkju í kvöld klukkan 20:30 fyrir konu sem slasaðist alvarlega í eldsvoða í Mávahlíð í Reykjavík aðfaranótt miðvikudags. 25. október 2019 18:00 Alvarlega slösuð eftir eldsvoða í Mávahlíð Tvennt er alvarlega slasað eftir eldsvoða sem kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð að morgni miðvikudags. 25. október 2019 12:00 Berjast fyrir lífi sínu eftir brunann í Mávahlíð Sólrún Alda Waldorff og Rahmon Anvarov, sem slösuðust alvarlega þegar eldur kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð að morgni miðvikudags, berjast nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi. 27. október 2019 21:36 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Sólrún Alda Waldorff og Rahmon Anvarov, sem brenndust alvarlega þegar eldur kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð í október eru verulega illa brennd og hafa farið í fjölda aðgerða bæði hér á Íslandi og í Svíþjóð. Bæði eru þau ekki lengur í lífshættu. Eldurinn kom upp í kjallaraíbúð þar sem Rahmon var að leigja herbergi og mun eldurinn hafa kviknað í potti. Eigandi íbúðarinnar komst út en Þau Rahmon og Sólrún voru sofandi og var þeim bjargað út um glugga.Sjá einnig: Tveimur bjargað úr brennandi íbúð í MávahlíðÞórunn Alda Gylfadóttir, móðir Sólrúnar, sagði í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld að halda þurfti Sólrúnu sofandi í þrjár vikur. Hún hafi verið í bráðri lífshættu allan tímann. Nú sé hún þó komin til meðvitundar en hún er með annars og þriðja stigs bruna á rúmum þriðjungi líkama hennar.Þórunn Alda Gylfadóttir.Listi Grindvíkinga„Það er sem sagt andlit og háls, niður að bringu og vinstri hliðin. Það eru svona verstu svæðin,“ sagði Þórunn við fréttamann Ríkisútvarpsins. Rahmon var verr brunninn eða með annars og þriðja stigs brunasár á rúmum helmingi líkama síns. Lungu hans voru þó ekki jafn illa farin og lungu Sólrúnu. Hann er sömuleiðis ekki lengur í lífshættur. Fram hefur komið að Landspítalinn er ekki í stakk búinn til að meðhöndla marga slasaða með alvarleg brunasár. Einungis tvö gjörgæslupláss eru til staðar fyrir sjúklinga með slíka áverka. Sólrún var því flutt til Svíþjóðar en Rahmon er enn hér á landi. Þórunn sagði því líklegt að fjölskyldan haldi upp á jólin í Svíþjóð. Hún vonast þó til þess að Sólrún verði komin heim áður.
Bruni í Mávahlíð Reykjavík Tengdar fréttir Halda bænastund fyrir konu sem slasaðist í brunanum í Mávahlíð Bænastund verður haldin í Grindavíkjurkirkju í kvöld klukkan 20:30 fyrir konu sem slasaðist alvarlega í eldsvoða í Mávahlíð í Reykjavík aðfaranótt miðvikudags. 25. október 2019 18:00 Alvarlega slösuð eftir eldsvoða í Mávahlíð Tvennt er alvarlega slasað eftir eldsvoða sem kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð að morgni miðvikudags. 25. október 2019 12:00 Berjast fyrir lífi sínu eftir brunann í Mávahlíð Sólrún Alda Waldorff og Rahmon Anvarov, sem slösuðust alvarlega þegar eldur kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð að morgni miðvikudags, berjast nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi. 27. október 2019 21:36 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Halda bænastund fyrir konu sem slasaðist í brunanum í Mávahlíð Bænastund verður haldin í Grindavíkjurkirkju í kvöld klukkan 20:30 fyrir konu sem slasaðist alvarlega í eldsvoða í Mávahlíð í Reykjavík aðfaranótt miðvikudags. 25. október 2019 18:00
Alvarlega slösuð eftir eldsvoða í Mávahlíð Tvennt er alvarlega slasað eftir eldsvoða sem kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð að morgni miðvikudags. 25. október 2019 12:00
Berjast fyrir lífi sínu eftir brunann í Mávahlíð Sólrún Alda Waldorff og Rahmon Anvarov, sem slösuðust alvarlega þegar eldur kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð að morgni miðvikudags, berjast nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi. 27. október 2019 21:36