Innlent

Alvarlega slösuð eftir eldsvoða í Mávahlíð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá vettvangi aðfaranótt miðvikudags.
Frá vettvangi aðfaranótt miðvikudags. Vísir/JóiK
Tveir eru alvarlega slasaðir eftir eldsvoða sem kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð að morgni miðvikudags. Einn til viðbótar slasaðist sömuleiðis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Rannsókn stendur yfir á eldsupptökum en talið er að eldurinn hafi kviknað í potti á eldavélarhellu.

Fréttamaður Stöðvar 2 fylgdist með aðgerðum slökkviliðs aðfaranótt miðvikudags eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan.

„Það var mikill reykur úr kjallaraíbúðinni og sjáanlegur eldur í anddyrinu,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu aðspurður um hvernig aðstæður hefðu verið þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang.

„Reykkafarar voru strax sendir að íbúðinni og tókst á afar skömmum tíma að bjarga tveimur út um glugga íbúðarinnar,“ sagði Gunnlaugur.


Tengdar fréttir

Tveimur bjargað úr brennandi íbúð í Mávahlíð

Mikil viðbúnaður var hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eftir að tilkynning barst á öðrum tímanum í nótt um að eldur logaði í íbúð í Mávahlíð. Nær allt tiltækt lið var sent á staðinn enda um fjölbýlishús að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×