Tvö gjörgæslurúm fyrir sjúklinga með alvarleg brunasár á Landspítalanum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 29. október 2019 18:30 Landspítalinn er ekki í stakk búinn til að meðhöndla marga slasaða með alvarleg brunasár. Einungis tvö gjörgæslupláss eru til staðar fyrir sjúklinga með slíka áverka. Mikill eldur kom upp í íbúð í Mávahlíð um miðja síðustu viku. Eldurinn kom upp í kjallaraíbúð þar sem þrennt var innandyra. Einn komst út að sjálfsdáðum en slökkviliðsmenn björguðu tveimur út um glugga íbúðarinnar. Talið er að eldurinn hafi í kviknað potti í eldhúsi. Rannsókn lögreglu á tildrögum brunans er ólokið þar sem ekki hefur tekist að taka skýrslu af fólkinu.Frá vettvangi brunans í Mávahlíð aðfararnótt miðvikudags í síðustu viku.Vísir/Jóhann K.Öll með alvarleg brunasár Áverkar þeirra sem hlut eiga að máli mjög alvarlegir. Öll voru flutt á slysadeild til aðhlynningar og lögð inn á gjörgæsludeild. Kona og karl eru þungt haldin. Gjörgæsludeild spítalans er ekki í stakk búinn til þess að taka á móti mörgum einstaklingum með alvarleg brunasár, því var konan flutt til aðhlynningar í Svíþjóð. „Þeir sem eru með mjög alvarlegan brunaáverka þurfa að leggjast inn á gjörgæslu til þess að byrja með og þar höfum við tvö pláss fyrir alvarlegustu brunasjúklingana,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Landspítalanum.Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Landspítalanum.Vísir/BaldurGóð samvinna við aðra norræna spítala komi þessi staða upp Ólafur segir pítalann vera í góðu samstarfi við aðra norræna spítala sem taka við sjúklingum þegar staða sem þessi kemur upp.Ættu að vera fleiri pláss þar sem hægt væri að meðhöndla alvarlega slasaða með brunasár?„Ég held að það liggi ekki fyrir neitt sérstak mat á því og þetta er í sjálfu sér mjög góð spurning. Okkar hámark eru tveir með alvarleg brunasár,“ segir Ólafur. Margir alvarlegir húsbrunar hafa komið upp á síðustu vikum sem vekur upp spurningar um hvort fjölga þurfi gjörgæslurýmum.Hefur það ekki áhrif á bataferlið ef að til kemur að það þurfi að fljúga viðkomandi einstakling erlendis með sjúkraflugi? „Það er ómögulegt að fullyrða um það og við getum ekki tjáð okkur um einstaka tilfelli, en við höfum þessi tvö gjörgæslu rými fyrir alvarlega brunaáverka,“ segir Ólafur. Íbúðin þar sem eldurinn kom upp er afar illa farin.Vísir/Jóhann K. Bruni í Mávahlíð Landspítalinn Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Halda bænastund fyrir konu sem slasaðist í brunanum í Mávahlíð Bænastund verður haldin í Grindavíkjurkirkju í kvöld klukkan 20:30 fyrir konu sem slasaðist alvarlega í eldsvoða í Mávahlíð í Reykjavík aðfaranótt miðvikudags. 25. október 2019 18:00 Alvarlega slösuð eftir eldsvoða í Mávahlíð Tvennt er alvarlega slasað eftir eldsvoða sem kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð að morgni miðvikudags. 25. október 2019 12:00 Tveimur bjargað úr brennandi íbúð í Mávahlíð Mikil viðbúnaður var hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eftir að tilkynning barst á öðrum tímanum í nótt um að eldur logaði í íbúð í Mávahlíð. Nær allt tiltækt lið var sent á staðinn enda um fjölbýlishús að ræða. 23. október 2019 03:08 Berjast fyrir lífi sínu eftir brunann í Mávahlíð Sólrún Alda Waldorff og Rahmon Anvarov, sem slösuðust alvarlega þegar eldur kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð að morgni miðvikudags, berjast nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi. 27. október 2019 21:36 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Landspítalinn er ekki í stakk búinn til að meðhöndla marga slasaða með alvarleg brunasár. Einungis tvö gjörgæslupláss eru til staðar fyrir sjúklinga með slíka áverka. Mikill eldur kom upp í íbúð í Mávahlíð um miðja síðustu viku. Eldurinn kom upp í kjallaraíbúð þar sem þrennt var innandyra. Einn komst út að sjálfsdáðum en slökkviliðsmenn björguðu tveimur út um glugga íbúðarinnar. Talið er að eldurinn hafi í kviknað potti í eldhúsi. Rannsókn lögreglu á tildrögum brunans er ólokið þar sem ekki hefur tekist að taka skýrslu af fólkinu.Frá vettvangi brunans í Mávahlíð aðfararnótt miðvikudags í síðustu viku.Vísir/Jóhann K.Öll með alvarleg brunasár Áverkar þeirra sem hlut eiga að máli mjög alvarlegir. Öll voru flutt á slysadeild til aðhlynningar og lögð inn á gjörgæsludeild. Kona og karl eru þungt haldin. Gjörgæsludeild spítalans er ekki í stakk búinn til þess að taka á móti mörgum einstaklingum með alvarleg brunasár, því var konan flutt til aðhlynningar í Svíþjóð. „Þeir sem eru með mjög alvarlegan brunaáverka þurfa að leggjast inn á gjörgæslu til þess að byrja með og þar höfum við tvö pláss fyrir alvarlegustu brunasjúklingana,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Landspítalanum.Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Landspítalanum.Vísir/BaldurGóð samvinna við aðra norræna spítala komi þessi staða upp Ólafur segir pítalann vera í góðu samstarfi við aðra norræna spítala sem taka við sjúklingum þegar staða sem þessi kemur upp.Ættu að vera fleiri pláss þar sem hægt væri að meðhöndla alvarlega slasaða með brunasár?„Ég held að það liggi ekki fyrir neitt sérstak mat á því og þetta er í sjálfu sér mjög góð spurning. Okkar hámark eru tveir með alvarleg brunasár,“ segir Ólafur. Margir alvarlegir húsbrunar hafa komið upp á síðustu vikum sem vekur upp spurningar um hvort fjölga þurfi gjörgæslurýmum.Hefur það ekki áhrif á bataferlið ef að til kemur að það þurfi að fljúga viðkomandi einstakling erlendis með sjúkraflugi? „Það er ómögulegt að fullyrða um það og við getum ekki tjáð okkur um einstaka tilfelli, en við höfum þessi tvö gjörgæslu rými fyrir alvarlega brunaáverka,“ segir Ólafur. Íbúðin þar sem eldurinn kom upp er afar illa farin.Vísir/Jóhann K.
Bruni í Mávahlíð Landspítalinn Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Halda bænastund fyrir konu sem slasaðist í brunanum í Mávahlíð Bænastund verður haldin í Grindavíkjurkirkju í kvöld klukkan 20:30 fyrir konu sem slasaðist alvarlega í eldsvoða í Mávahlíð í Reykjavík aðfaranótt miðvikudags. 25. október 2019 18:00 Alvarlega slösuð eftir eldsvoða í Mávahlíð Tvennt er alvarlega slasað eftir eldsvoða sem kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð að morgni miðvikudags. 25. október 2019 12:00 Tveimur bjargað úr brennandi íbúð í Mávahlíð Mikil viðbúnaður var hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eftir að tilkynning barst á öðrum tímanum í nótt um að eldur logaði í íbúð í Mávahlíð. Nær allt tiltækt lið var sent á staðinn enda um fjölbýlishús að ræða. 23. október 2019 03:08 Berjast fyrir lífi sínu eftir brunann í Mávahlíð Sólrún Alda Waldorff og Rahmon Anvarov, sem slösuðust alvarlega þegar eldur kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð að morgni miðvikudags, berjast nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi. 27. október 2019 21:36 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Halda bænastund fyrir konu sem slasaðist í brunanum í Mávahlíð Bænastund verður haldin í Grindavíkjurkirkju í kvöld klukkan 20:30 fyrir konu sem slasaðist alvarlega í eldsvoða í Mávahlíð í Reykjavík aðfaranótt miðvikudags. 25. október 2019 18:00
Alvarlega slösuð eftir eldsvoða í Mávahlíð Tvennt er alvarlega slasað eftir eldsvoða sem kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð að morgni miðvikudags. 25. október 2019 12:00
Tveimur bjargað úr brennandi íbúð í Mávahlíð Mikil viðbúnaður var hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eftir að tilkynning barst á öðrum tímanum í nótt um að eldur logaði í íbúð í Mávahlíð. Nær allt tiltækt lið var sent á staðinn enda um fjölbýlishús að ræða. 23. október 2019 03:08
Berjast fyrir lífi sínu eftir brunann í Mávahlíð Sólrún Alda Waldorff og Rahmon Anvarov, sem slösuðust alvarlega þegar eldur kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð að morgni miðvikudags, berjast nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi. 27. október 2019 21:36