Arnar: Finnst ekki eins og við séum í fallbaráttu Guðlaugur Valgeirsson skrifar 15. júlí 2019 21:37 Arnar og félagar eru komnir upp úr fallsæti. vísir/daníel þór Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings var alls ekkert svekktur með aðeins eitt stig á heimavelli gegn Fylki í kvöld. Hann sagði að jafnteflið hefði líklega verið sanngjarnt. „Mér fannst þetta bara flottur leikur í kvöld. Sérstaklega í fyrri hálfleik þá var þetta bara svona end to end þar sem bæði lið fengu fullt af færum og ég held að jafnteflið hafi bara verið sanngjarnt þegar uppi var staðið.“ Hann segir það ekki beint áhyggjuefni að hafa bara fengið 1 stig úr seinustu 2 leikjum eftir að hafa spilað mjög vel í báðum leikjum. „Við fengum færi til að klára leikinn í kvöld og fleiri en eitt en við tökum ekkert af Fylki, þeir mættu hérna í kvöld og spiluðu vel og þeir fengu færi líka. Við erum búnir að gera mörg jafntefli og þau telja lítið en eitt stig er svo sem ásættanlegt þegar við missum mann útaf með rautt spjald,“ sagði Arnar. „Fyrir mér var þetta hörkuleikur í fyrri hálfleikur þar sem bæði lið fengum færi en í síðari hálfleik datt þetta niður sem er skiljanlegt en samt lítið á milli þessara liða og sigurinn hefði getað dottið báðum megin.“ Arnar sagði að þetta hafi verið klárt seinna gult spjald á Erling Agnarsson en hann fékk rautt spjald á 87. mínútu. „Seinna var alltaf spjald, ég sá ekki fyrra nógu vel því miður. En hann er að stoppa sókn og dómarinn getur ekkert annað gert. Pjúra gult að mínu mati.“ Hann segir að honum finnist ekki eins og liðið sé í fallbaráttu þrátt fyrir að það sé raunin eins og staðan er í dag. „Eins asnalegt og það hljómar þá finnst mér ekki eins og liðið sé í einhverri fallbaráttu. Við erum bara flott lið og við viljum spila skemmtilegan fótbolta. Áhorfendur eru að skemmta sér vel en auðvitað veit ég að við þurfum að fá stig en við þurfum að vera klókari,“ sagði Arnar. „Það eru kostir og gallar við að vera með unga menn á miðjunni og frammi. Sérð bara muninn hjá okkur og Fylki, það er töluvert meiri reynsla á miðjunni og sókninni hjá Fylki en menn læra þetta fljótt,“ sagði þjálfarinn að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Fylkir 1-1 | Víkingar upp úr fallsæti Víkingur R. og Fylkir skildu jöfn, 1-1, í Víkinni í kvöld. Með stiginu komust Víkingar upp úr fallsæti. 15. júlí 2019 22:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings var alls ekkert svekktur með aðeins eitt stig á heimavelli gegn Fylki í kvöld. Hann sagði að jafnteflið hefði líklega verið sanngjarnt. „Mér fannst þetta bara flottur leikur í kvöld. Sérstaklega í fyrri hálfleik þá var þetta bara svona end to end þar sem bæði lið fengu fullt af færum og ég held að jafnteflið hafi bara verið sanngjarnt þegar uppi var staðið.“ Hann segir það ekki beint áhyggjuefni að hafa bara fengið 1 stig úr seinustu 2 leikjum eftir að hafa spilað mjög vel í báðum leikjum. „Við fengum færi til að klára leikinn í kvöld og fleiri en eitt en við tökum ekkert af Fylki, þeir mættu hérna í kvöld og spiluðu vel og þeir fengu færi líka. Við erum búnir að gera mörg jafntefli og þau telja lítið en eitt stig er svo sem ásættanlegt þegar við missum mann útaf með rautt spjald,“ sagði Arnar. „Fyrir mér var þetta hörkuleikur í fyrri hálfleikur þar sem bæði lið fengum færi en í síðari hálfleik datt þetta niður sem er skiljanlegt en samt lítið á milli þessara liða og sigurinn hefði getað dottið báðum megin.“ Arnar sagði að þetta hafi verið klárt seinna gult spjald á Erling Agnarsson en hann fékk rautt spjald á 87. mínútu. „Seinna var alltaf spjald, ég sá ekki fyrra nógu vel því miður. En hann er að stoppa sókn og dómarinn getur ekkert annað gert. Pjúra gult að mínu mati.“ Hann segir að honum finnist ekki eins og liðið sé í fallbaráttu þrátt fyrir að það sé raunin eins og staðan er í dag. „Eins asnalegt og það hljómar þá finnst mér ekki eins og liðið sé í einhverri fallbaráttu. Við erum bara flott lið og við viljum spila skemmtilegan fótbolta. Áhorfendur eru að skemmta sér vel en auðvitað veit ég að við þurfum að fá stig en við þurfum að vera klókari,“ sagði Arnar. „Það eru kostir og gallar við að vera með unga menn á miðjunni og frammi. Sérð bara muninn hjá okkur og Fylki, það er töluvert meiri reynsla á miðjunni og sókninni hjá Fylki en menn læra þetta fljótt,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Fylkir 1-1 | Víkingar upp úr fallsæti Víkingur R. og Fylkir skildu jöfn, 1-1, í Víkinni í kvöld. Með stiginu komust Víkingar upp úr fallsæti. 15. júlí 2019 22:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Fylkir 1-1 | Víkingar upp úr fallsæti Víkingur R. og Fylkir skildu jöfn, 1-1, í Víkinni í kvöld. Með stiginu komust Víkingar upp úr fallsæti. 15. júlí 2019 22:00