Ranieri datt inn á listann en ógnaði þó ekki meti fyrrum stjóra Hermanns Hreiðars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2019 10:30 Les Reed, Hermann Hreiðarsson og Claudio Ranieri. Samsett/Getty Claudio Ranieri var í gær rekinn sem knattspyrnustjóri Fulham aðeins 106 dögum eftir að hann tók við liðinu. Það þýddi að þessi fyrrum knattspyrnustjóri Englandsmeistara Leicester City er kominn inn á frekar óvinsælan lista. Ranieri er nú einn af þeim átta knattspyrnustjórum sem hafa starfað styðst með eitt lið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Ranieri deilir sjöunda sætinu með Tony Adams sem var líka í 106 daga með lið Portsmouth tímabilið 2008 til 2009.106 - Claudio Ranieri lasted just 106 days in charge of Fulham - only six managers in Premier League history have had shorter permanent tenures at a single club. Finito. pic.twitter.com/Av8HfTPobV — OptaJoe (@OptaJoe) February 28, 2019Ranieri var þó ekki nálægt því að slá met Les Reed sem náði aðeins að stýra liði Charlton í 40 dagar áður en hann var rekinn á Aðfangadag 2006. Íslenski landsliðsmaðurinn Hermann Hreiðarsson lék einmitt með Charlton liðinu það tímabil.July 2015: Ranieri appointed as Leicester City manager. May 2016: Ranieri lifts Premier League title with Leicester City. Feb 2017: Ranieri sacked by Leicester City. Nov 2018: Fulham appoint Ranieri as manager. Feb 2019: Ranieri sacked as Fulham manager. pic.twitter.com/Clok7saJrm — SPORTbible (@sportbible) February 28, 2019Í öðru sætinu er síðan annar stjóri sem Fulham rak en Hollendingurinn Rene Meulensteen var aðeins í 75 daga með Fulham tímabilið 2013 til 2014. Meulensteen hafði verið í þjálfaraliði Manchester United í sex ár. Meulensteen fékk liðið í fangið í desember eftir að Martin Jol var rekinn eftir fimm tapleiki í röð. Rene Meulensteen var rekinn í febrúar og Felix Magath tók við. Þriðji á listanum er síðan Frank de Boer sem er sá sem hefur fengið styðstan tíma með lið frá upphafi tímabils. Crystal Palace ákvað að reka hann 11. september eða eftir aðeins fimm leiki.Claudio Ranieri is no longer in the Premier League after being sacked by Fulham—never forget pic.twitter.com/BnlFMgirBF — B/R Football (@brfootball) February 28, 2019Hér fyrir neðan má sjá listann yfir þá knattspyrnustjóra ensku úrvalsdeildarinnar sem telja starfstíma sinn í dögum.Styðsta stjóratíðin í ensku úrvalsdeildinni:40 dagar - Les Reed hjá Charlton (14. nóvember 2006 til 24. desember 2006) 1 sigur í 8 leikjum (13%)- Hermann Hreiðarsson lék þarna með Charlton75 dagar - Rene Meulensteen hjá Fulham (1. desember 2013 til 14. febrúar 2014) 4 sigrar í 17 leikjum (24%)77 dagar - Frank de Boer hjá Crystal Palace (26. júní 2017 til 11. september 2017) 1 sigur í 5 leikjum (20%)85 dagar - Bob Bradley hjá Swansea City (3. október 2016 til 27. desember 2016) 2 sigrar í 11 leikjum (18%)- Gylfi Þór Sigurðsson lék þarna með Swansea98 dagar - Terry Connor hjá Wolves (24. febrúar 2012 til 1. júní 2012) 0 sigrar í 13 leikjum (0%)- Eggert Gunnþór Jónsson lék þarna með Wolves99 dagar - Colin Todd hjá Derby (7. október 2001 til 14. janúar 2002) 4 sigrar í 17 leikjum (24%)106 dagar - Tony Adams hjá Portsmouth (26. október 2008 til 9. febrúar 2009) 4 sigrar í 22 leikjum (18%)- Hermann Hreiðarsson lék þarna með Portsmouth106 dagar - Claudio Ranieri hjá Fulham (14. nóvember 2018 til 28. febrúar 2019) 3 sigrar í 17 leikjum (18%) Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira
Claudio Ranieri var í gær rekinn sem knattspyrnustjóri Fulham aðeins 106 dögum eftir að hann tók við liðinu. Það þýddi að þessi fyrrum knattspyrnustjóri Englandsmeistara Leicester City er kominn inn á frekar óvinsælan lista. Ranieri er nú einn af þeim átta knattspyrnustjórum sem hafa starfað styðst með eitt lið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Ranieri deilir sjöunda sætinu með Tony Adams sem var líka í 106 daga með lið Portsmouth tímabilið 2008 til 2009.106 - Claudio Ranieri lasted just 106 days in charge of Fulham - only six managers in Premier League history have had shorter permanent tenures at a single club. Finito. pic.twitter.com/Av8HfTPobV — OptaJoe (@OptaJoe) February 28, 2019Ranieri var þó ekki nálægt því að slá met Les Reed sem náði aðeins að stýra liði Charlton í 40 dagar áður en hann var rekinn á Aðfangadag 2006. Íslenski landsliðsmaðurinn Hermann Hreiðarsson lék einmitt með Charlton liðinu það tímabil.July 2015: Ranieri appointed as Leicester City manager. May 2016: Ranieri lifts Premier League title with Leicester City. Feb 2017: Ranieri sacked by Leicester City. Nov 2018: Fulham appoint Ranieri as manager. Feb 2019: Ranieri sacked as Fulham manager. pic.twitter.com/Clok7saJrm — SPORTbible (@sportbible) February 28, 2019Í öðru sætinu er síðan annar stjóri sem Fulham rak en Hollendingurinn Rene Meulensteen var aðeins í 75 daga með Fulham tímabilið 2013 til 2014. Meulensteen hafði verið í þjálfaraliði Manchester United í sex ár. Meulensteen fékk liðið í fangið í desember eftir að Martin Jol var rekinn eftir fimm tapleiki í röð. Rene Meulensteen var rekinn í febrúar og Felix Magath tók við. Þriðji á listanum er síðan Frank de Boer sem er sá sem hefur fengið styðstan tíma með lið frá upphafi tímabils. Crystal Palace ákvað að reka hann 11. september eða eftir aðeins fimm leiki.Claudio Ranieri is no longer in the Premier League after being sacked by Fulham—never forget pic.twitter.com/BnlFMgirBF — B/R Football (@brfootball) February 28, 2019Hér fyrir neðan má sjá listann yfir þá knattspyrnustjóra ensku úrvalsdeildarinnar sem telja starfstíma sinn í dögum.Styðsta stjóratíðin í ensku úrvalsdeildinni:40 dagar - Les Reed hjá Charlton (14. nóvember 2006 til 24. desember 2006) 1 sigur í 8 leikjum (13%)- Hermann Hreiðarsson lék þarna með Charlton75 dagar - Rene Meulensteen hjá Fulham (1. desember 2013 til 14. febrúar 2014) 4 sigrar í 17 leikjum (24%)77 dagar - Frank de Boer hjá Crystal Palace (26. júní 2017 til 11. september 2017) 1 sigur í 5 leikjum (20%)85 dagar - Bob Bradley hjá Swansea City (3. október 2016 til 27. desember 2016) 2 sigrar í 11 leikjum (18%)- Gylfi Þór Sigurðsson lék þarna með Swansea98 dagar - Terry Connor hjá Wolves (24. febrúar 2012 til 1. júní 2012) 0 sigrar í 13 leikjum (0%)- Eggert Gunnþór Jónsson lék þarna með Wolves99 dagar - Colin Todd hjá Derby (7. október 2001 til 14. janúar 2002) 4 sigrar í 17 leikjum (24%)106 dagar - Tony Adams hjá Portsmouth (26. október 2008 til 9. febrúar 2009) 4 sigrar í 22 leikjum (18%)- Hermann Hreiðarsson lék þarna með Portsmouth106 dagar - Claudio Ranieri hjá Fulham (14. nóvember 2018 til 28. febrúar 2019) 3 sigrar í 17 leikjum (18%)
Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira